Kínversk stjörnufræði

Hinir Himnesku Stofnar og hinar Jarðlægu Greinar

Sum elstu kínversku rittáknanna lýsa því sem kallast Stofnar og Greinar, hugmyndafræði sem notast hefur verið við til að mæla jafnt tíma og rúm. Þessi hugmyndafræði, sem er yfir 4000 ára gömul, er enn í dag undirstaða kínverskrar læknisfræði, Feng shui, kínverskrar stjörnufræði og fleiri fræða sem finna má innan kínverskrar og austrænnar heimspeki.

Heimspekin um Stofna og Greinar lýsir hringferli himins og jarðar, og er þannig sú hugmyndafræði sem stuðst er við til að skýra uppruna, eðli og framgang mannsins. Stofnarnir eru tíu; Chia, Yi, Ping, Ting, Wu, Chi, Cheng, Sin, Jen og Kuei og Greinarnar eru tólf; Tze, Shou, Yin, Mao, Chen, Se, Wu, Wei, Shen, Yu, Hsiu og Hai.  Hver Himneskur Stofn parast við Jarðlæga Grein og myndar svokallað Gan-Zhi sem er sextíu ára hringferli sem upphefst með pöruninni Chia-Tze.

Tákn stofna og greina:

Notkun hugmyndafræðinnar um Stofna og Greina í læknisfræði má rekja þúsundir ára aftur í tímann. Hún er, ásamt öðrum hugtökum svo sem Hreyfingunum Fimm og Upprunalegu Orkugjöfunum Sex, Himinn-Jörð-Maður, Frumöflunum Fimm, Árstíðunum Fjórum og fleirum, gríðarlega mikilvægur hluti af austrænni læknisfræði, og þá sérstaklega nálastungulækningum.

Hugmyndafræðin “Stofnar og Greinar” gerir meðferðaraðilum í kínverskri læknisfræði kleift að reikna út veikleika og styrk hvers manns, sem og bestu leiðir og stundir til lækninga þess kvilla sem hrjá hvern og einn.

Hugmyndafræði stofna og greina:
Hinir 10 himnesku Stofnar ala af sér Frumöflin Fimm, sem aftur ala af sér Yin orkutegundirnar þrjár og Yang orkutegundirnar þrjár, sem sameinast til að ala af sér hinar sex orkutegundir Himna (Vind, Kulda, Sumar-Hita, Raka, Þurrk og Eld), hinar sex orkutegundir jarðar (Málm, Við, Vatn, Jörð og tvær tegundir Elds) og hinar sex orkutegundir manns (þrjár tegundir Yin-orku og þrjár tegundir Yang-orku).

Þegar hugtakið um Stofna og Greinar er notað í lækningum, til Greiningar eða til lækninga, er reiknað út kort fyrir hvern og einn. Kortið er fjórskipt – Hinir Fjórir Stuðlar Örlaganna. Árskortið, eða stuðull fæðingarársins, er það kort sem mestu máli skiptir hvað varðar líkamlegt ástand manneskjunnar. Í því má sjá hvernig allar átján orkutegundirnar geta haft áhrif á hvern og einn, og hvenær. Sem dæmi þá sýnir gróflegt árskort konu sem fædd er á ári sem endar á tveimur að sú kona muni geta þjáðst af höfuðverkjum eða krömpum í legi fyrri part ævinnar.

KinverskStjornufr_Tafla_1

Í smáatriðum sýnir árs, mánaðar og dagskortið að kona sem fædd er 12.6 1962 (sjá kort hér að ofan) er með óvenju sterkt Viðarelement í kortinu sínu og veika Jörð að auki. Svona líkamsburðir veikja meltinguna verulega og gera bæði maga og milta viðkvæm fyrir áhrifum Viðarins. Þessi kona gæti hæglega þjáðst af meltingartruflunum eins og of hárri sýru í maga, krömpum í vélinda og þind og tilhneigingu til lausra hægða. Kortið gefur einnig til kynna að vegna Viðaráhrifa á Þvagblöðrurás gæti sú rás auðveldlega borið verki og veikleika til höfuðs sem gæfi konunni tilhneigingu fyrir höfuðverkjum og mígrenis. Vegna veikleika þessarar konu í maga væri hún líklegri til að þjást af magaóþægindum og uppköstum með höfuðverkjum en aðrir sem hafa sterka Jörð.

Auk þess að sýna veikleika þess sem Stofnkortið er gert fyrir má lesa úr því bestu leiðir til lækninga fyrir manneskjuna sem þjáist af þeim veikleikum sem kortið gefur í skyn. Ef ofangreind kona kæmi til dæmis í nálastungumeðferð vegna mígrenis myndi það hjálpa henni að örva Hjartabraut, sem er svokallað Andstætt Qi hennar Stofns og Minni Eld, eða Hjartaverndarabraut, sem er Réttingarorka hennar. Sú meðferð myndi gagnast henni á meðan sama meðferð gerði ekkert gagn hjá fólki með ólíkan Stofn, sem þó kæmu á stofuna með sömu einkenni.
Hugtakið um Stofna og Greina og útreikningur á korti hvers og eins getur auðveldað greiningu á sjúkdómsmunstri ásamt því að það veitir upplýsingar um áhrifamestu og jafnframt öruggustu leiðina til lækningar á meinum viðkomandi.

Þess má geta að Stofnar og Greinar gefa vísbendingu um veikleika en ekki vissu, þ.e. einstaklingar með sama kort geta búið við gerólíkt heilsufar. Kortið getur útskýrt veikindi og er leiðbeinandi fyrir nálastungumeðferð og er þannig mikilvægt verkfæri í tösku læknisins.

Hér fyrir neðan er tafla sem sýnir hvernig Stofnar og Greinar tengjast líffærum og orkubrautum

Hinir 10 Himnesku Stofnar

KinverskStjornufr_Tafla_2

Hinar 12 Jarðlægu Greinar

KinverskStjornufr_Tafla_3

Einfalt kort Stofna og Greina

StofnarGreinarKort