Frumöflin fimm – Wu Xing

 

Kínversku táknin sem lýsa Frumöflunum fimm eru:

frumoflin_fimm wu_xingWu, sem táknar fimm
og Xing, sem táknar hreyfingu.

Þau fræði sem fjalla um Frumöflin fimm hafa ekki alltaf verið hluti af kínverskri læknisfræði heldur hafa þau komist til áhrifa öðru hvoru í sögu hennar. Á tímum hinna stríðandi ríkja (475 f. o.t - 221) naut kenningin mikilla vinsælda og rataði inn í læknisfræði, stjörnufræði og öll náttúruvísindi. Dagatöl, tónlist og jafnvel stjórnmál tóku mið af kenningum um Frumöflin fimm. Allt var flokkað í fimm stig eða fimm eiginleika. Strax á árunum eftir Krist var síðan farið að gagnrýna þessa heimspeki sem of staðlaða og ranga jafnvel, og voru fræðin lögð til hliðar í 900 ár. Það var ekki fyrr en um 960 e.kr. sem þessi fræðin voru tekin upp á ný og byrjað að þróa aftur. Í dag er mikið stuðst við þau sem lýsingu á eðlilegu og óeðlilegu ferli í náttúrunni og þar með í manninum.

Frumöflin fimm standa fyrir fimm ólíka eiginleika náttúrulegra fyrirbæra, fimm hreyfinga og fimm tímabila í árshringnum.

Shang Shu (skrifuð 1000 – 771 f.kr.) segir
"Frumöflin Fimm eru Vatn, Eldur, Viður, Málmur og Jörð.
Vatn gefur raka niður á við, Eldur blossar upp á við, Viður bognar og svignar, Málm er hægt að móta og hann getur harðnað, Jörð heimilar sáningu, vöxt og uppskeru".

"Það sem vætir og sekkur (Vatnið) er salt,
það sem blossar upp á við (Eldurinn) er beiskt,
það sem getur svignað og bognað (Viðurinn) er súrt,
það sem má móta og herða (Málmurinn) er bragðsterkt,
það sem leyfir sáningu, vöxt og uppskeru (Jörðin) er sætt"

Frumöflin fimm sem hreyfing

Viður táknar útvíkkun, hreyfingu út á við í allar áttir.
Málmur táknar samandragandi hreyfingu, hreyfingu inn á við.
Vatn táknar hreyfingu niður á við.
Eldur táknar hreyfingu upp á við.
Jörð táknar hlutleysi eða stöðugleika. (Jörð táknar líka breytingar, þ.e. eðlilegar umbreytingar)

Innbyrðis tengsl Frumaflanna fimm

Frumöflin tengjast innbyrðis með niðurröðun, hreyfingum og eiginleika. Það eru 36 ólíkar niðurraðanir á Frumöflunum fimm en algengustu niðurraðanirnar eru:

Eðlileg ferli:

Eðlileg tengingarferli Frumaflanna fimm viðhalda heilbrigði og jafnvægi á orku og efni, og á líkama og huga mannsins.

  • Hið heimsfræðilega ferli, sem er elsta niðurröðunin, tengist númerafræði hvers og eins Frumafls. Vatnið er fyrsta Frumaflið, Eldurinn annað, Viðurinn þriðja, Málmurinn fjórða og Jörðin fimmta og síðasta Frumaflið.
  • Hið skapandi ferli er ferli næringar og sköpunar. Vatnið nærir og skapar Viðinn, sem nærir og skapar Eldinn, sem nærir og skapar Jörðina, sem nærir og skapar Málminn, sem nærir og skapar Vatnið.
  • Hið stjórnandi ferli sýnir hvernig Frumöflin hafa hemil hvort á öðru. Viður stjórnar Jörð, Jörð stjórnar Vatni, Vatn stjórnar Eldi, Eldur stjórnar Málmi og Málmur stjórnar Viði.

 

frumoflin_fimm2

 

Sjúkdómsferli:

  • Sjúkleg ferli Frumaflanna verða þegar ójafnvægi og veikleiki myndast í líkamsorku, líffærum og vefjum. Það getur skeð til dæmis þegar sjúkdómar og veikleikar eru meðhöndlaðir á rangan hátt, með röngum lyfjum eða öðrum meðferðum, við áföll ýmiskonar, slys, rangt matarræði og langvarandi neyslu eiturlyfja og áfengis, svo og vegna langvarandi rangra tilfinningaviðbragða manneskjunnar sjálfrar við umhverfinu og lífinu, svo sem eins og reiði eða sorgarviðbragða. Hvaða sjúklega ferli myndast hjá hverjum og einum fer eftir meðfæddum veikleika hvers og eins.
  • Yfirstjórnunarferlið fylgir sömu niðurröðun og stjórnunarferlið en sýnir sjúklega afstöðu Frumaflanna gagnvart hvort öðru. Þetta skeður þegar eitt Frumafl er of veikt eða annað of sterkt.
  • Móðgunarferlið er öfugt við stjórnunarferlið og getur skeð þegar orka eins Frumaflanna verður of sterk eða stífluð.

Tengsl Frumaflanna fimm eru einnig tengsl alls þess sem tilheyrir Frumöflunum. Sem dæmi þá nærir Vatn Viðinn, sem þýðir að Nýru og Þvagblaðra næra Lifur og Gallblöðru. Viðurinn nærir Eldinn sem þýðir að Lifur og Gallblaðra næra Hjarta og Smágirni, og svo framvegis.
Samkvæmt stjórnunarferlinu þá hefur Viður hemil á Jörð sem þýðir að Lifrarorkan stjórnar Maga- og Miltaorku. Sama gildir um andlegu hlið mannsins. Ef manneskjan er of reið verður Viðarfrumaflið of sterkt og ofstjórnar þá Jörðinni; Maga, Milta og öllu því sem Jörðinni tengist. Það getur auðveldlega leitt til meltingartruflana, sjúkdóma í milta og maga og sjúkleika í vöðvum. Ef Viðurinn, eða einhver líkamspartur sem því Frumafli tengist er veikur þá getur Frumaflið hvorki nært næsta Frumafl og líffæri né stjórnað því Frumafli sem því ber að stjórna. Þannig myndast ójafnvægi í líkamanum sem getur orðið að sjúkdómum ef það nær að þróast.

 

Samsvörun Frumaflanna

Hér eru tengd mismunandi fyrirbæri og eiginleikar innan smáheima (t.d. ákveðin ferli innan náttúru og manns) og alheims við eitthvað af Frumöflunum. Kínverjar til forna sáu tengsl og munstur milli allra hluta, þ.á.m. milli mannsins og náttúrunnar, milli munsturs heilbrigðis og jafnvægis og sjúkdóma. Sum þessara tengsla eru augljós og algeng viðfangsefni meðferðaraðila, önnur geta virst langsótt oft á tíðum og erfið í niðurröðun. Tilfinningin er sú hin sama í báðum tilfellum, heimspekin á bak við þessar kenningar er djúp og fögur.

Samsvorun_frumaflana

Dæmi um samtengingar líffæra og Frumaflsfrumoflin_fimm3

Árstíð: Viðurinn er tákn fyrir vorið. Algengt er að Lifrarorkan truflist á vorin. Lifrarorkan fer út á við og upp og vorið er sú árstíð sem ber með s
ér uppvakningu á Yang orku.
Átt: Austanvindar geta gert Lifrarorkuna ofvirka, og höfuðverkur og pirringur og særindi í augum verða oft verri í þessari vindátt.
Litur: Húðlitur fólks með mikið Lifrarójafnvægi tekur oft á sig grænan blæ.
Bragð: Lítið af súru í mat styrkir Lifrina, en mikið súrt skemmir hana.
Loftslag: Vindur er greinilegur sjúkdómseinkennavaldur hjá öllum þeim sem þjást af Lifrarvandamálum, og oft veldur vindur höfuðverkjum og stífni í sinum og vöðvafestingum, eins og hálsríg.
Skynfæri: Lifrin veiti raka til og nærir augun.
Líkamsvefir: Lifrin veitir raka til og nærir sinar.
Tilfinningar: Reiði er tilfinning sem tengist Viði og Lifur. Ef Lifrarorkan rís upp getur sjúklingurinn átt það til að rjúka upp í reiðiköstum.
Hljóð: Öskur, samanber reiði.