Qi – Lífsorkan

 

QiHugtakið Qi, eða lífsorkan er undirstaðan í kínverskri læknisfræði. Það er ekkert sambærilegt hugtak til í vestrænum lækningum.
Þegar litið er á kínverska táknið sem túlkar Qi þá sýnir það tvíþætta eiginleika Qi, að Qi getur verið óefnislegt eins og gufa eða gas og efnislegt og hrísgrjón. Önnur leið til þess að útskýra Qi er að segja að Qi sé undanfari efnis.

Í kínverskri læknisfræði er talað um að manneskjan sé tilkomin frá Qii Himins og Jarðar, þ.e. að maðurinn sé "Samruni Himins og Jarðar", og að "Qi sé rót mannsins".
Qi er orka sem kemur fram samtímis á líkamlegu og andlegu plani
Qi er stöðugt að breytast og þegar Qi þjappast saman breytist orka í efni.

Hefðbundnar kínverskar lækningar tala um fimm meginform af Qi

Qi (efni-orka): Hin lífsnauðsynlega orka hverrar lifandi veru og uppruni allrar hreyfingar og breytinga.
Xue (Blóð): Blóð er ekki eingöngu vökvinn sem streymir um blóðrásina, heldur er það einnig það Qi sem býr innra með þessum vökva, orkan sem gefur vökvanum líf og næringu jafnt sem að hreyfa hann.
Jing (Lífskjarni): Frumorka alls þess sem lifir. Þessi frumorka er fengin bæði úr þeirri orku sem við erfum frá foreldrum okkar sem og úr þeirri orku sem við fáum í gegn um daglegt líf, þá einkum úr mat, drykk og félagslegum tengslum.
Shen (Andi): Hinn efnislegi og óefnislegi, hugarfarslegi og tilfinningalegi hluti meðvitundarinnar sem geymdur er í Hjartanu.
Jin Ye (Líkamsvökvi): Hið virka framleiðsluefni líkamans, þ.m.t. tár, sviti, munnvatn, mjólk, slím, magasýra og vessar kynfæra. Jin er léttara, hreinna og meira Yang; Ye er þykkra og meira Yin.

Hlutverk Qi

Hin fimm efni starfa sjálfstætt þó svo að Qi sé þungamiðja hvers og eins þeirra.
Meginhlutverk Qi eru:
Hvati - hvetur vöxt og þroska líkamans,
Varmi – viðheldur réttum líkamshita,
Verjandi – gegn streitu og utanaðkomandi áhrifum,
Stjórnandi – stjórnar Blóði og Líkamsvökva,
Umbreytir - Qi, Blóði og Líkamsvökva,
Stuðningur – heldur líffærum uppi, blóði í æðum, o.s.frv.,
Flytur – flytur Qi, Blóð og vökva um líkamann.

Orkurásirjing1

Samkvæmt kínverskri læknisfræði flæðir Qi um allan líkamann og er orkan sem gefur öllu lifandi efni líf.