Nýrun hafa 8 megin hlutverk:
1. Geyma Kjarnann og hafa yfirstjórn á fæðingu, vexti, æxlun og þroska mannsins
- Nýrun geyma Fyrir-Himinn Kjarna.
- Nýrun geyma Eftir-Himinn Kjarna.
2. Framleiða Merg, fylla heila og stjórna beinum
- Kjarninn er undirstaða Mergs.
- Mergur fyllir upp beinin og heilann.
3. Stjórna vatni og vökva
- Nýrun hafa í sér bæði Yin og Yang.
- Nýrun eru í neðri hitara.
- Nýrun taka á móti vökva frá Lungunum.
- Nýrun sjá öllum líffærum fyrir nauðsynlegri Yang orku til umbreytinga og flutnings á líkamsvökva.
4. Stjórna móttöku á Qi
- Nýrun taka á móti Qi frá Lungunum og halda því niðri, þ.e. þau sjá um innöndun.
5. Stjórna neðri útgönguleiðum líkamans
- Nýrna Qi er nauðsynlegt til þess að neðri útgönguleiðir líkamans starfi rétt.
6. Sýna sig í hárinu
- Kjarninn nærir hárið.
7. Opnast út í eyrun
- Kjarninn nærir eyru og heyrn.
8. Hýsa Zhi
- Zhi er séður sem viljastyrkur mannsins og hugrekki.
Frá Nýrunum er öll orka og allt efni líkamanns upprunnið. Nýrun eru séð sem það líffæri sem geymir Kjarnann, erfðaupplýsingar, Yin og Yang líkamans og Zhi, sem er viljastyrkur mannsins, hugrekkið og geta mannsins til varðveislu á visku. Nýrun næra beinin beint, svo og heila og eyru. Þau stjórna vatni líkamans og sjá um að útgönguleiðir líkamans, þvagrás, endaþarmur og leggöng, séu heilbrigð. Nýrun næra neðra bak og hné, sjá um að hárið sé heilbright og viðhalda tærri og ótruflaðri heyrn. Þegar nýrnaorkan dvínar, minnkar geta Nýrnanna til að næra þá líkamsparta sem þau hafa yfirumsjón á og einkenni skorts fara að sjást. Oft eru fyrstu einkenni Nýrnaorku-skorts þreytuverkur í mjóbaki eða hnjám. Í knínverskum lækningum er mikil áhersla lögð á að viðhalda krafti nýrnanna með jurtum, sérstaklega eftir breytingar eins og tíðahvörf.
Geyma Kjarnann og hafa yfirstjórn á fæðingu, vexti, æxlun og þroska
Mikilvægasta hlutverk Nýrnanna er að geyma Kjarnann, Jing. Kjarninn tengist lífinu sjálfu, uppruna þess og þróun. Hann er elementið sem gefur efninu líf. Hann er uppruni Yin og Yang í líkamanum, allur líkaminn og öll líffærin þurfa því á Kjarnanum að halda til að þrífast.
Líffærin eru öll annað hvort Yin eða Yang líffæri, hvert líffæri býr svo yfir bæði Yin og Yang eiginleikum. Nýrun eru t.d. Yin líffæri, þau geyma Kjarnann sem er Yin og þau geyma Ming Men sem er Yang.
Kjarninn sér um hringrás langtíma breytinga í lífi okkar, sem gerast á 7 ára fresti hjá konum en á 8 ára fresti hjá körlum. Dæmi um langtíma breytingar eru kynþroski og breytingaskeiðið.
Kjarninn er rót lífsins, hann er uppruni æxlunar, vöxts og þroska, sem er blómstrun Kjarnans. Við göngum á Kjarnann yfir æfina og hrörnum í ellinni samhliða Kjarnanum. Ótímabær öldrun er því merki um Nýrna-Kjarna skort. Vandamál eins og ófrjósemi, getuleysi, skertur kynþroski eða þroskaskerðing almennt tengjast líka Nýrunum og Kjarnanum.
Kjarninn skiptist í Fyrir-Himinn Kjarna og Eftir-Himinn Kjarna. Fyrir-Himinn Kjarnann erfum við frá foreldrum okkar (DNA), hann myndast við getnað og við göngum á hann yfir æfina. Konur ganga á sinn Fyrir-Himinn Kjarna á hverri meðgöngu og karlar á sinn með hverju sáðláti.
Eftir-Himinn Kjarninn kemur úr þeirri fæðu og drykk sem við innbirðum. Kraftinn sem þarf til að umbreyta fæðu og drykk í Kjarna fáum við frá Fyrir-Himinn Kjarnanum. Eftir-Himinn Kjarninn endurnærir svo og viðheldur Fyrir-Himinn Kjarnanum frá degi til dags.
Framleiða Merg, fylla heila og stjórna beinum
Nýrun geyma Kjarnann og Kjarninn framleiðir Merg (þar með talinn beinmerg). Hann er mesta Yin efni líkamans og hann flæðir um í hinum 8 sérstöku orkubrautum. Mergi er stundum lýst sem „dýrmætri fitu“ sem myndast af Yin hluta Kjarnans, sem fyllir og styður við beinin, flyst upp mænua og upp í heila, haf mergsins. Þroski og gróun beina stóla því á næringu Kjarnans. Skortur á Nýrna Kjarna í barni getur valdið veikburða löppum og hnjám, brothættum beinum eða stífum hrygg. Tennur eru afurð Beinanna og eru þar með undir stjórn Nýrnanna. Þegar tennur barna þroskast illa eða losna er mjög líklega skortur á Nýrna Kjarna, það sama á við fullorðin einstakling sem á sífellt í vandræðum með tennurnar á sér.
Stjórna vatni og vökva
Nýrun eru grunnur efnaskipta vatns í líkamanum þó að hin líffærin komi einnig við sögu. Nýrun geyma Lífseldinn sem sér um að breyta vökva í gufu sem er nauðsynlegt fyrsta skref áður en vökvarnir geta flotið upp á við eða hringsólað. Allt vatnsflæði um líkamann stólar á þessa uppgufunar virkni Nýrnanna og þá sérstaklega Lungu, Þvagblaðra og Milta. Nýrun senda gufu upp til Lungnanna, Þvagblaðran þarf á Nýrna Eldinum að halda til að vinna úr sínum vökva og Miltað þarf sömuleiðis kraft og hita frá Eldi Nýrnanna til þess að umbreyta vökva í gufu og lyfta henni uppávið.
Stjórna móttöku á Qi
Nýrun stjórna innöndun og grípa Qi. Þó Lungun stjórni almennt öndun þá þurfa þau hjálp Nýrnanna til að grípa Loft-Qi og ná því djúpt niður í líkamann. Lungun eru grunnur Qi en Nýrun eru rót Qi. Ef Nýrun standa sig ekki í að grípa Qi geta komið upp öndunarerfiðleikar eins og krónískur astmi, fólk getur geyspað óeðlilega mikið eða átt erfitt með að ná djúpandanum.
Nýrun Stjórna neðri útgönguleiðum líkamans
Það þarf Nýrna Qi til þess að geta haldið þvagi og saur og Nýrun stjórna einnig opnum fæðingarvegi.
Nýrun sýna sig í hárinu
Blóð nærir og viðheldur höfuðhári og gæði blóðsins veltur á bæði Nýrna Yin og Nýrna Yang. Ástand hársins getur því endurspeglað ástand Nýrnanna. Með aldrinum minnkar Nýrna-orkan og Nýrna-Kjarninn og samhliða því missir höfuðhárið lit sinn, það gránar og byrjar að þynnast.
Tilfinningar Nýrnanna, sjokk og hræðsla, veikja Nýrun og geta stuðlað að hárlosi.
Nýrun opnast út í eyrun
Nýrna-Qi fer í gegnum eyrað. Ef Nýrun eru í jafnvægi er heyrnin í lagi. Heyrnaskerðing er algeng hjá eldra fólki vegna skorts á Nýrna-Kjarna, við göngum á hann yfir ævina og undir lokin er lítið eftir sem hefur skerðandi áhrif á heyrnina.
Tilfinningaleg einkenni
Hræðsla og sjokk eru tilfinningar Nýrnanna. Langtíma hræðsla eða áföll geta skaðað Nýrun og að sama skapi geta veik Nýru valdið óþarfa hræðslu. Hræðsla getur t.d. valdið ófrjósemi (Yin) eða getuleysi (Yang). Hræðsla lætur orkuna flæða niðurávið, langvinnur ótti getur þannig valdið sigi á Milta-Qi, sem getur t.d. leit til líffærasigs, legsigs, niðurgangs og þvagleka. Ef Nýrna-Yin verður fyrir barðinu getur hræðsla einnig leitt til geðlægra einkenna eins og fóbíu eða ofsóknarhugmynda (paranoia).
Andinn - Zhi
Zhi er andi Nýrnanna, hann er lífsviljinn okkar, hugrekkið og geta mannsins til varðveislu á visku. Veikleiki í Zhi getur komið fram sem veikur vilji og gunguskapur, sinnuleysi og þunglyndi, þá vantar fólki innri styrk og eru full af ótta, kvíða og hræðslu við öldrun og dauðann.
Viljinn á sér bæði Yin og Yang hlið. Yang viljinn felur í sér stóru breytingar ævinnar, ákvörðunartöku og skuldbindingar sem leyfa manneskjunni að taka ábyrgð á lífi sínu. Yin hluti viljans býr yfir óhjákvæmilegu örlögum okkar. Yang viljinn verður svo að ná að meðtaka Yin viljann til þess að Kjarninn beri ávöxt Viskunnar. Með aldrinum dvínar líffræðilegi hluti Kjarnans en hann edurspeglast í viskunni sem manneskjan öðlast yfir ævi sína
Ming Men:
Ming Men er eldur Nýrnanna og þar með uppruni alls hita í líkamanum. Hann er einnig kallaður The Fire of the Gate of Life. Hann liggur á milli Nýrnanna, hjá uppruna extrabrautanna 8, orkubrautanna tólf og Þriggja Hitara. Þarna geymist sæði karlmanna og leg kvennmanna. Eldarnir tveir, Ming Men og Hjartað, vinna saman. Ming Men hjálpar Hjartanu að stjórna öndunum fimm (Shen, Yi, Po, Zhi og Hun) og að halda lífseldinum gangandi í öllum líkamanum.