Kínversk sjúkdómsgreining

Þegar fólk leitar til sérfræðings í Kínverskum lækningum er það helst þrennt sem hann byggir sjúkdómsgreininguna á; þ.e. viðtali, skoðun og hlustun.

Viðtal:

  • í viðtalinu er skráð sjúkrasaga sem dregur upp mynd af ójafnvægi sjúklingsins.

Skoðun:

  • almenn skoðun, þar með talin skoðun á líkamstjáningu og svipbrigðum, á litarhafti og áferð húðarinnar
  • skoðun á tungu; lögun hennar, lit og önnur einkenni á tungu, þ.m.t. skán á tungunni
  • líkamslykt veitt eftirtekt (þ.e. hvort óeðlileg eða óvenjuleg lykt sé af líkama viðkomandi)

Hlustun:

  • á talsmátann, þ.m.t. hvernig manneskjan bregst við spurningum, hversu hratt eða hægt hún talar og hvernig röddin hljómar
  • á öndun
  • á hljóð sjúkdóma, eins og hósta, hljóð frá innyflum o.s.frv
  • á púlsana