Milta (Pi)

Miltað hefur 6 megin hlutverk:

1. Stjórnar umbreytingu og flutningi

  • Miltað sér um umbreytingu á mat í matar-Qi og líkamsvökva
  • Miltað sér um flutning og dreifingu á matar-Qi um líkamann

2. Stjórnar Blóðinu

  • Miltað sér um fyrsta stig blóðframleiðslu
  • Miltað heldur Blóðinu inni í æðunum

3. Stjórnar vöðvum og útlimum

  • Miltað sér um fyrstu stig framleiðslu Blóðs og Qi í líkamanum og hefur þannig áhrif á styrk vöðva og útlima

4. Stjórnar upplyftingu Qi

  • Miltað sér um að Qi sé upprétt í líkamanum

5. Opnast upp í munn og sýnir sig í vörunum

  • Miltað hjálpar okkur að finna bragð og tryggir það að við tyggjum matinn okkar, sem undirbýr matinn fyrir umbreytingu og flutning Miltans á næringunni
  • Stjórnar munnvatni sem hjálpar til við meltingu

6. Hýsir Yi

  • Yi er séður sem eiginleiki mannsins til að geta hugsað, lært, munað og einbeitt sér

 

Miltað er eins og móðirin, hún er umhyggjusöm, nærir hin líffærin og heldur öllum á sínum stað, einnig kvartar hún mikið ef eitthvað er í ólagi.

Kínverjar telja Miltað vera mikilvægasta líffærið fyrir meltinguna. Það er oft kallað „Eftir-Himinn Kjarni“ þar sem Miltað er uppruni Blóðs og Orku í líkamanum og dreifir hvoru tveggja til alls líkamans, og einnig til „Fyrir-Himin Kjarnans“ sem tilheyrir Nýrunum. Miltað umbreytir mat í Qi og Blóð með því að draga hreina næringar-kjarnann úr fæðu og vökva og senda hann upp til Lungnanna þar sem honum er umbreytt í Qi og Blóð.

Það er nokkuð merkilegt að aldrei er minnst á Bris í kínverskri læknisfræði, en margir kíknverskir læknar og nútíma bækur tala um að hlutverk Brisins sér í raun innifalið í hlutverki Miltans, eins og kínverska læknisfræðin sér það. Maginn og Miltað eru síðan, samkvæmt kínversku fræðunum, nánast samofin í hlutverkum sínum. Þau mynda saman, í miðju líkamans, öxul milli yin og yang, efri og neðri hluta, þess sem rís upp og þess sem fer niður og þess sem þú ert og þess sem þú ert ekki (fæðan sem kemur í magan er ekki þú, en eftir að hún er brotin niður í orku og blóð er hún orðin hluti af þér).

 

Líkamleg einkenni

Ef umbreyting og flutningur Miltans er í góðu jafnvægi, verður Qi og Blóð framleiðslan nóg og meltingin góð. Ef umbreyting og flutningur er hins vegar í ólagi getur fólk upplifað meltingarvandamál, síþreytu og blóðskorts einkenni.
Eitt helsta einkenni Milta skorts er síþreyta, þetta er vegna þess að Miltað er í raun fyrsta skrefið í Qi framleiðslu. Miltað sendir matar-Qi upp til Lungnanna þar sem það blandast við Qi sem við fáum úr loftinu, saman mynda þau „Zong-Qi“ sem er næsta skref orkuframleiðslunnar osfrv. Miltað gegnir einu mikilvægasta hlutverki meltingarinnar, og því fer meltingin úr jafnvægi um leið og Miltað fer úr jafnvægi. Meltingarvandamál tengd Miltanu er t.d. uppþemba, meltingaverkir, niðurgangur og lystarleysi.

Miltað stjórnar vöðvum og útlimum. Það sendir næringar-kjarna til allra vöðva líkamans og þá sérstaklega til hreyfivöðvanna. Ef Milta Qi er veikt og nær ekki að flytja næringar-kjarnann um líkamann verða útlimir veikburða og kaldir. Í alvalegum tilfellum byrja vöðvarnir að rýrna.

Miltað sér um uppliftingu Qi. Það flytur hreina orku og hreinan næringar-kjarna upp til Lungnanna. Ef Miltað nær ekki að lyfta Qi geta komið upp einkenni á borð við: krónískan niðurgang, gyllinæð, legsig, líffærasig, mæði eða fælni við til að tala vegna þreytu.

Miltað heldur Blóðinu inni í æðunum. Ef það er veikburða nær það ekki að halda Blóðinu á sínum stað og þá getur fólk t.d. upplifað depilblæðingar á húð, blóð í hægðum og þvagi og konur geta fengið asatíðir. Varirnar tengjast einnig Milta Blóði. Þær sýna ástand Miltans, eða Milta Blóðs. Ef varirnar eru rakar og bleikar og líta heilbrigðar út, þá er Miltað heilbrigt og stendur sig í flutningi Qi og Blóðs.

Miltanu líkar við þurrk en mislíkar raki. Ef Miltað er í ólagi og umbreytir ekki fæðu og vökva nægilega vel, þá safnast vökvinn upp í líkamanum og myndar Raka. Rakinn hindrar svo Miltað enn frekar í sínu hlutverki svo þarna myndast hringrás ójafnvægis. Í svona ástandi geta eftirfarandi sjúkdómseinkenni sýnt sig: þyngslatilfinning í höfði og líkama, vökvakenndar hægðir, ógleði og hvít, slímug skán á tungu.

 

Tilfinningaleg einkenni

Tilfinningin sem tengist Miltanu er ofhugsun, en langrækni og þráhyggjukenndar hugsanir falla einnig undir hugtakið. Það má segja að ofhugsun sé neikvæð andstæða góðrar einbeitingar. Milta Qi skortur getur leitt til ofhugsunar og eins getur ofhugsun skaðað Miltað með því að stífla Qi í mið-hitara (á maga/kvið svæði) sem getur m.a. leitt til lélegrar meltingar og niðurgangs. Margir fá t.d. niðurgang fyrir próf eða flug, en báðum aðstæðum fyglja oft ofhugsanir og lítill svefn.

Andinn - Yi

Andlegi hluti Miltans kallast Yi og hann dvelur í Nærignar-Qi (Ying-Qi). Margir telja hann reyndar ekki vera einn af öndunum. Yi er af huglægum toga, hann er geta okkar til að hugsa, læra, muna og halda einbeitingu. Hann er stundum kallaður „meðvitund möguleikanna“. Þessi hluti Miltans vegur og metur valmöguleika manneskjunnar, veltir hlutunum fyrir sér og kemst að loka niðurstöðu. Þessi „virkni“ tengist Milta Qi. Ef Miltað er heilbrigt, hugsar manneskjan skýrt, hún getur tekið ákvarðanir og hefur innsýn til að styðja við þarfir annara og aðstæðna. Manneskjan tekur fullan þátt í lífinu og heiminum og það af mikilli ákefð. Ef Miltað er í  ójafnvægi getur manneskjan hinsvegar haft óþarfa áhyggjur, átt erfitt með að taka ákvarðanir, verið rugluð í rýminu og með óskýra hugsun. Hún getur verið einum of hjálpsöm eða henni getur leiðst og skort áhuga. Of mikil akademísk vinna eða of mikill lærdómur og hugsun getur svo aftur á móti skaðað Yi og Miltað.