Tungugreining

Greining á tungu er ein leið til sjúkdómsgreiningar, viðbót við aðrar tegundir greiningar.

Á myndinni hér fyrir neðan má sjá svæðin á tungunni sem tilheyra líffærum eða líffærakerfum en þar fyrir utan er
margt annað sem greina má á tungunni.

Heilbrigð tunga er með örþunna skán sem nefnd er "reykur Magans".
Ef skánin er of þykk er um Raka að ræða og ef skánina vantar þá skortir manneskjuna Yin orku.
Skánin á tungunni getur verið hvít eða gulleit sem segir að manneskjan þjáist af Hita- eða Kuldamynstri.
Hún getur verið blettótt eða þétt sem hvorttveggja gefur vísbendingu um styrk ójafnvægisins.

Heilbrigð manneskja setur tunguna út og tungan er kyrr og bein. Ef svo er ekki, ef til dæmis tungan tifar er fyrir Vindur og ef hún beygist til hliðar er um sterkan Vind að ræða.

Ef tungan er með upphleyptar bólur er Hiti í líkamanum og með myndina hér fyrir neðan til hliðsjónar má finna út hvar Hitinn er staðsettur í líkamanum.

tungugreining