Kennarar

Kennarar við skólann eru með mikla þekkingu og reynslu í kínverskri læknsfræði, nálastungum, grasalækningum og næringarfræði. 

Fastir kennarar eru eftirfarandi en það má einnig búast við gestakennurum fyrir einstök viðfangsefni.

Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir, Lic.ac. Dip.phyt.

Ég lærði vestrænar grasalækningar við School of Phytotherapy í Englandi í þrjú og hálft ár frá 1984 til 1987.

Ég starfaði við grasalækningar í tvö ár, nógu lengi til þess að sjá að vestræn læknisfræði var full af nöfnum og skilgreiningum á sjúkdómum en furðu fátæk af skýringum um uppruna á líkamlegu ójafnvægi.

Ég hóf nám í kínverskri læknisfræði og nálastungum árið 1990 við International College of Oriental Medicine í Englandi og nýtti mér þau fræði við grasalækningarnar strax við upphaf námsins. Ég byrjaði að stunda nálastungur þegar ég lauk námi mínu þar árið 1994.

Ég hef kennt kínverska læknisfræði samhliða vinnu minni á stofu síðan 1998, eitthvað sem byrjaði sem kynning á fræðunum hérlendis en sem hefur með árunum vaxið og dafnað.

Hrönn Guðjónsdóttir

Árið 2000 útskrifaðist ég frá Boulder Collage of Massage Therapy sem heilsu, meðgöngunuddari og ungbarnanudd kennari. Mér fannst komin tími til að bæta við mig þekkingu og árið 2013 útskrifaðist ég úr Skóla Hinna Fjögurra Árstíða. Ég hef kennt við skólann frá því árið 2016 og unnið við nálastungur og nudd frá útskrift. Árið 2022 lauk ég námi frá Háskólanum á Bifröst, Máttur kvenna, rekstur fyrirtækis.

https://www.nalarognudd.is

Árni Vignir Mathiesen Pálmason

Árni hefur síðustu þrjátíu ár lært ýmsar óhefðbundnar heilsumeðferðir. Þær helstu má nefna kínverska læknisfræði og nálastungur, ýmsar tegundir af heilun og höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð. Árni hefur verið skráður græðari hjá Bandalagi íslenskra græðara síðan 4. maí 2007.

Nám Árna í kínverskri læknisfræði og nálastungum er eitt ár í Bretlandi og þrjú ár í Skóla hinna fjögurra árstíða. Árni er Reiki meistari og hefur auk þess lært Kristalheilun, Theta heilun I og II, Angelic Reiki og Marconics I-IV. Höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð var lærð hjá Upledger á Íslandi og hefur Árni lokið CER-2 gráðu ásamt því að hafa þekkingu og reynslu af að vinna meðferðina í vatni.

Í dag er Árni meðferðaraðili og rekur stofuna Nálar og heilsa.

Sunna Baldvinsdóttir

Sunna útskrifaðist úr kínverskri læknisfræði í Skóla Hinna Fjögurra Árstíða árið 2016. Síðan þá hefur hún verið að bæta við sig þekkingu á fleiri sviðum náttúrulækninga, þ.a.m. í detoxfræðum, lithimnugreiningu, og næringarráðgjöf, en núna stundar hún nám í heildrænum grasalækningum við The Irish School of Herbal Medicine.