Lifrin hefur 6 meginhlutverk:
1. Geymir Blóðið og endurnýjar það
- Lifrin heldur reglu á nauðsynlegu magni Blóðs í líkamanum miðað við líkamlega hreyfingu og hvíld.
- Lifrar Blóð nærir sinar, liðbönd, brjósk, augu og neglur og gefur þeim raka.
- Heldur reglu á tíðarblæðingum.
- Lifrar Blóð mýkir Lifrar Qi og sér til þess að breytilegur styrkur orkunnar sé í jafnvægi.
2. Sér um rétt flæði Qi um líkamann
- Lifrar Qi hefur áhrif á tilfinningaástand mannsins.
- Lifrar Qi hefur áhrif á meltingu.
- Lifrar Qi hefur áhrif á gallframleiðslu og losun galls til meltingar.
3. Stjórnar sinum
- Lifrar Blóð og Lifrar Qi hefur áhrif á sinar.
- Stirðleiki kemur til þegar Lifrar Blóð nærir ekki sinarnar.
4. Sýnir sig í nöglunum
- Neglurnar eru séðar sem „afurð“ sina.
- Ef Lifrar Blóð nærir ekki neglurnar verða þær þurrar og brothættar.
5. Opnast upp í augun
- Lifrin stjórnar sjóninni.
- Lifrar Blóð nærir augun og gefur þeim raka.
6. Hýsir Hun
- Hun er séður sem Yang hluti sálu okkar, sá hluti sem „flýtur“ upp við dauða mannsins.
- Hun aðstoðar manninn við að plana líf sitt.
- Hun er Innblástur, sköpun, dagdraumar, tilfinning fyrir stefnu í lífinu.
Lifrin sér um að Orka og Blóð komist óhindrað um líkamann. Hún er „herforingi“ lífæranna. Hún er ákveðin, stundvísleg og skipulögð. Hún veit hvert hún stefnir en á sama tíma er hún hreyfanleg og sveigjanleg. Hún „skipuleggur“ og drífur Orku líkamans áfram og sér til þess að hún fari sína réttu leið. Lifrin geymir einnig Blóð, þegar við erum á hreifingu fer Blóðið til orkubrautanna og þegar við hvílumst fer Blóðið aftur til Lifrarinnar, þar og þá endurheimtar líkaminn orku. Lifrar Blóð nærir sinar, neglur og augun, sem eru allt undir stjórn Lifrarinnar.
Líkamleg einkenni
Ef Orkan stíflast á leiðinni um líkamann hefur það hindrandi afleiðingar á hlutverk Lifrarinnar og á líffærið sjálft. Eins ef að Lifrin sjálf fer úr jafnvægi, hefur það bein áhrif á flæði Qi og Blóðs um líkamann og getur leitt til stíflu á hvoru tveggja. Qi- og Blóðstíflur geta m.a. leitt til verkja eða uppþembu undir rifbeinum eða á neðra magasvæði, vindverkja, brjóstaspennu eða bólgna og verkja í kynfærum og legi, Lifrar Qi stífla getur einnig verið ein af orsökum ófrjósemi.
Rétt flæði Qi er ekki síður mikilvægt fyrir meltinguna. Milta Qi þarf á réttu flæði Lifrar Qi að halda til þess að sinna sínum störfum. Ef Lifrar Qi er í óreglu getur það ráðist á Miltað og komið því úr jafnvægi, þetta getur valdið meltingarvandamálum á borð við magaverki, ropa, garnagaul eða niðurgang.
Lifrar Blóð nærir Sinar. Í kínverskri læknisfræði falla liðbönd, brjósk og í sumum tilfellum vöðvar, undir hugtakið „sinar“. Lifrin sér til þess að hreyfing allra sina í líkamanum sé góð og óhömluð. Ef Lifrar Blóð nær ekki að næra sinarnar geta komið fram einkenni á borð við spasma, stífni, doða útlima og erfiðleika við að teygja sig og beygja.
Lifrar Blóð nærir einnig neglur. Lifrar Blóðskortur getur þannig valdið þunnum, brothættum og fölum nöglum. Þegar nóg er af Lifrar Blóði eru neglur hins vegar bleikar og með nægan raka.
Öll Yin og Yang líffærin gefa hreinasta part orku sinnar til augnanna. Lifrin er hinsvegar með sérstakt samband við hlutverk augnanna. Lifrar Blóð nærir augun og þess vegna eru margir augnsjúkdómar og sjónvandamál talin vera tengd Lifrinni.
Tilfinningaleg einkenni
Tilfinningin sem tengist Lifrinni beint er reiði og/eða pirringur.
Tilfinningar mannsins stóla einnig á rétt flæði orkunnar, ef orkan stíflast geta tilfinningarnar auðveldlega farið úr jafnvægi. Tilfinninga „stíflur“ koma þá helst fram sem pirringur og „stuttur þráður“. Að sama skapi geta miklar tilfinningar og stress haft stíflandi áhrif á orkuflæðið og þar með Lifrina. Reiði getur t.d. valdið Lifrar Qi stíflu og þá sérstaklega þegar reiðin er bæld niður. Reiði sem er tjáð veldur því hins vegar að Lifrar Qi rís um of, og jafnvel Lifrar-Eldi.
Ofgnótt af Lifrar Blóði getur einnig leitt til reiði en skortur á Lifrar Blóði getur hinsvegar leitt til tómleikatilfinningar og kvíða.
Andinn - Hun
Andi Lifrarinnar kallast Hun. Hun ber ábyrgð á góðvild mannkyns og er þar með næm fyrir landamærunum á milli sjálfs síns og annara. Þegar Hun er í ójafnvægi getur manneskjan verið reið, þrjósk og fljót að æsa sig. Ef Hun er ekki nógu ákveðin, getur það leitt til lítils sjálfstrausts og lítillar sjálfsvirðingar.
Hun hvílir í Lifrar Blóði og Lifrar Yin þar sem hún á að vera „akkeruð“. Ef skortur er á Lifrar Blóði fer Hun á flakk á nóttunni og manneskjunni dreymir mikið.
Hun og Lifrar Blóð hafa einnig með næmni fyrir sársauka að gera, hæfileikan til að halda ró sinni á meðan maður upplifir sársauka, í stað þess að stífna upp. Blóð gerir sársauka bærilegri. Án þessa eignleika getur manneskjan orðið dofin og ómeðvituð um líkamlega og andlega sárskauka sína og annara.
Hun hjálpar manninum að plana líf sitt. Hun býr yfir lífs draumum okkar, lífssýn, markmiðum, verkefnum, innblæstri, sköpunargleði og hugmyndum. Ef Lifrar Blóð er lítið, er Hun ekki hýst nægilega vel og getur ekki mótað sér stefnu í lífinu.
Tengsl milli andanna Hun og Shen (andi Hjartans) eru mjög mikilvæg. Hun kemur með innblástur, hugmyndir og alskyns lífsplön og Shen vinnur úr þessum upplýsingum. Ef Shen vinnur ekki úr þessum upplýsingum safnast of mikið af hugmyndum og plönum upp og manneskjan á í hættu á að verða manísk. Ef Hun kemur hins vegar ekki með nægilega mikið af hugmyndum og plönum þá mun hugurinn (þar sem Shen býr) þjást af þunglyndi.