Stofa hinna fjögurra árstíða, nálastungur og grasalækningar

Ég hef starfrækt Stofu hinna fjögurra árstíða síðan árið 1990, þar sem ég hef boðið upp á grasalækningar og síðar nálastungur. Nú er stofan staðsett í Bolholti 4, 3ðu hæð til hægri.

Auk þess að taka á móti fólki í meðferðir eru haldin ýmis námskeið í tengslum við stofuna og af og til er starfræktur skóli í kínverskri læknisfræði, nálastungum og grasalækningum. Í tengslum við skólann verður boðið upp á nálastungur og grasalækningameðferðir gegn vægu gjaldi. Verður það auglýst síðar þegar nýtt skólaár hefst í Ágúst 2018.