Himinn, Jörð og Maður

Himinn tian
Jörð di
Maður ren

Himinn-Jörð-Maður hugtakið í kínverskum lækningum er sett fram sem skilgreining á þróun mannsins; líkama hans, hugar og sálar. Til þess að skilja eðli mannsins þarf að skilja eðli þeirra afla sem sköpuðu manninn, þ.e. eðli Himins og Jarðar.

Himinninn er skapaður þegar hin léttu öfl (Yang) safnast saman og rísa upp
Jörðin er sköpuð þegar hin grófu öfl (Yin) safnast saman og sökkva niður
Maður er skapaður, og hann hefur í sér öll öfl; Yin og Yang

Confusius sagði:
“Af öllum verum sem skapast af Himni og Jörð er maðurinn göfugastur.
Skapaður af Himni
Borinn af Jörðu
Hinar 10000 verur eru fullkomnaðar
Af þessum er Maðurinn verðmætastur”

Himininn og Jörðin

Himininn umvefur alla hluti
Andardráttur Himins, þegar hann sekkur verður að regni
Andardráttur Jarðarinnar rís og verður að skýjum

Áhrif Himins á manninn eru með þrennum hætti

  • Innöndun mannsins kemur frá Himni
  • Matur kemur af Jörð
  • Öndun húðarinnar: húðin er talin mikilvæg flutningsleið alls kyns áhrifa, t.d. koma Árstíðirnar utan að frá og finna sína leið inn í líkama og sál mannsins, Hiti og Kuldi koma utan að frá, inn um húðina og EPE, eða svokallaðir illir andar (vírusar, bakteríur, Hiti, Kuldi, Vindur, Þurrkur og Raki) koma einnig utan að frá inn í líkamann.

Efnismikil og ævinlega nærð af Himni gefur Jörðin líf og nærir það eins og móðir. Jörðin tekur orkuna innan frá líkamanum og út, frá Yin til Yang.
Þessi hreyfing samsvarar útöndun Jarðarinnar sjálfrar í formi skýja

Maðurinn

Maðurinn verður til fyrir tilstilli Himins og Jarðar, af samruna Yin og Yang, og af samspili hinna lægri anda Gui og hinna æðri anda Shen. Saman ná þessi öfl, með hjálp hins fína andardráttar Frumaflanna fimm. (Liji,I,VII,3)

Vatn og Eldur anda en þau eiga ei líf.
Tré og grös eiga líf en enga þekkingu
Fuglar og fjórfóta dýr eiga þekkingu en eigi réttlæti
Maður andar og á líf, þekkingu og réttlæti
Þess vegna er maðurinn hið verðmætasta í alheiminum
(Xunzi,Ch.9,Vol.5)

Það er greinilegt af öllum fornum austrænum skrifum um manninn að hann er talinn vera mótaður af Himni og Jörðu. Hið innra með manninum eru samankomnir andar Himna; loftslag og sólarorka og næring Jarðarinnar. Áhrif Jarðar eru talin lengja áhrif Himins og vinna saman með erfðafræðilegum áhrifum.
Maðurinn er hinn lifandi andi Himins og Jarðar á jörðu. Það sem skilur manninn að er það að hann er mjög þróuð vera, “andans form”. Það eru þá helst hinir “Himnesku Shen” andar sem búa innra með manninum sem skilja hann að frá hinum verunum sem byggja jörðina.

Frá Kínverskum sjónarhóli séð er þróun mannsins á jörðinni ekki svo mikilvægt atriði sem það að maðurinn sé andans vera.
Það að uppruni mannsins sé andlegs eðlis er mikilvægast.