Málmur

Jin

Eiginleikar Málmsins eru þurrkur og herpandi hreyfing.
Líffærin sem tilheyra Málminum eru Lungu og Ristill.
Tími þessara líffæra er 03 - 05 fyrir Lungun og 05 - 07 fyrir Ristilinn.
Tilfinning Málms er sorg sem brýst fram í gráti.

Andlegur eiginleiki Málmsins er Po, sem er hinn jarðneski hluti sálu okkar, dómgreind, ágirnd, efnishyggja og öfund þar á meðal. Po virkjar okkur og gerir okkur kleift að skynja hlutina á líkamlegan hátt. Po er einnig talinn vera sá eiginleiki sálarinnar sem ver landamæri okkar, þ.e. sem hjálpar okkur að halda okkur aðgreindum frá öðrum og vandamálum þeirra.

Málmurinn er sterkastur á haustin og veikastur á vorin.

Lungun stjórna húðinni og sjá um að verja líkamann gegn utanaðkomandi áhrifum veðra, vinda og örvera ásamt því að verja okkur fyrir umhverfinu í heild sinni, þ.e. þau hjálpa okkur við að setja landamæri okkar, tilfinningaleg og efnisleg.

Þó svo að tilfinning Málms sé sorg er Málmurinn einnig það frumafl sem heldur utan um lög og reglu. Sagt er að sterk Lungu séu grunnurinn að góðri dómgreind. Ef Lungnaorkan er veik er manneskjan gjörn á að fá allskyns utanaðkomandi sjúkdóma, hún svitnar gjarnan á daginn við minnsta álag (lekur) og getur átt það til að vera mjög grátgjörn. Einnig er manneskja með veika Lungnaorku mjög næm fyrir öllum utanaðkomandi áhrifum, jafnt bakteríum og vírusum sem og tilfinningum annarra og óréttlæti heimsins.