Sérstöku líffærin

Hin sex Sérstæðu (og Óvenjulegu) Líffæri teljast Yang Líffæri en sérstaða þeirra felst m.a. í því að þau starfa eins og Yin Líffærin, þ.e. þau geyma lífvessa en eru hol eins og Yang Líffærin. Öll Sérstæðu líffærin eru tengd Nýrunum.

Sérstæðu Líffærin eru: Gallblaðra, Mergur, Leg, Bein, Æðar og Heili.

Hin sex Sérstæðu Líffæri eru háð aðal-Líffærunum hvað varðar orku og aðgengi og aðeins eitt þessara Líffæra hefur sína eigin orkubraut; Gallblaðran.

Legið er mikilvægast af hinum sex Sérstæðu Líffærum. Það heldur reglu á tíðablæðingum, getnaði og meðgöngu. Legið er mjög tengt Nýrunum og Ren mai og Chong mai orkubrautunum. Báðar þessar orkubrautir eiga upptök sín í Nýrunum og hafa mikið með tíðablæðingar, getnað og meðgöngu að gera. Þær flæða einnig í gegn um Legið. Ef Nýrna-Kjarni er kraftmikill ná Ren og Chong mai að næra Legið með Qi og Blóði. Vegna hlutverka Hjarta, Lifurs og Milta í tengslum við Blóð hefur Legið sterk tengsl við þessi Líffæri. Ójafnvægi eða sjúkdómar í þessum Líffærum varðandi Blóð hafa bein áhrif á Legið.

Dæmi um tengsl Legs við önnur líffæri:
Tengsl Legs við Lifrar-Blóð eru mikilvæg þegar um er að ræða óreglu á tíðablæðingum, fyrirtíðaspennu og verki með tíðablæðingum.
Tengsl Legs við Hjarta-Blóð eru mikilvæg þegar tíðablæðingar eru of litlar eða engar.
Til þess að konan geti orðið ófrísk og viðhaldið meðgöngunni eru tengsl Legs við Nýrun mikilvægasti þátturinn.
Legið er einnig tengt Maganum gegn um tengsl sín við Chong mai og þegar ófrísk kona finnur fyrir ógleði á meðgöngu eru þessi tengsl oft meðhöndluð.

Heili "Haf Mergsins". Heilinn stjórnar minni, einbeitingu, sjón, heyrn, snertingu og lyktarskyni. Nýrna-Kjarni framleiðir Merginn sem fyllir upp Heila og mænugöng sem gerir Heilann háðan heilbrigði Nýrnanna bæði líffræðilega og starfslega. Heilinn er einnig mjög tengdur Hjarta-Blóði, sem nærir Merginn. Þannig er sagt að ef Nýrna-Kjarni og Hjarta-Blóð eru heilbrigð þá starfar Heilinn rétt.

Mergurinn er Kjarni sem fyllir Bein, Heila og mænugöng. Hann er framleiddur af Nýrna-Kjarna.

Beinin tengjast einnig Nýrunum. Þau eru séð sem Líffæri vegna þess að þau geyma beinmerginn. Ef Nýrna-Kjarni eða Mergur eru sterk og kraftmikil þá eru Beinin heilbrigð og með styrkingu á Nýrum má hjálpa beinum að gróa og sporna við beinþynningu.

Æðarnar eru séðar sem Líffæri vegna þess að þær geyma blóðið. Æðarnar tengjast flestum Líffærunum en þó mest Hjarta sem hefur yfirumsjón með blóði, Milta sem heldur blóðinu í Æðunum, Lifur sem geymir og endurnærir blóðið og Nýrunum sem framleiða beinmerg sem hefur með blóðframleiðslu að gera.

Gallblaðra er séð sem eitt af Sérstæðu Líffærunum vegna þess að hún geymir gallið sem er tær kraftur. Annars er nánar fjallað um Gallblöðru þar sem talað er um Yang Líffærin.