Dao

daoDaoið er krafturinn bak við alla sköpun, bæði himins og jarðar. Orðið Dao þýðir leiðin eða vegurinn en má einnig túlkast sem Guð.


Því Dao sem hægt er að lýsa er ekki hið eilífa Dao.
Nafnið sem má nefna er ekki hið eilífa nafn.
Hið nafnlausa er upphaf himins og jarðar.
Hið nefnda er móðir hinna tíu þúsund vera.
Eilíft án löngunar getur maður séð hið dularfulla.
Eilíft með langanir getur maður séð opinberunina.
Þetta tvennt á sér sama uppruna en ólík nöfn;
þetta virðist vera myrkrað.

Myrkur innan myrkurs.
Inngangurinn að öllum leyndardóm.

Lao Tzu, Dao Te Ching, fyrsta vers
Dao liggur yfir Himni, það styður við Jörð. Það teygir sig í áttirnar fjórar (Hinar 4 árstíðir) og það skiptir Hinum 8 pólum (8 samlínur). Það rís og ekkert takmarkar það, það sekkur og ekkert getur séð það fyrir. Það umvefur og skilur að Himinn og Jörð. Það er hið ósýnilega efni. Það vellur upp úr kjarnanum, hellist út; það flýtur út og allt fyllist af því. Það veður og rúllar í öldum og úr móðu breytist það í tært loft á augabragði. Það nær á milli Himins og Jarðar og það snertir Hin fjögur höf. Það breiðist út án takmarka, það veit hvorki af morgni né kveldi. Útbreytt umvefur það Himinn og Jörð, saman vöðlað helst það í lófa einnar handar. Það er eins strekkt og það er laust, eins ósýnilegt og það er bjart, eins veikt og það er sterkt, eins mjúkt og það er hart. Það stjórnar Hinum fjórum áttum og munnur þess geymir Yin og Yang. Það heldur á alheiminum og gefur Hinum þremur ljósum birtu. Það er stórkostlegt með hinum óendanlega lífleika sínum og það sker í gegn með mjúkleika sínum. Það er hæð fjallanna, dýpt dalanna, flug fuglanna, slóð dýranna, ljós sólar og tungls, ferli stjarna og pláneta, leikur einhyrningsins og sláttur vængja fínixins.