Yin líffærin

 

Helsta hlutverk Yin líffæranna er að sjá um geymslu á lífefnum líkamans, sem eru: Qi, Blóð, Kjarni og Líkamsvökvi.

Hvert Yin líffæri hefur sérstöðu meðal lífefnanna

Hjartað stjórnar Blóðinu
Lifrin geymir Blóðið
Lungun stjórna Qi og hafa áhrif á Líkamsvökvana
Miltað stjórnar matar Qi, heldur Blóði og hefur áhrif á Líkamsvökvana
Nýrun geyma Kjarnann og hafa áhrif á Líkamsvökvana

Hvert Yin líffæri hefur áhrif á líkamsvefina

Hjartað stjórnar æðunum og sýnir sig í útliti húðar
Lifrin stjórnar sinunum og sýnir sig í nöglum
Lungun stjórna húðinni og sýna sig í líkamshárum
Miltað stjórnar vöðvunum og sýnir sig í vörunum
Nýrun stjórna beinunum og sýna sig í höfuðhári

Hvert Yin líffæri hefur áhrif á skynfærin

Hjartað stjórnar tungunni og bragðskyni
Lifrin stjórnar augunum og sjón
Lungun stjórna nefi og lyktarskyni
Miltað stjórnar munni og bragðskyni
Nýrun stjórna eyrunum og heyrn

Yin líffærin í tengslum við tilfinningar

Hjartað tengist gleði
Lifrin tengist reiði
Lungun tengjast sorg og áhyggjum
Miltað tengist hugsun
Nýrun tengjast angist og kvíða

Hjartað tengist gleðinni og er "skortur" á gleði t.d. vottur um skort á Hjartaorku. Hjartað er einnig séð sem tenging okkar við hið almáttuga.
Nýrun tengjast viljakrafti mannsins og er óeðlileg hræðsla og kvíði tengdur við þau.
Lungun "geyma" sorgina og hjápa okkur að aðskilja okkur sjálf frá umheiminum. Þau eru einnig sögð tengjast efnilsega hluta mannsins, líkamanum.
Miltað gerir okkur kleift að íhuga það sem að okkur snýr og hjálpar okkur til þess að læra og muna. Miltað er einnig séð sem sú orka sem gerir okkur kleift að umbreytast og díla við breytingar í lífinu.
Lifrin, tengist krafti til að plana lífið og er talin tengdust líffæranna við mannssálina
.

Yin líffærin í tenglum við veðurfar og árstíðir

Sumar og hiti hafa áhrif á Hjartað
Vor og vindar hafa áhrif á Lifrina
Haust og þurrkur hafa áhrif á Lungun
Vetur og kuldi hefur áhrif á Nýrun
Raki og tíminn milli árstíðanna hefur áhrif á Miltað

 

YinLiffaerinTafla