Viður

mu

 

Eiginleikar Viðar eru vindur og vöxtur. Viðurinn er kraftmesta Frumaflið en það geymir þann kraft sem keyrir plöntuna í gegn um harða skel fræsins, og síðan upp í gegn um jörðina.

Líffærin sem tilheyra Viðnum eru Lifur og Gallblaðra. Lifrin hefur mikilvægu hlutverki að gegna í sambandi við heilbrigði Blóðs. Hún nærir og endurnýjar Blóðið og heldur því hreinu og kraftmiklu. Gallblaðran geymir þann kraft sem gallið er.

Tími líffæra Viðar er 23-01 fyrir Gallblöðru og 01-03 fyrir Lifur.
Tilfinning sú sem tengist Viðnum er reiði.

Andlega hlið Viðar er Hun sem eru yfir-jarðnesku hliðar sálu okkar. Það er í gegn um Hun sem Shen (andlega hlið Eldsins) nær að tjá sig og það er með Hun sem við mundum ímyndunarafl okkar ásamt því sem við náum að meta og skipuleggja líf okkar. Hun er sá eiginleiki sem er talinn hafa mest áhrif á lífssýn okkar og markmið í lífinu.

Viðurinn er sterkastur á vorin og veikastur á haustin.