Fyrirvari

Í þessum fyrirvara er farið yfir hvernig nalastungur.is vinnur upplýsingar um þá sem nota vefsvæðið.

Ef við biðjum þig um upplýsingar sem hægt er að rekja beint til þín þegar þú notar þetta vefsvæði þá munu þær upplýsingar aðeins vera notaðar í samræmi við þennan fyrirvara. nalastungur.is áskilur sér rétt til þess að breyta þessum fyrirvara með því að uppfæra þessa vefsíðu.

Upplýsingar sem við öflum

Upplýsingar sem við þörfnumst til þess að geta veitt þér þjónustu er meðal annars nafn og netfang þegar þú sendir okkur fyrirspurnir frá vefsvæðinu. Þetta gerum við til þess að hafa samband í kjölfar fyrirspurnarinnar enda hefur þú gefið okkur samþykki til þess þegar þú sendir okkur upplýsingarnar. Við notum þessar upplýsingar ekki til þess að senda þér markpóst.

Við seljum ekki eða afhendum upplýsingarnar þínar til þriðja aðila nema með þínu leyfi eða ef þess er þörf á grundvelli lagaskyldu.

Við leggjum áherslu á að gæta friðhelgi einkalífs þíns og þeirra einstaklinga sem við vinnum upplýsingar um.

Óskir þú eftir að fá aðgang eða afrit að upplýsingunum sem við eigum um þig eða telur að upplýsingarnar sem við eigum um þig séu rangar eða vantar uppá þær þá er þér bent á að senda tölvupóst á alindajoh (@) gmail.com.


Vefkökur

Við notum vefkökur til þess að greina notkun á vefnum. Vefkökur (e. cookies) eru litlar textaskrár, sem eru vistaðar á tölvu, eða í öðru snjalltæki þegar farið er inn á vefsíðuna í fyrsta sinn.

Nauðsynlegar vefkökur

Vefkökur í þessum flokki verða að vera til staðar svo hægt sé að nota vefsíðuna eins og til er ætlast. Þessar vefkökur eru notaðar til þess að vista ákvörðun um val á notkun vefkaka á vefsíðunni.

Vefkökur frá þriðja aðila

Við notum þjónustur þriðja aðila til þess að greina notkun á vefnum okkar. Þú hefur val um að samþykkja eða hafna notkun vefkaka frá þriðja aðila á síðunni. Þú getur alltaf samþykkt eða dregið til baka samþykkið með vefkökustillingunum sem eru staðsettar í neðra hægra horni vefsvæðisins.