Námskrá

Kínverskar lækningar                                                        

Nám þetta gefur nemanda tækifæri á að læra um Sögu Kínverskrar læknisfræða og þróun læknisfræðinnar í nálastungum og moxa. Hugmyndafræðin um Himin-Jörð-Mann (Tian Di Ren) og íhugun um hið óendanlega Dao, Hun Dun (hið upprunalega kaos), Tai Ji (hið mikla og endanlega) og Tai Yi (hin mikla sameind)

Að loknu námi eiga nemendur að geta greint og hjálpað sjúklingum með nálastungu og grasalæknismeðferðum


Námsefni módúla:

Fyrsti   Annar   Þriðji   Fjórði   Fimmti   Sjötti   Sjöundi   Áttundi   Níundi   Tíundi   Ellefti

 

Fyrsti Módúll

 Hugmyndafræðin um Yin og Yang og Frumöflin Fimm

Lýsing á námsefni:

  • heimspekin sem fjallar um hina þrotlausu hreyfingu þessara tveggja afla í náttúrunni, hvernig hreyfing og jafnvægi hafa áhrif á mannslíkamann og hvernig kínverskar lækningar vinna með náttúrunni til þess að skapa og viðhalda jafnvægi sem nauðsynlegt er fyrir heilsu.
  • Ba Gang; kynning á Hinum átta grundvallarmynstrum sjúkdóma (8 principles), sem eru nákvæmari mynd á jafnvægi Yin og Yang í heilsu og í sjúkdómum.
  • framþróun Hinna fjögurra árstíða - stefna og eiginleikar.
  • Si Xiang; Ungt Yang, Gamalt Yang, Ungt Yin, Gamalt Yin.
  • Ba Kua; kynning á þróun Hinna átta samlína.
  • kynning á Hinum sex aðgreindu svæðum; Jue Yin, Shao Yang, Shao Yin, Tai Yin, Yang Ming, Tai Yang.
  • hin 3 orkusvið og framleiðsla orku.
  • kínverska klukka líffæranna.
  • Frumöflin Fimm. Öll lög sem tengjast Frumöflunum og þeirra hreyfingu og sálræn hlið Frumaflanna.

Markmið námskeiðsins:

  1. Að nemandinn hafi skilning á kínverskri heimspeki; hvaðan hún er upprunnin, hvernig hún hefur þróast og hvaða merkingu hún hefur með tilliti til mannslíkamans í heilsu og veikindum.
  2. Að nemandinn hafi skilning á Yin og Yang og samspili þessara tveggja afla.
  3. Að nemandinn hafi skilning á Frumöflunum fimm; hvernig þau eru mótuð og mynduð af Yin og Yang og hvernig þau sýna sig í náttúrunni og mannslíkamanum.
  4. Að nemandinn kunni og skilji orkuflæði gegn um líffærin hverjar 24 klukkustundir.

 

Annar Módúll

Uppbygging Líkamans; starfsemi, þróun og samspil

Lýsing á námsefni:

  • Efni - Kí (Qi), Blóð (Xue), Kjarni (Jing), Andi (Shen), Líkamsvökvar (Jin ye).
  • Líkamsvefirnir - Bein, Sinar, Hold, Æðar, Húð, Líkamsop (augu, eyru, nef, munnur, tunga, endaþarmur, þvagop, kynfæri).
  • Líffærafræðin - Zang Fu (Yin og Yang Líffærin):
    Mismunur á Yin og Yang Líffærunum.
    Starfsemi Zang Líffæranna (Lifur, Lungu, Milta, Nýru, Hjarta, Hjartaverndari).
    Starfsemi Fu Líffæranna (Gallblaðra, Ristill, Magi, Þvagblaðra, Smágirni, Þrjú orkusvið).
    Hin Sérstöku Líffæri (Curious Organs) - Beinmergur, Heili, Bein, Leg, Æðar, Gallblaðra
    .
  • Hin sex aðgreindu svæði: Nákvæm stúdía.
  • Hinar Sérstöku orkubrautir:
    Ren Mai og Yin Qiao Mai.
    Du Mai og Yang Qiao Mai.
    Chong Mai og Yin Wei Mai.
    Dai Mai og Yang Wei Mai.
    Hlutverk þeirra í að viðhalda jafnvægi í líkamanum.
    Hlutverk þeirra í innkirtlastarfsemi líkamans.
    Samspil orkubrautanna sín á milli og út á við.

Markmið námskeiðsins:

  1. Að nemandinn skilji og kunni hvernig Qi, Blóð og Líkamsvökvi er framleidd.
  2. Að nemandinn þekki Líffærin tólf, starfsemi þeirra samkvæmt kínverskri læknisfræði og kunni tengsl allra líffæra, líkamsvefja og líkamsvessa við Frumöflin fimm.
  3. Að nemandinn þekki Hin sex sértstöku líffæri og skilji starfsemi þeirra og tengsl við hin 12 aðallíffærin.
  4. Að nemandinn þekki skiptingarnar sex og skilji þá tengingu sem þær veita í líffærakerfinu.
  5. Að nemandinn þekki Hinar átta sérstöku orkubrautir, viti þróun þeirra og starfsemi í líkamanum og þekki þær leiðir sem gefnar eru til að virkja þær.           

 

Þriðji Módúll

Uppruni sjúkdóma

Lýsing á námsefni:

  • Samanburður á vestrænni og kínverskri hugsun.
  • Þættir í sjúkdómum.
  • Hin átta grundvallarmynstur sjúkdóma; Yin, Yang, Innra, Ytra, Kuldi, Hiti, Skortur, Ofgnótt:
    Ytra mynstur - Vindur, Kuldi, Hiti, Raki, Þurrkur, sumar Hiti.
    Innra mynstur - Vindur, Kuldi, Hiti, Raki, Þurrkur, Eldur
    .
  • Hinar sjö tilfinningar - gleði, reiði, áhyggjur, sorg, hræðsla, skelfing, depurð.
  • aðrir þættir - næring, starf, vinnuþættir, líkamsæfing, sambönd, kynlíf, slysfarir, sníkjudýr.
  • heilsa - fyrir fæðingu (Jing, heilsa móður, atvik í fæðingu), barnæska, fullorðinsár
    rangar meðferðir í lækningum/lyf.
  • Jing Luo.

Markmið námskeiðsins:

  1. Að nemandinn hafi skilning á þeim mun sem aðskilur vestræna og kínverska læknisfræði.
  2. Að nemandinn kunni og skilji öll þau sjúkdómsvaldandi áhrif sem kínversk læknisfræði talar um og hafi skilning á áhrifum þessara sjúkdómsvalda á mannslíkamann               .
 

Fjórði Módúll

Sjúkdómafræði

Lýsing á námsefni:

  • Zang fu - Líffærin.

Markmið námskeiðsins:

  1. Að nemandinn geti skilgreint það sjúkdómsmunstur sem hver sjúkdómsvaldandi þáttur getur myndað í Líffærunum og Orkubrautunum.

 

Fimmti Módúll

Sjúkdómsgreining og meðferðartækni

Lýsing á námsefni:

  • Sjúkdómsgreining:
    Skoða, hlusta/lykta, spyrja, finna.
    Púlstaka - hinir átta grunnpúlsar og kenningin um frekari 28 eiginleika púlsanna.
    Tunga: kjarninn, skánin og mismunandi svæði.
    Greining andlits, augu, eyru, andlitslag, litur o.fl.
    Karakter, húðlitur, rödd, lykt.
    Líkamsgreining.
    sjúkrasaga
    .
  • Meðferð:
    Tegund nála, meðferð þeirra í stungum og sótthreinsun.
    Moxa notkun.
    Sogskálar í notkun.
  • Verklegt nám á stofu.

Markmið námskeiðsins:

  1. Að nemandinn geti greint munstur sjúkdóma með skoðun á tungu og líkama sjúklings, lyktun, þreifingu, hlustun á púlsa og sjúkrasögu.
  2. Að nemandi kunni meðferð á nálum, moxa og sogskálum.

 

Sjötti Módúll

Stofnar og greinar (Stems and Branches) - kínversk stjörnuspeki í lækningum

Kínverska stjörnufræðin Stofnar og Greinar er ævaforn og notkun á þessum fræðum í lækningum tíðkaðist í Kína fyrir byltinguna. Síðan þá hefur þessi vitneskja mikið til týnst í Kína, en hefur varðveist að miklu leiti í Taílandi, þaðan sem grunnþekkingin hefur síðan verið tekin til Vesturlanda og þróuð meðal nálastungulækna hér. Í fræðunum um Stofna og Greinar er talað um Hina Tíu Himnesku Stofna og Hinar Tólf Jarðnesku Greinar sem ákvarða heilsu og sjúkdóma og styrkleika og veikleika hvers manns. Meðferðartækni sú sem þróast hefur út frá þessum greinum er mjög áhrifamikil.

Lýsing á námsefni:

  • Grunnurinn að notkun Stofna og Greina í meðferð.
  • Nákvæm skoðun á merkingu og samsvörun Hinna átta samlína.
  • Niðurröðun á Fu Xi og King Wen.
  • Könnun á samspili Stofna og Greina og Hinna sex aðgreindu svæða.
  • Notkun Stofna og Greina í meðferð.
  • Hinar 12 reglur í nálastungumeðferð.

Markmið námskeiðsins:

  1. Að nemandi hafi skilning á Stofnum og greinum: uppruna heimspekinnnar og þróun.
  2. Að nemandi kunni að reikna út Stofna og greina kort og hafi skilning á meiningu kortsins fyrir viðkomandi.
  3. Að nemandi hafi skilning og þekkingu á hinum 12 reglum meðferða og kunni að nýta sér Stofna og greina kortið til þess að greina og meðhöndla viðkomandi.                                                             
 

Sjöundi Módúll

Orkubrautir

Lýsing á námsefni:

  • Jing Luo - orkubrautir líkamans:
    Nákvæm stúdía á kerfi orkubrauta líkamans og starfsemi þeirra.
    Aðal orkubrautirnar í smáatriðum: leiðir þeirra og einkenni.
    Hreyfing orkubrautanna samkvæmt kínversku klukkunni.
    Djúpar og grunnar orkubrautir.
    Pörun orkubrautanna samkvæmt Hinum sex aðgreindu svæðum.
    Starfsemi og skipan Sina-vöðva orkubrautanna, Tengi orkubrautanna, Sér orkubrautanna, og Samtengi orkubrautanna
    .

Markmið námskeiðsins:

  1. Að nemandi þekki Orkubrautir líkamans: tengingar þeirra, hreyfingar orku um þær og starfsemi þeirra.

 

Áttundi Módúll

Nálastungupunktar

Lýsing á námsefni:

  • Nálastungupunktar líkamans.

Markmið námskeiðsins:

  1. Að nemandi þekki alla punktana sem liggja á Orkubrautunum, kunni staðsetningar þeirra og þekki eiginleika þeirra og starfsemi.                                
 

Níundi Módúll

Grasalækningar

Lýsing á námsefni:

  • Virk efni í jurtunum.
  • Blöndun jurta.
  • Skammtastærðir.

Markmið námskeiðsins:

  1. Að nemandi kunni að blanda jurtum til að virkja þær sem meðul við hinum ýmsu sjúkdómsmynstrum og þekki skammtastærðir fyrir hvert tilfelli.                                   

 

Tíundi Módúll

Grösin A-Z

Lýsing á námsefni:

  • Jurtir:
    Lýsing á lækningarjurtum og nýttum plöntuhlutum.
    Lýsing á virkum efnum í jurtinni.
    Áhrif hverrar jurtar í líkamanum.
    Notkun jurta við sjúkdómum og sjúkdómsmunstrum.

Markmið námskeiðsins:

  1. Að nemandi þekki þær jurtir sem kynntar hafa verið: viti eiginleika þeirra og læknisfræðileg gildi.

 

Ellefti Módúll

Verklegt nám

Verklegt nám verður bæði á stofu sem og í kennslustofu.