Yang líffærin

Yang Líffærin sjá um að taka við, brjóta niður, og taka upp þann hluta fæðunnar sem umbreytist í lífsorku og þau flytja og skilja út þann part sem ekki er nýttur og eins og Yin Líffærin þá hafa Yang Líffærin áhrif bæði á líkama og hugarfar.
Maginn er mikilvægastur Yang Líffæranna, og með Miltanu er hann kallaður brunnur Eftir Himins Qi, vegna þess að í Maganum er upprunnið allt Qi og Blóð sem myndast eftir fæðingu.
Hann stjórnar "rotnun og fullverkun" matar, þ.e. umbreytir þeim mat og drykk sem kemur í líkamann með ferli sem er lýst sem rotnun og fullverkun. Þessi starfsemi Magans er undibúningur fyrir þá starfsemi sem Miltað hefur í að aðskylja og draga út hinn hreina kraft úr matnum.
Hann stjórnar flutningi á Matar-Kjarna til alls líkamans og þá sérstaklega til útlimanna.
Hann stjórnar niðurflæði á Qi, þ.e. Maginn sendir umbreyttan mat niður til Smágirna þar sem fæðan er síuð enn frekar.
Hann er brunnur líkamsvökva og er starfsemi hans þessvegna mjög tengd starfsemi nýrnanna.
Sálræn hlið Magans er tengsl Magans við Heilann. Ef Maginn verður of sterkur rís orka hans til Heilans þar sem hún getur valdið hugsanarugling, óstjórnlegri talþörf, ofvirkni og jafnvel brjálæði.
Smágirni taka á móti mat og drykk eftir meltingu Maga og Milta og umbreyta fæðunni frekar, í hreinan og óhreinan kraft.
Smágirni stjórna viðtöku og umbreytingum með því að taka við mat frá Maga og Milta og aðskylja frekar hinn hreina og hinn óhreina hluta fæðu-orkunnar.
Smágirni aðskylja vökva á sama hátt og með fæðuna, þ.e. Smágirni skilja að vökva sem nýtist líkamanum og vökva sem þarf að síast frá.
Andlega séð hafa Smágirni áhrif á andlegan skírleika og dómgreind. Smágirni hafa einnig áhrif á getu okkar til að taka ákvarðanir, en á ólíkan hátt en Gallblaðran. Gallblaðran hefur áhrif á getu okkar og hugrekki til að taka ákvarðanir, en Smágirnin gefa okkur skarpskyggni, sem er sá eiginleiki sem gerir okkur kleift að skilja á milli mála með skerpu, áður en við tökum ákvarðanir.
Ristillinn hefur það hlutverk að taka við mat og drykk frá Smágirni, og eftir að hann tekur upp frekari næringarefni úr matnum, skilar hann restinni frá líkamanum með hægðum.
Gallblaðran er í sérstöðu meðal Yang Líffæranna vegna þess að hún er eina Líffærið sem hefur ekki beint með meltingu eða úrgang að gera, heldur geymir hún gall, sem er hreynsaður og tær vökvi. Gallblaðra tengist ekki útvortis heldur, eins og öll hin Yang Líffærin gera, né tekur hún á móti mat eða flytur næringarefni. Gallblaðra líkist Yin Líffæri vegna þess að hún geymir.

Gallblaðra geymir gall uns þörf er á gallinu við meltingu og skilar því síðan frá sér.
Gallblaðra stjórnar dómgreind og er líka sögð gefa einstaklingnum hugrekki og framtakssemi, sem er ástæðan fyrir því að talað er um "litla Gallblaðru" hjá fólki sem er feimið eða hrætt, og "stóra Gallblaðru" hjá fólki sem er hugrakkt. Gallblaðra stjórnar einnig því drifi og hugrekki sem við þurfum til að geta tekið ákvarðanir og breytt til. Og Gallblaðra gefur okkur þann kraft sem nauðsynlegur er til að virkja þetta drif og lífskraft á jákvæðan og ákveðinn hátt.
Gallblaðra stjórnar sinum með því að gefa sinunum Qi sem hjálpar við hreyfingu og fimleika þeirra.
Andlega séð hefur Gallblaðra með ákvarðanatöku að gera. The Simple Questions segir „Gallblaðra er yfirmaðurinn sem tekur ákvarðanir“.
Þvagblaðra geymir og skilar frá sér þvagi og hjálpar einnig við umbreytingu vökva, sem nauðsynlegir eru í framleiðslu á þvagi.

Andlega séð, getur ójafnvægi í Þvagblöðru valdið neikvæðum hugsunarhætti, svo sem öfundsýki, grunsemd og langrækni.

Þrískipti brennarinn

Þrískipti brennarinn er það Líffæri sem erfiðast er að henda reiður á enda hefur hlutverk hans verið deiluefni meðal kínverskra heimspekinga um aldir. Sumir segja að Þrískipti brennarinn hafi form, aðrir að þetta líffærakerfi hafi aðeins hlutverk. Helstu hugmyndirnar um Þrískipta brennarann eru að hann sé eitt af sex Yang Líffærunum, sem gefur til kynna að Líffærið hafi form; að hann sé farvegur fyrir Yuan Qi, sem bendir til að Líffærið sé flutningaleið, þ.e. orka sem dreifir Yuan Qi um líkamann; að Þrískipti brennarinn sé líkamsstarfsemin, skipt upp í þrjú svæði: Frá þind og upp úr er Efri-brennari, milli þindar og nafla er Mið-brennari og frá nafla og niður er Neðri-brennari.
Hlutverk Þrískipta brennarans er í raun samantekt á starfsemi allra Yang Líffæranna, auk Lungna og Milta, í starfi þeirra við að taka á móti, melta, umbreyta, taka upp aftur, næra og losa út.

YangOrgansTafla