Líffærin – líffærakerfin

 

Í kínverskum lækningum er ætíð fjallað um líffærin út frá starfsemi þeirra og í tengslum við grunnþætti líkamsstarfseminnar sem og önnur líffæri og aðra líkamshluta. Reyndar er það svo að aðeins er hægt að skilgreina líffæri út frá þessum tengslum. Líffærin eru knippi móta sem skarast og enduróma athafnir manna. Kínversk læknishefð telur þennan tengslavef mikilvægastan við að skynja klínísk mynstur.

Fræðin um líffærin eru grunnurinn að Kínverskri læknisfræði að því leyti að líffærin eru talin þau öfl sem samþætta líkama, huga og sál mannsins með tilfinningunum; líffærin hafa áhrif á hvernig við skynjum umhverfi okkar og aðra og hvernig áhrif utanaðkomandi öfl hafa á okkur.

Í Kínverskri læknisfræði er hvert líffæri margbrotin, heildræn og starfandi umgjörð utan um líffærafræði hvers líffæris sem og samsvörun þess til tilfinninga okkar, líkamsvefja, skynjunar, hugsanaferlis, litar, árstíðar og veðurfars, og meira.

Samkvæmt Kínverskri læknisfræði eru líffærin átján talsins. Þau eru flokkuð sem Yin líffæri, Yang líffæri og auka líffæri, eða Hin sérstöku líffæri.
Yin líffærin eru talin dýpri líffæri og geymslustaðir fyrir lífvessa ýmiskonar; Orku, eða Qi, Blóðs, Líkamsvökva og annara lífvessa og á Yang líffærin er litið sem hol rými sem lífvessar ferðast í gegn um en staldra aldrei lengi við í.

Hin sex sértöku líffæri eru talin til Yang líffæra en þau hafa sértöðu að því leyti að þau starfa eins og Yin líffærin, þ.e. þau geyma lífvessa en eru hol eins og Yang líffærin.

Yin líffærin eru sex; Hjarta, Hjartaverndari (eða Gollurhús), Milta, Lungu, Nýru og Lifur.

Yang líffærin, sem eru einnig sex eru; Þrír hitarar, Smágirni, Magi, Ristill, eða Digurgirni, Þvagblaðra og Gallblaðra.

Auka líffærin, eða hin sex sérstöku líffæri eru; Gallblaðra, vegna þess að hún geymir gallið, Beinmergur, Leg, Bein, Æðar og Heili.

Hverju Yin og Yang líffæri tengjast orkubrautirnar (meridians) sem liggja eins og vafningur um líkamann og sem bæði tengja líffærin saman, næra þau af orku og blóði og gegna því mikilvæga hlutverki að gefa aðgengi að þeim, til dæmis með jurtum og nálastungutækni.

Hin fimm sértöku líffæri eru háð aðallíffærunum hvað varðar orku og aðgengi. Engin þeirra eiga sínar orkubrautir.

Hvert af Yin og Yang líffærunum hefur sinn tíma dagsins þegar það er sterkast. Það er sá tími sem orkan ferðast um orkubrautirnar og til líffæranna. Tólf tímum eftir þann tíma sem líffærið er sterkast er það veikast.
Það er oft hægt að merkja veikleika í líffæri eftir því hvernig manneskjunni líður á hverjum tíma dags og nóttu. Eftirfarandi er tafla yfir líkamsklukkuna:

23.00 – 01.00 Gallblaðra
01.00 – 03.00 Lifur
03.00 – 05.00 Lungu
05.00 – 07.00 Ristill
07.00 – 09.00 Magi
09.00 – 11.00 Milta
11.00 – 13.00 Hjarta
13.00 – 15.00 Smágirni
15.00 – 17.00 Þvagblaðra
17.00 – 19.00 Nýru
19.00 – 21.00 Hjartaverndari, eða Gollurhús
21.00 – 23.00 Þrír Hitarar