Jörð

Tu
Eiginleikar Jarðar eru Raki og Umbreyting.
Líffærin sem tilheyra jörðinni eru Milta, bris og Magi.
Tími þessara líffæra er 07-09 fyrir Maga, 09-11 fyrir Milta og bris.
Tilfinning Jarðar er hugsun og einbeiting.

Andleg hlið Jarðarinnar er Yi, sem er sá eiginleiki sem gerir okkur kleift að einbeita okkur, læra og muna. Ef ójanfvægi er á Jörðinni getur Yi leitt út í erfiðar hugsanir og þráhyggju.

Árstími Jarðar er sá tími sem fellur á milli árstíðanna, þ.e. tíminn þar sem ein árstíð breytist í aðra.

Jörðin er mjög mikilvægt frumafl í manninum vegna stöðu hennar. Jörðin virkar sem öxull fyrir öll hin Frumöflin og sér í raun um að öll líffærin starfi vel. Líffæri jarðarinnar, Milta, Magi og bris sjá um að orkan sem vinnst úr mat og drykk sé hrein og tær og nýtanleg fyrir líkamann.

Bragð Jarðarinnar er sætt og sætur matur og sætar jurtir eru því styrkjandi fyrir þau líffæri sem tilheyra þessu Frumafli. Sætur matur í hófi styrkir Jörðina á meðan sætur matur og drykkur í óhófi spilla Jörðinni.

Miltað stjórnar þeirri líkamsorku sem heldur okkur uppréttum og sem heldur öllum okkar líffærum, vefjum og vessum á sínum stað í líkamanum. Það heldur blóðinu í æðunum og heldur okkur árvökulum og starfandi.
Miltað á oft stóran þátt í veikindum eins og síþreytu, þunglyndi og leiða. Einnig eru sjúkdómar sem einkennast af líffærasigi eða óeðlilegum blæðingum oft tengdir veikri Miltaorku. Vegna þess hversu mikil áhrif fæðan hefur á Miltað má komast langt við að lækna Milta- og Maga-ójafnvægi með mataræðinu einu saman.