Matartegundir

 A Á B D E F G H Í J K L M N O Ó P R S T V Y Þ Æ Ö

A

ABALONE
Eðli, bragð: Hlutlaust, sætt, salt.
Áhrif: Styrkir Yin, dregur úr innvortis hita, eykur frjósemi karla, skerpir sjón.
Ábending: Hitatilfinning í beinum, hósti, óreglulegar eða óvenjulegar blæðingar úr leggöngum auk útferðar, erfið þvaglát, gláka, augnslímhúðarbólga, minnkuð kynhvöt karla.

ADUKIBAUNIR
Eðli, bragð: Hlutlaust, sætt, súrt.
Áhrif: Styrkja milta, gagnast við sykursýki, vinna á móti eitrun, draga úr Raka, gagnast nýrum.
Ábending: Banvænn hiti, hettusótt, sykursýki, útferð, ákafur þorsti, hungur, vökvakenndar hægðir, bjúgur, Raki, einkum í neðri hluta líkamans, dýrabit (sem forvarnir við eitrunaráhrifum.)
Framreiðsla:
Þegar baunirnar hafa legið í bleyti, sjóðið þær þá í tvo tíma, drekkið vökvann þrisvar á dag við öllum ábendingum.
Stappaðar spíraðar baunir með eða án fífils bornar á húð við hettusótt.
Ósoðnar baunir malaðar í duft, einni tsk. blandað í volgt vatn, drukkið einu sinni á dag í fjóra til fimm daga við dýrabiti.

ALFA-ALFA sjá Refasmári

ANANAS
Eðli, bragð: Hlutlaust, sætt, súrt.
Áhrif: Beinir orku upp á við, nærir Blóð og Kí, styrkir Yin og milta, hjálpar meltingu, stöðvar niðurgang, dreifir úr Sumar-Hita.
Ábending: Hitaslag, pirringur, þorsti, meltingartruflanir, kviðbólga, niðurgangur, nýrnabólga, lungnakvef, bjúgur.
Það sem mælir á móti: Raki. Ananas er örlítið eitraður, en það er hægt að vinna á móti því með því að þvo hann í söltu vatni.
Framreiðsla:
Ferskur safi við hitaslagi og pirringi.
Te eða áhelling við öðrum ábendingum.

ANDAREGG
Áhrif: Eykur Yin-orku, lækkar hita í lungum, styrkir hjartað, stöðvar heitan hósta og kemur í veg fyrir auman hálsi.
Ábending: Hiti í lungum, aumur háls, tannpína, taugaveiklun, berkju-astma, háþrýstingur, vannæring hjá börnum, þrálátt magasár, niðurgangur hjá konum fyrir og eftir fæðingu.
Framreiðsla:
Hráu eggi blandað saman við ferskan engifersafa, soðið og drukkið á tóman maga, við niðurgangi í tengslum við barnsburð.

ANÍSFRÆ
Eðli, bragð: Heitt, bragðsterkt.
Áhrif: Styrkja magann, koma reglu á Kí-flæði, koma jafnvægi á magann.
Ábending: Haull, taugakröm, kviðverkir, uppþemba og vindur, bakverkir og kul, magakul.
Það sem mælir gegn: Allt hitaástand.
Notkun: Te blandað víni við kulda í maga.
Ristað og mulið niður í duft, bætið við hrásykri og takið með hrísgrjónavíni við haul.
Í formi tes og seyðis fyrir aðra kvilla í meltingarvegi.

APPELSÍNA
Eðli, bragð: Svalt, sætt, súrt.
Áhrif: Beinir orku niður, styrkir Kí, mýkir lungu, losar slím, eykur matarlyst, styrkir milta, stöðvar blæðingu, slekkur þorsta, eflir líkamsvessa.
Ábending: Þorsti, ofþurrkur, staðnað Kí, haull, slæg melting, hósti ásamt miklu slími/uppgang/hráka, uppþemba eða fyllir í brjóskassa, stækkun á blöðruhálskirtli, haull.
(Appelsínubörkur er heitur, beiskur, bragðsterkur, og er notaður til þess að endurlífga hreyfingu Kí og til að þurrka raka).
Framreiðsla:
Eldað við slími í lungum/hráka.
Te eða seyði úr berkinum við föstu slími, stöðnuðu Kí og uppþembu.
Te eða seyði úr fræjunum við stöðnuðu Kí, blöðruhálskirtilsstækkun og haul.

APPELSÍNUBÖRKUR
Áhrif: Fjarlægir Raka, hitar innvortis, leysir úr orkustíflum, kemur reglu á orkuflæði, styrkir milta.
Ábending: Uppköst vegna magakuls, berklar í lungum, hósti, slím, Rakur Hiti í líkama, lystarleysi, kviðverkir og bólga, niðurgangur, júgurbólga.
Framreiðsla:
Þurrkaður börkur soðinn með engifer, síaður frá og drukkið.
Ytra lag barkarins notað til að leysa úr orkustíflum og til að fjarlægja slím/hráka.
Innra lag barkarins (hvítan) er notuð til þess að koma jafnvægi á magann og hreinsa slím.
Te eða seyði úr öllum þurrkuðum berkinum við öðrum ábendingum.

APPELSÍNUFRÆ
Áhrif: Koma reglu á orkuflæði líkamans, lina sársauka.
Ábending: Haull, bólgin, sársaukafull eistu, sársauki í geirvörtum, þursabit, sársauki í þvagblöðru.
Framreiðsla:
Þurrsteikt og soðin, drekkið seyðið.

APRÍKÓSA
Eðli: Örlítið köld, sæt, súr.
Áhrif: Styrkir blóðið og Kí, endurnýjar líkamsvessa, hitalækkandi, afeitrar, lægir þorsta, eykur matarlyst
Ábending: Ofþurrkur, þorsti, hósti.
Það sem mælir gegn: Of mikið magn skemmir bein og sinar, eykur einnig slímmyndun; getur valdið útbrotum hjá börnum. Ekki æskilegt að borða of margar á meðgöngu.
Framreiðsla:
Fimm til tíu ferskar apríkósur til að slaka á sumarþorsta og ofþurrki.
Te eða soðning úr einni tsk. af muldum apríkósukjörnum með viðbættu hunangi er drukkið við hósta.
Innri kjarni apríkósunnar er notaður til að hreinsa lungun, rétta óeðlilegt orkuflæði, smyrja meltingarveginn, auðvelda hægðalosun, lægja hósta og létta á astma.
Það ætti alltaf að fjarlægja broddinn af kjarnanum því hann er eitraður.

Á

ÁLL
Eðli, bragð: Heitt, sætt.
Áhrif: Byggir upp orku, styrkir bein, tónik fyrir lungun.
Ábending: Gyllinæð, blæðing úr endaþarmsopi, sig á endaþarmi eða legi, blóðleysi, gigt.
Framreiðsla: Saxaður og steiktur.

ASPAS sjá SPERGILL

B

BAMBUS SPROTAR
Eðli, bragð: Kalt, sætt.
Áhrif: Styrkja magann, draga úr meltingartregðu, losa slím, draga úr innri hita, auka blóðflæði, draga úr sársauka, eru þvaglosandi, skera niður eða leysa upp fitu, draga úr ölvun.
Ábending: Banvæn hitasótt, sykursýki, meltingartruflanir, magauppþemba og mettun vegna fitu í fæði, niðurgangur, blóðkreppusótt, endaþarmssig, bjúgur, iktsýki og gigtarsjúkdómar, nýrnabólga, blöðrubólga.
Það sem mælir gegn: Það ætti ekki að borða þá eftir barnsfæðingu af því að þeir geta komið af stað úthreinsun eldri sjúkdóma sem birtast þá sem fleiður á húð. Börn með meltingartruflanir ættu ekki að borða sprotana af því að þeir meltast ekki auðveldlega og heldur ekki fólk sem á við vanvirkni milta að stríða.
Framreiðsla:
Eldaðir með hrísgrjónum við niðurgangi, blóðkreppusótt og við endaþarmssigi.
Te úr bambus sprotum og berki af vetrarmelónu má nota við bólgum af völdum nýrna-, hjarta- og lifrarsjúkdóma.
Blandið saman bambus sprotum og sellerísafa, hitið upp og drekkið einn bolla tvisvar sinnum á dag við sykursýki.
Borðið mikið af bambus sprotum.
Te úr bambus sprotum, engifer og appelsínuberki við magauppþembu og magafylli.

BANANI
Eðli, bragð: Kalt, sætt.
Áhrif: Styrkir blóðið, Kí og Yin, hitalækkandi, mýkir lungun, mýkir og róar meltingarveginn, lækkar blóðþrýsting.
Ábending: Hægðatregða, þorsti, hósti, háþrýstingur, slagæðahersli, kransæðasjúkdómar.
Það sem mælir gegn: Kuldaeinkenni og Raki.
Framreiðsla:
Borðið daglega á tóman maga við hægðatregðu.
Lífrænt ræktað bananahýði við háþrýstingi
Soðin með smávegis hunangi við hósta.
Neytt sem hluti af reglubundnu mataræði við öðrum kvillum.

BANKABYGG
Eðli, bragð: Svalt, sætt, bragðlaust.
Áhrif: Styrkir blóð og Kí, hægir á Yang, stuðlar að þvaglátum, styrkir milta, styrkir lungu, gagnast gallblöðru, hitalækkandi, afeitrandi.
Ábending: Botnlangabólga, bólgur, meltingartruflanir, niðurgangur, gula, æxli, þvagtregða, Hita- og Rakaábendingar, fleiður á húð vegna Hita eða Raka, vörtur, lifrarblettir/fæðingarblettir.
Framreiðsla:
Soðið í mjúkan velling og borðaður við öllum ábendingum.
Te eða seyði gagnast einnig við öllum ábendingum.
Mulið og blandað með aloe vera-geli sem áburður við húðvandamálum.

BASILÍKA
Eðli, bragð: Heitt, bragðsterkt.
Áhrif: Styrkir Yang, kemur reglu á Kí, er svitadrífandi, Vindeyðandi og Rakaeyðandi, kemur jafnvægi á meltingu, móteitur við sjávarréttaeitrun.
Ábending: Vindur, Kuldi og Raki í líkamanum, uppköst, niðurgangur, sjávarfæðiseitrun.
Framreiðsla:
Te eða seyði úr basilíku, engifer og grænum lauk við kvefi.
Seyði, fáeinir sopar drukknir á hálftíma fresti við niðurgangi, uppköstum og eitrun af völdum sjávarrétta.

BAUNIR/GARÐBAUNIR (GRÆNAR)
Eðli, bragð: Heitt, sætt.
Áhrif: Hita milta og maga, beina Kí niður á við , styrkja nýru, gagnast Kí.
Ábending: Uppþemba og óþægindi, kíghósti, haull hjá börnum, þrálátur niðurgangur, sársauki í baki og hnjám vegna lélegrar nýrnastarfsemi.
Framreiðsla:
Kíghósti, sjóðið hálfan bolla af grænum baunum og sex grömm af lakkrísrót í einum og hálfum bolla af vatni; látið malla þar til það er orðið einn bolli og bætið við tveimur tsk. af hunangi; drekkið vökvann.
Þrálátur niðurgangur, borðið gufusoðnar baunir.
Haull í börnum, þurrsteikið grænar baunir með fennikku og myljið í duft; takið hálfa tsk. þrisvar á dag með heitu vatni.
Eldaðar við öðrum ábendingum.

BLAÐBEÐJA (strandblaðka)
Eðli, bragð: Hlutlaust, sætt.
Áhrif: Hitalækkandi, afeitrar, gagnast blóðinu.
Ábending: Blóðkreppusótt, kýli, sár á húð.
Framreiðsla:
Te eða soðning við öllum ábendingum.
Borið á útvortis, blandað aloe-vera safa, við kýlum og sárum á húð.

BLAÐLAUKUR/PÚRRA
Eðli, bragð: Heitt, bragðsterkt.
Áhrif: Kemur reglu á orkuflæði, styrkir Kí og Yang, róar Yin, fjarlægir/eyðir Stöðnuðu blóði, hitalækkandi í maga.

BOK CHOY
Eðli, bragð: Kalt, bragðsterkt, sætt.
Áhrif: Hitalækkandi, mýkir meltingarveginn, fjarlægir staðnaðan mat, svalar þorsta, bætir meltingu.
Ábending: Matarstöðnun, hægðatregða, meltingartruflanir, sykursýki.
Framreiðsla:
Te eða soðning við matarstöðnun.
Súrsað við meltingartruflunum.
Eldað með rauðrófum við hægðatregðu.
Lagið safa við þorsta.
Borðað hrátt eða eldað við sykursýki.

BROKKÓLÍ sjá SPERGILKÁL

BÓKHVEITI
Eðli, bragð: Hlutlaust, sætt.
Áhrif: Styrkir blóð og Kí, róar Yang, styrkir maga og nuddar meltingarveginn, stöðvar blóðkreppusótt, lækkar blóðþrýsting, styrkir æðar, dregur úr bólgu og sársauka, eyðir innvortis Hita.
Ábending: Hiti í maga, þrálátur niðurgangur, blóðkreppusótt, ósjálfráður sviti, hvít útferð úr leggöngum, háþrýstingur, sár á húð, blæðing undir húð og blæðing í auga.
Framreiðsla:
Te eða soðning, er notað útvortis.
Ristað bókhveiti, malað í duft og blandað með hrísgrjónaediki til þess að búa til mauk sem er notað sem áburður á húð við sárum og blæðingum undir húðinni.
Takið tvær teskeiðar í senn tvisvar sinnum á dag af muldu, ristuðu bókhveiti, blandað með volgu vatni við hvítri útferð úr leggöngum og þrálátum niðurgangi.
Te úr bókhveiti og lótusrót við háþrýstingi.
Eldað og borðað við öðrum ábendingum.

BLÓÐ (kinda eða geita)
Eðli, bragð: Hlutlaust, sætt.
Áhrif: Styrkir blóðið og kælir það.
Ábending: Blóðleysi þá sérstaklega hjá konum, örmögnun eftir barnsburð, hjartverkir, blæðingar sem orsakast af hita.

BLÓMKÁL
Eðli, bragð: Svalt, sætt.
Áhrif: Mýkir meltingarveginn, styrkir miltað.
Ábending: Hægðatregða, slæg melting.
Framreiðsla:
Borðað hrátt við hægðatregðu.
Létt gufusoðið við slægri meltingu.

BYGG MALTSÍRÓP
Eðli, bragð: Hlutlaust, sætt.
Áhrif: Hjálpar meltingu, örvar meltingu, styrkir maga, stöðvar myndun brjóstamjólkur.
Ábending: Meltingartregða, yfirfylli ofarlega í kviðarholi og uppþemba, ropi, hægðatregða, óæskileg brjóstamjólkurmyndun.
Framreiðsla:
Drukkið í volgu vatni við öllum ábendingum.
Hrísgrjóna maltsíróp er hlutlaust, sætt og hefur svipaða eiginleika og byggmalt nema að hrísgrjónamalt er betra við meltingartregðu og meltingarstöðvun.

D

DAÐLA
Eðli, bragð: Heitt, sætt.
Áhrif: Beinir orku upp á við, gagnast milta og maga, styrkir og hreyfir Kí, styrkir Yin og blóð, afeitrandi, myndar líkamsvessa.
Ábending: Niðurgangur, lifrabólga, taugadoði, svefnleysi, blæðingar undir húð af völdum ofnæmis, blóðleysi, þrálát barkabólga.
Framreiðsla:
Soðin eða borðuð hrá.

DILL
Áhrif: Hitar milta og nýru, bætir matarlyst, dreifir úr Kulda, eflir orkuhringrás, vinnur á móti fisk- og kjöteitrun.
Ábending: Uppköst, kaldur sársauki í kvið, haull, lystarleysi.
Framreiðsla:
Te eða seyði, eða sem krydd á mat.

DROTTNINGAR HUNANG
Áhrif: Styrkir Yin, lagar/bætir orkuskort, styrkir lifur og milta.
Ábending: Bráð, smitandi lifrabólga, háþrýstingur, magasár, iktsýki, gigt.

DÚFA
Áhrif: Styrkir Yang og Kí.
Ábending: Lítil kynorka, sykursýki, vandamál tengd tíðablæðingum, blóðug útferð úr endaþarmi.
Framreiðsla:
Elduð við öllum ábendingum.

DÚNEPLI
Eðli, bragð: Hlutlaust, sætt, súrt.
Áhrif: Styrkir Yin, mýkir þurrk, stöðvar hósta, kemur jafnvægi á maga, lækkar stjórnlaust Kí, róar lifur, eykur orku í lungum og dregur úr hita í brjóskassa.
Ábending: Munnþurrkur, þorsti, pirringur, þurr hósti, ógleði, uppköst.
Framreiðsla:
Maukaður ávöxtur með laufum, kjörnum og molasykri, soðinn í hlaup við innvortis hita, hósta, hálsþurrki, þorsta og magaóreglu.
Borðað ferskur við hósta. Te eða áhelling við öðrum ábendingum.

DVERGBÍTUR/KÚRBÍTUR
Eðli, bragð: Svalt, sætt.
Áhrif: Styrkir Kí, hitalækkandi, afeitrandi, stuðlar að þvaglátum, slekkur þorsta, dregur úr óróleika.
Ábending: Húðmeiðsli, erfið þvaglát, bjúgur, Sumarhiti, pirringur, þorsti, brunasár, gula.
Það sem mælir á gegn: Taugakröm, kláðamaur.
Framreiðsla:
Geymdur í sex til tólf mánuði, þar til hann er orðinn að vökva, borinn á brunasár.
Eldaður með ediki við bjúg.
Te úr hýðinu/berkinum, einn bolli drukkinn þrisvar á dag við gulu.
Borðaður hrár eða gufusoðinn við öðrum ábendingum.

DÖÐUPLÓMA
Eðli, bragð: Svalt, sætt og barkandi.
Áhrif: Beinir orku niður, styrkir blóð, Kí og Yin, mýkir lungu, stöðvar hósta af völdum hita, slímhreinsandi, styrkir milta, stöðvar niðurgang, slekkur þorsta, hitalækkandi og slímeyðandi.
Ábending: Sársauki í hálsi vegna Hita, hósti, þorsti, blóðug uppköst, blóðkreppusótt, ölvun, háþrýstingur, innvortis blæðingar, niðurgangur.
Það sem mælir á móti: Neytið ekki með krabba, samsetningin orsakar ákafan niðurgang.
Framreiðsla:
Safi, þrjú glös á dag við háþrýstingi og ölvun.
Þurrkuð, mulin og gufusoðin við niðurgangi og blóðugum hægðum hjá börnum.
Þurrkuð og ristuð í heitu vatni við öðrum ábendingum.

E

EDIK
Eðli, bragð: Heitt, beiskt, súrt.
Áhrif: Gagnast blóð- og orkuflæði, styrkir Kí, styður við og eykur Yang-orku, eykur matarlyst, eflir meltingu, leysir upp Blóðstorknun, afeitrar, bakteríudrepandi, fyrirbyggir bakteríusýkingar
Ábending:, gallsteinar, háþrýstingur, lifrabólga.
Framreiðsla:
Blandið því saman við vatn, sjóðið og andið að ykkur fyrir háttatíma, sem forvörn.
Drekkið í vatni við gallsteinum.
Jarðhnetur lagðar í bleyti í ediki, borðaðar við háþrýstingi.
Afhýddar perur látnar liggja í bleyti í ediki, borðaðar við lifrabólgu.

EGG sjá HÆNUEGG, ANDAREGG

EGGALDIN
Eðli, bragð: Svalt, sætt.
Áhrif: Kemur reglu á hringrás blóðs, linar sársauka, eykur þvaglát, dregur úr bólgu og sársauka, fjarlægir staðnað blóð, lækkar blóðfitu í blóði, fjarlægir eiturefni úr líkamanum.
Ábending: Kviðverkir, blóðkreppusótt, heitur niðurgangur, sársaukafull þvaglát, háþrýstingur, kal, átusár, snáka- og sporðdrekabit, blæðing úr endaþarmi, lifrabólga, gula, há blóðfitumörk, blæðing, þrálátur hósti.
Það sem mælir á gegn: Kaldar ábendingar.
Framreiðsla:
Bit , borið á ferskt til að draga út eitrið.
Bólga og bjúgur, ein tsk. þurrkað eggaldinmjöl í heitu vatni, þrisvar á dag.
Útbrot, bakað og mulið í duft, blandað með sesamolíu í áburð útvortis.
Kal, leggið kalna svæðið í bleyti í eggaldin tei.
Átusár, ristað eggaldin borið á sárin.
Há blóðfitumörk, takið inn eggaldinduft.
Þrálátur hósti, soðið í vatni og síuð frá, drukkið með hunangi.
Borðað eldað við öðrum ábendingum.

EGGALDINRÓT
Ábending: Þrálátur niðurgangur með blóði í hægðum, taugakröm, tannpína, kal, gigtarsársauki, gyllinæð, barkabólga, astma með slími.
Framreiðsla:
Bakið og myljið í duft, takið með vatni við þrálátum niðurgangi.
Gert síróp við barkabólgu og til þess að lækna astma.
Soðin í vatni og drukkin við öllum ábendingum.
Soðin í vatni og borin á húð við kali og kláða.

EGGJAHVÍTA (hænsna)
Eðli, bragð: Svalt, sætt.
Áhrif: Beinir orku niður, mýkir lungu, gagnast hálsi, dregur úr innvortis hita, afeitrar.
Ábending: Aumur háls, augnangur, hósti, hiksti, niðurgangur, malaría.

EGGJARAUÐA (hænsna)
Eðli, bragð: Hlutlaust, sætt.
Áhrif: Beinir orku upp á við, styrkir blóð, mýkir þurrk, stöðvar blæðingu, styrkir ónæmiskerfi.

ELDPIPAR
Áhrif: Aðveldar meltingu, eykur matarlyst, örvar munnvatnsmyndun og meltingarvökva, eykur hringrás blóðs.
Ábending: Löt/hæg melting ásamt gasmyndun í meltingarvegi, kal, gigt, þursabit.
Framreiðsla:
Borðaður í smáum skömmtum við meltingarvandamálum.
Marinn og borinn á staðbundið við kali, gigt, þursabiti og álíka.
(Ath. Eldpipar er mjög sterkur og getur valdið blöðrum á húð ef hann er látinn liggja of lengi á henni.)

ENGIFERRÓT (fersk)
Eðli, bragð: Heitt, bragðsterkt.
Áhrif: Beinir orku upp á við, styrkir og kemur reglu á Kí, styður við og eykur Yang-orku og hægir á Yin, eyðir stöðnuðu blóð, stuðlar að svitamyndun, vinnur gegn eitrun, móteitur við sjávarfæðiseitrun, gagnast lungum, milta og maga.
Ábending: Kvef, hósti vegna kulda, ógleði, uppköst, niðurgangur, gigt vegna kulda.
Framreiðsla:
Te eða seyði.

EPLI
Eðli, bragð: Kalt, sætt, aðeins súrt.
Áhrif: Styrkir Yin, blóð og Kí, styrkir hjartað, kemur jafnvægi á orku miltans, svalar þorsta, eykur flæði líkamsvessa, mýkir lungu, losar slím, hækkar blóðsykur, róar Yang.
Ábending: Hálsþurrkur, ofþornun, meltingaróregla, háþrýstingur, hægðatregða, þrálátur niðurgangur, erfið þvaglát, bjúgur, lágur blóðsykur(stuðull).
Framreiðsla:
Neytt ferskra á tóman maga við hægðatregðu.
Borðuð á eftir hverri máltíð við meltingartruflunum.
Þurrkuð epli mulin í duft, tvær tsk. þrisvar á dag á tóman maga við niðurgangi, taugaveikluðum ristli og berklum í meltingarvegi.
Ferskur safi er góður við hósta með gulu slími.
Þrjú epli á dag við háþrýstingi.
Hreinsun, fastið einn dag í viku og neytið eingöngu epla, eplasafa og rauðrófu topp-tes.
(Við kvillum sem má rekja til Kulda, bakið eða hitið eplin til þess að vinna á móti kælandi áhrifum þeirra.)

EPPLAHÝÐI
Áhrif: Leysir seigt slím, róar magann.
Ábending: Slím, órólegur magi, seigt slím.
Framreiðsla:
Þurrkað hýði, látið standa í bleyti og drukkið sem te við öllum ábendingum.

ERTUR /GRÆNAR BAUNIR
(SJÁ SEINNA Í TEXTANUM, GARÐBAUNIR)
Eðli, bragð: Hlutlaust, sætt. (Grænar baunir(ertur) eru að áliti margra besta fæðan á Jörðinni)
Áhrif: Beina orku upp á við, styrkja blóð og Kí og magna Yin, mynda líkamsvessa, slökkva þorsta, lina hósta og hiksta, stuðla að brjóstamjólkurflæði, styrkja meltingu, styrkja milta og maga, gagnast hjartanu, auka þvaglát, mýkja innyflin, bólgueyðandi.
Ábending: Meltingartruflanir, bjúgur, hægðatregða, sykursýki, orkuleysi.
Framreiðsla:
Ristaðar og muldar, teknar með heitu vatni við bjúg.
Hristingur úr blandara, neytt með máltíðum, við meltingartruflununum.
Soðnar, steiktar eða muldar í duft við öllum ábendingum.

F

FASHANI/AKURHÆNA
Áhrif: Tónik fyrir miltað, tónar innyfli, eflir líkamlega orku.
Ábending: Slappleiki, niðurgangur, ör þvaglát, sykursýki.

FENNIKUFRÆ
Eðli, bragð: Heitt, bragðsterkt.
Áhrif: Beina orku upp á við, styrkja Kí og Yang, hægja á Yin, hita neðri kvið, leysa stíflur og koma reglu á Kí, styrkja maga, draga úr Kulda, stöðva sársauka, örva iðrahreyfingar í kviðarholi, slímleysandi, Rakadrífandi og vermandi.
Ábending: Magaverkur, haull, óþægindi í kvið, Kuldi í maga, magakveisa hjá ungbörnum, ónóg brjóstamjólk.
Framreiðsla:
Te eða seyði.

FENNIKURÓT
Áhrif: Hitar nýrun, styrkir Yang, kemur jafnvægi á innvortis, eflir hringrás orku, linar sársauka.
Ábending: Iktsýki, gigt, kviðverkir, innvortis Kuldi.
Framreiðsla:
Te eða seyði, eða bökuð, innpökkuð.
(Fennikkurót inniheldur rokgjarnar olíur sem eru sá hluti plöntunar sem hafa mest læknandi áhrif því ætti að hindra við eldun rótarinnar að þær gufi upp. Eldið ávallt fennikkurót innpakkaða eða í lokuðu íláti.)

FERSKJA
Eðli, bragð: Mjög svalt, sætt og örlítið súrt.
Áhrif: Beinir orku niður, styrkir blóð og Kí, aðstoðar Yang, eyðir stöðnuðu blóði og blóðuppsöfnun, mýkir lungu og innyfli, hitalækkandi, hjálp við sykursýki, myndar líkamsvessa og kemur reglu á hringrás blóðs, framkallar svita.
Ábending: Lungnaveiki, sykursýki, þurr hósti, iðraormar, bólga í leggöngum, ofþurrkur, innvortis blæðing, nætursviti.
Það sem mælir á gegn: Rakar og kaldar ábendingar.
Framreiðsla:
Ferskjulaufs te til að framkalla svitamyndun og drepa iðraorma, einnig notað sem skol við bólgu í leggöngum.
Te eða seyði búið til úr fræinu innan úr ferskjusteininum, til að efla hringrás blóðsins og leysa upp blóðstöðnun.
Borðuð fersk við öðrum ábendingum.

FERSKJUBLÓM
Áhrif: Gagnast hringrás blóðs.
Ábending: Bjúgur ásamt þrota, taugakröm, bólga í fótum, hægðatregða með þurrum hægðum, erfið þvaglát.
Framreiðsla:
Bökuð og mulin í duft. Eitt til þrjú gr. tekin tvisvar á dag með hunangi, við öllum ábendingum.

FERSKJUSTEINN
Eðli: Hlutlaust, beiskt.
Áhrif: Leysir upp blóðstorknun og gagnast blóðrás, mýkir Þurrk, hægðalosandi.
Ábending: Háþrýstingur ásamt höfuðverk, meiðsli, tíðastopp, hálshnykkur, kviðbólga, hægðatregða.
Framreiðsla:
Soðinn, bakaður eða steiktur og mulinn í duft, takið með vatni.

FINGRABLAÐKA/ PORTULAKKA
Áhrif: Dregur úr innvortis Hita, kemur reglu á blóðrás, eyðir eiturefnum úr líkama, stuðlar að vökvaflæði og virkar þvagörvandi, græðir bólgur, stöðvar blæðingu.
Ábending: Bráð garnabólga, blóðkreppusótt/iðrakreppa, lungnasjúkdómar, sársauki í geirvörtum, óhóflegar blæðingar úr legi eftir barnsfæðingu, blæðandi gyllinæð, nýrnabólga ásamt bjúg.
Framreiðsla:
Safi með hunangi við bakteríu blóðkreppusótt og lungnaberklum.
Soðin með lakkrísrót, síuð frá og drukkin við þvagrásarbólgu.
Soðin og borðuð með mat við gulu og tannholdabólgu.
Eitt kg. fersk, marin og lögð í bleyti í hrísgrjónavíni í þrjá daga. Síið og takið tíu ml. af safanum við hverja máltíð við berklum í nýrum

FISKUR
Eðli: Sjávarfiskur er hlutlaus, skelfiskur og krabbi eru kælandi, ostrur eru hlutlausar, rækja er heit.
Bragð: Sætt.
Áhrif: Styrkir milta, styrkir Kí og blóð, rakadrífandi, kemur reglu á blóðið, hjálp við niðurgangi vegna miltaslappleika, eflir matarlyst, nærir hjarta, lifur og nýra.
Ábending: Orkuleysi, slappleiki, gyllinæð, óhóflegar blæðingar eftir barnsburð, kláði eða vessandi rök meiðsli á húð.
Það sem mælir á gegn: Fisk ætti ekki að borða hráan vegna sníkla.
Framreiðsla:
Eldaður við öllum ábendingum.

FÍFLABLÖÐ
Eðli, bragð: Svalt, beiskt og örlítið sætt.
Áhrif: Hitalækkandi, afeitrandi, hindra æxlisvöxt, gagnast lifur, stuðla að gallflæði, þvagörvandi.
Ábending: Bjúgur, meiðsli á húð með eitrun í, skordýrabit, blöðrur af völdum brennimjólkur (poison oak), augnslímhúðarbólga, hækkun á lifrarhita.
Framreiðsla:
Sár á húð af völdum eitrunar, berið á marin, fersk laufblöð; skiptið um bakstur á klukkutíma fresti.
Augnslímhúðarbólga, notið kalt te sem augnskol og drekkið te.
Æxli og hnúðar í brjóstum, berið á bakstur úr fíflablöðum og engifer.
(Fíflarót er áhrifarík í lifrar-tónik)

FÍKJA, GRÁFÍKJA
Eðli, bragð: Hlutlaust, sætt.
Áhrif: Beinir orku upp á við, styrkir Yin, blóð og Kí, hitalækkandi, lækkar Hita í lifur og gallblöðru, skírir augun, mýkir lungu og innyfli, styrkir maga, stöðvar niðurgang, vinnur á móti krabbameini.
Ábending: Þurr hósti, þurr háls, lungnahiti, hægðatregða, meltingartruflanir, gyllinæð, endaþarmssig, haull, sýking og bólga, vöðvaslappleiki.
Framreiðsla:
Þurrkaðar, óþroskaðar fíkjur vinna á móti krabbameini.
Te eða seyði við hitaeinkennum í lungum og haul.
Te sem útvortis áburður við gyllinæð.
Safi, drukkinn þrisvar á dag við astma.
Borðaðar hráar við öðrum ábendingum.

FURUHNETA
Eðli, bragð: Heitt, sætt.
Áhrif: Mýkir lungu, stöðvar hósta, mýkir meltingarveginn, eflir líkamsvessa.
Ábending: Þurr hósti, hægðatregða, þurrkur.
Það sem mælir á móti: Niðurgangur, ábendingar um slím.
Framreiðsla:
Borðið hráar.

G

GRASKER/KÚBÍTUR (sjá líka DVERGBÍT)
Áhrif: Þvagörvandi, styrkir Kí.
Ábending: Þroti, millirifjagigt, ópíumeitrun, astma, hósti, hringormur.
Framreiðsla:
Soðið og marið í hlaup, borið á útvortis til að lækna bólgur og lina sársauka.
Soðið við öðrum ábendingum.

GRASKERSFRÆ
Eðli, bragð: Kalt, sætt.
Áhrif: Vörn gegn sníklum, þvagörvandi.
Ábending: Iðraormar og sníklar, bólga, sykursýki, vandamál í blöðruhálskirtli.
Framreiðsla:
Ristuð og mulin, takið með hunangi við iðraormum og sníklum.
Te úr ristuðum fræjum við bólgum eftir þungun og við sykursýki.
Borðið tvisvar á dag, eina lúkufylli við vandamálum tengdum blöðruhálskirtli.

GRASLAUKUR
Eðli, bragð: Heitt, bragðsterkt.
Áhrif: Styrkir Yang, styrkir lifur og maga, örvar taugar, dregur úr svitamyndun, linar kyngingarerfiðleika, græðir áverka og bólgur, eflir hringrás blóðs og orku, fjarlægir staðnað blóð.
Ábending: Kyngingarerfiðleikar, nætursviti, morgunógleði, sár, léleg hringrás.
Framreiðsla:
Safi drukkinn við öllum ábendingum.
Safi borinn á útvortis á áverka og bólgur.

GREIPALDIN
Eðli, bragð: Kalt, sætt og súrt.
Áhrif: Beinir orku niður, kemur reglu á orkuflæði, hefur áhrif á Hinar Átta Sérstöku orkubrautir, bætir matarlyst sérstaklega hjá þunguðum konum, lagar andfýlu sem orsakast af meltingartruflunum, linar ölvun, slímhreinsandi.
Ábending: Hósti ásamt slími, lystarleysi, sykursýki.
Framreiðsla:
Steinalaus ávöxtur, látin liggja í bleyti í víni yfir nótt, soðin þar til hann er orðin gegnmjúkur, maukaður og borðaður reglulega með hunangi, við hósta með slími/uppgangi.
Borðað hrátt við öðrum ábendingum.

GREIPALDIN BLÓM
Áhrif: Kemur reglu á líkamlega orku, linar sársauka, vinnur á móti Vindi og Kulda.
Ábending: Magaverkur, verkir sem stafa frá haul, kvef ásamt hósta.
Framreiðsla:
Te eða seyði.

GRÆNAR BAUNIR sjá ERTUR

GRÆNKÁL
Eðli, bragð: Heitt, örlítið beiskt.
Áhrif: Styrkir maga, stöðvar sársauka, stuðlar að endurvexti á vefjum .
Ábending: Maga og skeifugarnarsár.
Framreiðsla:
Hálft glas af heitum grænkálssafa fyrir hverja máltíð við maga- og skeifugarnarsárum í meltingarvegi.

GRÆNN LAUKUR
Eðli, bragð: Heitt, bragðsterkt.
Áhrif: Gagnast Kí-flæði, rekur út utanaðkomandi sýkla/sníkla af Kulda og Vindi, framkallar svitamyndun, bakteríu og vírushemjandi/vinnur á bakteríum/gerlum og vírusum
Ábending: Kvef og flensa, nefstífla, mislingar, graftarkýli, gigt sem orsakast af kulda.
Það sem mælir á gegn: Heitar ábendingar.
Framreiðsla:
Te, laukur soðinn í stuttan tíma, við öllum ábendingum.
Hrár bakstur borinn á graftarkýli og sársaukafull liðamót.
Hrár bakstur borinn á naflann til að kalla fram mislingaútbrot.

GULLINRÓT (austur-indísk kryddjurt)
Áhrif: Stuðlar að hringrás blóð og orku, auðveldar tíðablæðingar, linar sársauka.
Ábending: Sársauki í kvið og upphandleggjum, tíðastopp.

GULRÓFA
Áhrif: Leysir upp blóðstorknun, gagnast í blóðrásinni, styrkir fótleggi, græðir gigt, eflir hárvöxt.
Ábending: Bráður sársauki og bólga í húð, sig innyfla og haull.
Framreiðsla:
Soðin í vatni, eða marin í safa, drukkin við bráðum sársauka og bólgum í húð.
Sex gr. elduð í olíu, drukkin fjórum sinnum á dag við sigi innyfla og haul.
Olíuna er hægt að nota útvortis við bólgum og sársauka í húð og til að örva hárvöxt.

GULRÓT
Eðli, bragð: Kalt, sætt og bragðsterkt.
Áhrif: Beinir orkunni upp, styrkir blóð og Kí, styrkir milta, hitalækkandi, afeitrar, styrkir öll innyfli, bætir matarlyst, lækkar blóðþrýsting, gagnast augum, linar mislinga, mýkir meltingarveginn, bætir meltingu, hindrar bólgur og ofnæmi.
Ábending: Blóðleysi, veikleiki í nýrna-Kí, almennur slappleiki, náttblinda, barnaveiki, lifrabólga, aumur háls, meltingartruflanir, mislingar, sár á húð, viðkvæm augu, krabbamein.
Framreiðsla:
Volgur safi drukkinn daglega við náttblindu.
Gulrótargrasate við barnaveiki.
Soðin, þurrkuð gulrótargrös borðuð daglega við bráðagulu sem myndast vegna lifrabólgu.
Gulrótarsúpa við meltingartruflunum barna.
Borðuð hrá, eða sem te eða soðning úr rótinni sjálfri og grösunum líka við öllum ábendingum.
Krabbamein, forvarnir, eldið hálfa gulrót með kínverskum svörtum sveppum og neytið daglega. Drekkið einnig te úr gulrótargrösum.

GÚRKA
Eðli, bragð: Svalt, sætt og bragðlaust. (Hýðið er beiskt).
Áhrif: Beinir orku niður, styrkir blóð og Kí, hægir á Yang, hitalækkandi, slekkur þorsta, dregur úr pirringi, stuðlar að þvagláti og gagnast þvagrás.
Ábending: Bólgur í útlimum, gula, niðurgangur, flogaveiki, aumur háls, augnslímhúðarbólga.
Það sem mælir á gegn: Ofneysla á gúrku orsakar Raka þar sem gúrkufræ eru tormelt.
Framreiðsla:
Te eða seyði úr gúrkuhýði við bjúg og gulu.
Tvær tsk. af þurrkuðu gúrkumjöli blandað í hrísgrjónagraut við niðurgangi.
Áhelling úr gúrkugreinum við flogaveiki.
Hiti, kláði eða bólga í augum, búið til bakstur úr rifinni gúrku og leggið á lokuð augu, látið baksturinn vera á í 20 mínútur og leyfið safanum að lauga augun.

H

HAFRAR
Eðli, bragð: Heitt, sætt.
Áhrif: Styrkja milta, styrkja blóð og koma reglu á Kí, koma jafnvægi á maga, gagnast milta og hjarta, næra lungu, verk- og vindeyðandi, stöðva myndun brjóstamjólkur.
Ábending: Lystarleysi, meltingartruflanir, kviðfyllir og uppþemba, blóðkreppusótt, bólga.
Framreiðsla:
Áhelling af spíruðum höfrum við gulu og til að stöðva myndun brjóstamjólkur.
Ristaðir spíraðir hafrar, muldir í mjöl, takið tvær tsk. þrisvar á dag í heitu vatni við þvag- og hægðastíflu eftir barnsburð.
Soðnir í graut við öðrum ábendingum.

HÁKARL
Áhrif: Dregur úr bólgu, fjarlægir storknað blóð, styrkir innyfli og gagnast blóð-hringrásinni.
(Hákarlar fá ekki krabbamein jafnvel eftir að hafa fengið sprautu af krabbameinsfrumum því ætti að álíta hákarlakjöt sem mótefni eða allavega fyrirbyggjandi mat við krabbameini).

HÁKARLSUGGI
Áhrif: Bætir blóð, líkamlega orku, nýru og lungu.
Ábending: Þrálátur skortur af öllum gerðum.

HESLIHNETA
Eðli, bragð: Hlutlaust, sætt.
Áhrif: Magnar Kí, styrkir meltingu.
Ábending: Niðurgangur, lystarleysi.
Framreiðsla:
Ristið og myljið, borðið eina tsk. tvisvar á dag við niðurgangi.
Myljið hráar í mjöl, ein tsk. tvisvar á dag við lélegri matarlyst.

HINDBER
Eðli, bragð: Örlítið heitt, sætt og súrt..
Áhrif: Styrkir blóð, Kí og Yang, gagnast lifur og nýru, stemmir þvaglát, skírir augu.
Ábending: Nýrna- og lifrarskortur, óskír sjón, sáðflaumur, ófrjósemi, þvagmissir í svefni, ör þvaglát, blóð í þvagi, húðeinkenni, sveppasýkingar.
Framreiðsla:
Þurrkuð, ristuð og mulin við öllum ábendingum.
Soðin niður í þykkni til þess að lauga húðmeiðsli og sveppasýkingar með.
(Hindberjalauf styrkja móðurlífið og ef teið er drukkið í nokkra mánuði fyrir fæðingu þá styðja laufin við legið á meðgöngunni og auðvelda fæðinguna. Laufblöðin eru einnig notuð sem barkandi við öðrum kvillum eins og innvortis blæðingum, niðurgangi, vandræðum með þvaglát og óhóflegum tíðablæðingum.)

HIRSI
Eðli, bragð: Svalt, sætt.
Áhrif: Beinir orku niður, styrkir blóð, Kí og Yin, styrkir milta, gagnast nýrum, hjarta og lifur, styrkir Wei Kí, mýkir þurrk, stöðvar uppköst, linar niðurgang, styrkir/þéttir og barkar maga og meltingarveginn, hitalækkandi, stuðlar að þvagláti, dregur úr meðgöngu-ógleði.
Ábending: Meðgöngu-ógleði og uppköst, niðurgangur, hiti, þvagminnkun og erfið þvaglát, sykursýki.
Framreiðsla:
Borðað sem grautur sem hluti af venjubundnu fæði við öllum ábendingum.

HRÁSYKUR
Eðli, bragð: Heitt, sætt.
Áhrif: Styrkir Yin, styrkir blóðið og leysir upp Blóð-storknun, slakar á lifrinni, styrkir meltingu, mýkir lungun, hóstastillandi, hitar líkamann.
Ábending: Þurr hósti, léleg melting, Kuldi, blóðleysi. Mjög góður fyrir konur eftir barnsburð, börn og viðkvæmt fólk sem á við blóðleysi að stríða.
Það sem mælir á gegn: Ofát leiðir til Raka og slímmyndunar.
Framreiðsla:
Soðinn eða bakaður við öllum ábendingum.

HREÐKA (RADÍSA)
Eðli, bragð: Svalt, sætt og bragðsterkt.
Áhrif: Dregur úr innvortis hita, kemur reglu á hringrás blóðs og orku, styður við og eykur Yang-orku, styrkir lifur, hjálpar meltingu, vinnur á móti eiturefnum í líkamanum, stuðlar að þvagláti, græðir þrota, slímlosandi, hóstastillandi.

HRÍSGRJÓNAEDIK
Eðli, bragð: Heitt, súrt.
Áhrif: Afeitrar, hressir hringrás blóðs, bakteríuhamlandi, barkandi, lokar svitaholum, fyrirbyggir kvef, kemur í veg fyrir innrás utanaðkomandi sýkla.
Ábending: Malaría, bráð gigt, uppköst, ógleði, iðraormar, háþrýstingur, brunasár, sveppasýkingar, tannholdabólga, ofsakláði, lifrabólga, lungnaberklar, lungnakýli, lungnakvef.
Það sem mælir á gegn: Ætti ekki að nota við upphaf neinnar sýkingar þar sem það gæti lokað inni sýkla í líkamanum.
Framreiðsla:
Óblandað, notað sem skol við tannholdabólgu og við staðbundnum sýkingum og sárum.
Blandað með vatni og drukkið við öðrum ábendingum.

HRÍSGRJÓNAKLÍÐ
Eðli, bragð: Hlutlaust, sætt.
Áhrif: Bægir frá Raka, þvagörvandi.
Ábending: Mildur bjúgur í fótleggjum og fótum, há blóðfita.
Framreiðsla:
Borðað með morgunkorni að morgni.

HRÍSGRJÓNA SPÍRUR
Eðli: Sætt, heitt.
Áhrif: Gagnast milta og maga, efla meltingu, auka líkamlega orku.
Ábending: Allar tegundir af meltingarkvillum, sérstaklega þeim sem stafa af tilfinningarlegri viðkvæmni.
Framreiðsla:
Steiktar þar til gulleitar, borðaðar sem tónik fyrir magann.

HRÍSGRJÓN (HVÍT)
Eðli, bragð: Örlítið svalt, sætt.
Áhrif: Rakagefandi fyrir Yin, hitalækkandi, þvagörvandi, draga úr bólgum.
Ábending: Veikindi með sótthita, bólga, blóðug uppköst, blóðnasir, ógleði, iðrabólga (Hiti í maga), matarteppa.
Framreiðsla: Ristuð og mulin, takið tvisvar á dag með timian(garða-blóðberg) tei, þrjá daga í röð, fyrir máltíð við iðrabólgu.
Soðinn grautur við öðrum ábendingum.

HRÍSGRJÓN (SÆT)
Eðli, bragð: Heitt, sætt.
Áhrif: Hita milta og maga, styrkja Kí, barka þvag.
Ábending: Magaverkur sem orsakast af kulda, niðurgangur, sykursýki, ör þvaglát, offita, blóðleysi.
Það sem mælir á móti: Ofneysla orsakar meltingartruflanir.
Framreiðsla:
Búið til graut eða borðið hrískökur við ábendingum.

HUNANG
Eðli, bragð: Hlutlaust, svalt og sætt.
Áhrif: Beinir orku upp á við, nærir Yin, styrkir Kí og blóð, mýkir þurrk, móteitur við eiturlyfjum, styrkir miðju-Jiao og styrkir milta.
“Langvarandi neysla á hunangi (50 gr. á dag) eykur viljastyrk, sefar hungurtilfinningu, er endurlífgandi og leiðir til langlífis” tilvitnun í gamalt lækningarit (materia medica.)
Ábending: Taugaslen, háþrýstingur, hjartaveiki, lifrar-, lungna- og augnveiki, hægðatregða, þurr hósti, hæsi, brunasár, kvefsár, blóðleysi, astma.
Það sem mælir á gegn: Niðurgangur, rRaki eða slím.
Framreiðsla:
Blandað við garðablóðbergs (timian) te, tekið á tóman maga á hverjum morgni við magasárum.
Borið útvortis á brunasár og sár.

HUMAR sjá RÆKJUR

HVEITI
Eðli, bragð: Örlítið svalt, sætt.
Áhrif: Beinir orku niður, styrkir blóð, Kí og Yin, nærir hjarta-orkuna, hitalækkandi, slekkur þorsta, dregur úr óróleika, þvagörvandi, róar andann, stöðvar svitamyndun.
Ábending: Hjartveiki, svefnleysi, hjartsláttarónót, sefasýki, munn- og hálsþurrkur, bólga og bjúgur, erfið þvaglát, svefnleysi, pirringur, óróleiki, einkenni tíðahvarfa, ósjálfráð svitamyndun, nætursviti, niðurgangur, brunasár.
Framreiðsla:
Mauk búið til úr ristuðu hveitimjöli og sesamolíu sem áburður á brunasár.
Te eða seyði við öðrum ábendingum.
,,Fljótandi hveiti”, hveiti sem er þurrara og flýtur á vatni, hefur meiri læknandi áhrif af því það er sterkara heldur en venjulegt hveiti. Það getur aukið orku, dregið úr þunglyndi, stöðvað óhóflega svitamyndun og nætursvita, einnig kælt brunatilfinningu í beinum kvenna sem þjást af örmögnun.

HVEITIKÍM
Eðli, bragð: Heitt, sætt. (sumir halda því fram að það sé kalt, bragðsterkt.)
Áhrif: Beinir orku upp á við, styrkir Yin, styður við og eykur Yang-orku og kemur reglu á Kí, eyðir stöðnuðu blóði, gagnast nýrum og hjarta, linar óróleika, stöðvar framgang sykursýki.
Ábending: Tilfinningalegur óróleiki, sykursýki.
Varúð: Verið þess fullviss að hveitikímið sé ferskt vegna þess að það getur auðveldlega þránað vegna hás olíuinnihalds.
Framreiðsla:
Búið til úr því brauð og borðið í miklu magni við sykursýki.

HVEITIKLÍÐ
Eðli, bragð: Hlutlaust, sætt.
Áhrif: Beinir orku niður, styrkir blóð og Kí, hægir á Yang, róar andann, losar Raka, eykur þarmahreyfingar.
Ábending: Óróleiki/geðshræring, bjúgur og bólga, há blóðfita, hægðatregða.
Það sem mælir á gegn: Ristilbólga, klíðið getur ert þarmaveggi/þarmaslímhimnu.
Framreiðsla:
Borðað sem hluti af reglubundnu fæði við hægðatregðu.
Te eða seyði við öðrum ábendingum.

HVÍTLAUKUR
Eðli, bragð: Heitt, bragðsterkt.
Áhrif: Beinir orku upp á við, styrkir Kí, styður við og eykur Yang-orku, hægir á Yin, styrkir og hitar lungu, maga og milta, kemur reglu á orkuflæði, vinnur gegn vírusum og sveppagróðri, afeitrar kjöt og sjávarfæðisrétti, drepur orma, eyðir Stöðnuðum mat og Stöðnuðu blóði, dregur úr graftarkýlum.
Því er haldið fram af Japönum að það sé efni í hvítlauk “ge” sem komi í veg fyrir magakrabbamein.
Ábending: Sýkingar, blóðkreppusótt, niðurgangur, ristilbólga ásamt sáramyndun, há blóðfita, krabbamein, blóðug uppköst og blóðugur hósti.
Það sem mælir á gegn: Hiti og þurrkur í augum.
Framreiðsla:
Sýkingar í leggöngum, sjóðið heilan hvítlauk, kælið soðið þar til það er volgt og skolið leggöng með soðinu.
Blóðugur hósti eða uppköst, berið á marinn, afhýddan hráan hvítlauk á báðar iljar, á nálapunkt Kí 1, skiptið um bakstur á fjögurra tíma fresti.
Blóðkreppusótt, þrír til fjórir geirar af maukuðum, hráum hvítlauk, blandaðir með heitu vatni; drekkið á tveggja tíma fresti.
Uppköst, eldið hvítlauk og engifer saman, blandað svolitlu hunangi í vökvann; drekkið einn dl. þrisvar á dag.
Eyrnaverkur og sýkingar í eyrum, hvítlaukur og ólífuolía eru hituð hægt upp að suðumarki, tekin af hitanum og látin standa í hálftíma, kælið svo olíuna að líkamshita og setjið einn dropa í hvort eyra á eins til tveggja stunda fresti þar til verkurinn er betri. (Vegna þess að hvítlaukur inniheldur rokgjarnar olíur sem innihalda virk bólgueyðandi efni, er nauðsynlegt að sjóða ekki blönduna, heldur aðeins hita hana.)
Iðraormar, borðið eldaðan og hráan hvítlauk á tóman maga; bíðið í þrjá tíma áður en annarrar fæðu er neytt.
Borðaður hrár við öðrum ábendingum.

HVÍTUR FISKUR
Áhrif: Bætir matarlyst, styrkir milta, eflir meltingu og þvaglát.

HVÍTUR FLATSVEPPUR
Eðli, bragð: Hlutlaust, sætt.
Áhrif: Lækkar lungnahita, styrkir milta og maga, stuðlar að myndun líkamsvessa, styrkir Yin, hressir blóðið, mýkir innyflin, dregur úr ölvun, nærir Yin, sérstaklega lungna-Yin.
Ábending: Hósti, þurr lungu, blóðugur hráki, óreglulegar tíðablæðingar, slagæðahersli, háþrýstingur, ölvun, staðnað blóð, hægðatregða.
Framreiðsla:
Soðinn í súpu.

HVÍTUR PIPAR
Áhrif: Linar Kulda í meltingarvegi.
Ábending: Kaldir kviðverkir, magaóróleiki, uppköst.
Framreiðsla:
Malaður, takið með mat við ábendingum.

HVÍTUR SYKUR
Eðli, bragð: Hlutlaust, svalt og sætt.
Áhrif: Beinir orku upp á við, styrkir blóð og Kí, mýkir lungu, myndar líkamsvessa, kemur jafnvægi á innvortis, styrkir milta, hægir á lifrarvirkni.
Það sem mælir á gegn: Ofneysla veikir miltað, framkallar innvortis Hita og slím, eykur blóðfitu og skemmir tennur.

HÝÐISHRÍSGRJÓN
Eðli, bragð: Hlutlaust, sætt.
Áhrif: Styrkja milta, næra maga, slökkva þorsta, draga úr pirringi, barka innyflin, stöðva niðurgang.
Ábending: Meltingartruflanir, niðurgangur, uppköst, ógleði, sumarhita pirringur, slæg melting, erfið þvaglát, ungabörn sem gúlpa upp móðurmjólkinni.
Framreiðsla:
Seyði úr ristuðum hrísgrjónum við gúlpi ungabarna.
Myljið og ristið, ein til tvær tsk. teknar daglega við niðurgangi.
Elduð við öðrum ábendingum.

HÆNUEGG
Eðli, bragð: Svalt, sætt.
Áhrif: Næra Yin, styrkja blóð, koma jafnvægi á ofvirk fóstur, mýkja þurrk, róa hjartað, auka líkamlega orku, vernda innyflin, stöðva rykkjakrampa.
Ábending: Þurr hósti, hás rödd, blóðkreppusótt, blóð- og Yin-skortur, ofvirkt fóstur, innvortis hiti, óregluleg líkamsorka.
Það sem mælir á gegn: Það er óhollt að borða of mörg egg.
Framreiðsla:
Gufusoðin við Yin- og blóðskorti.
Borðið með grænum lauk eftir barnsburð.
Eldið með hrísgrjónaediki við sársauka sem orsakast af blóðkreppusótt/iðrakreppu.
Borðið eitt harðsoðið egg á dag til að róa ofvirk fóstur.

Í

ÍGULKER
Ábending: Bráður niðurgangur, kuldatilfinning í kviði.

J

JARÐABER
Eðli, bragð: Svalt, sætt og súrt.
Áhrif: Beina orku niður, styrkja blóð og Kí, styðja við og auka Yang-orku, eyða stöðnuðu blóði, styrkja lifur og nýru, mýkja lungu, stuðla að myndun líkamsvessa, styrkja milta, styrkja kyngetu, styðja við viljastyrk, auka frjósemi, afeitrandi.
Ábending: Þurr hósti, aumur háls, erfið þvaglát, óhófleg þvaglát, matarteppa, lystarleysi, svimi.
Það sem mælir á gegn: Jarðaber hafa áhrif á lifrina, ofneysla getur valdið lifrartruflunum.
Framreiðsla:
Borðið fyrir máltíðir við lystarleysi, matarteppu, uppþembdum kvið og sársauka.
Maukuð eða búinn til safi við öðrum ábendingum.

JARÐHNETA
Eðli, bragð: Hlutlaust, sætt.
Áhrif: Beinir orku upp á við, styrkir blóð og Kí, slímhreinsandi, nærandi fyrir líkamann, eykur matarlyst, styrkir milta, kemur reglu á blóðið, mýkir lungu, eykur þvaglát, hjálpar til við myndun brjóstamjólkur.
Ábending: Sykursýki, bjúgur, mjólkurbæling, blóð í þvagi, svefnleysi, lystarleysi, hósti, nýrnabólga, háþrýstingur, magaverkur, of mikil magasýra, magasár, há blóðfitugildi.
Það sem mælir á gegn: Jarðhnetur ætti ekki að borða daglega, þær geta valdið háum blóðþrýstingi, blóðnösum eða Yang-einkennum. Eingöngu þeir sem þjást af sykursýki eða þunglyndi af Yin-gerð hafa gagn af því að borða jarðhnetur reglulega.
Framreiðsla:
Te eða seyði úr mulinni jarðhnetuskel, takið þrisvar á dag við háþrýstingi.
Látnar liggja í bleyti í ediki í sjö daga, tíu jarðhnetur borðaðar tvisvar á dag við háþrýstingi.
Tvær til fjórar tsk. af jarðhnetuolíu, teknar í byrjun morguns, við iðrabólgu og magasári.

K

KAFFI
Eðli, bragð: Heitt, sætt og beiskt.
Áhrif: Styrkir hjarta og eld, örvandi, þvagdrífandi, örvar meltingu.
Ábending: Væg bólga, hægðatregða, svefnhöfgi, þróttleysi, óskýr hugsun, ábendingar sem kalla á örvun.
Það sem mælir á gegn: Kaffi er ávanabindandi og ætti að neyta þess í hófi. Stórir skammtar eru skaðlegir hjarta og eldi. Forðist kaffi ef þið þjáist af háum blóðþrýstingi, svefnleysi, taugaveiklun, magasári og súrum maga.

KAFFI FÍFILL
Eðli, bragð: Svalt, beiskt.
Áhrif: Dregur úr Hita í lifur, gagnast gallblöðru.
Ábending: Gula vegna lifrabólgu.

KANILL
Eðli, bragð: Heitt, bragðsterkt og sætt.
Áhrif: Eykur Yang-orku, styrkir milta og maga, vermir allan Kulda í líkamanum, stöðvar sársauka, eflir hringrás blóðs.
Ábending: Kvef, kviðverkir vegna staðnaðs kulda, lystarleysi vegna magakuls, verkur neðan í baki, kaldir útlimir, haull.
Það sem mælir á gegn: Þungun.
Framreiðsla:
Te eða seyði.

KANTALÚPU MELÓNA
Eðli, bragð: Kalt, sætt.
Áhrif: Styrkir Yin, hitalækkandi, slekkur þorsta, linar Sumar-Hita, auðveldar þvaglát.
Ábending: Þorsti vegna Sumar-Hita, lungnakýli, pirringur.
Það sem mælir á gegn: Köld einkenni, saga af blóðugum hósta eða blóðugum uppköstum, niðurgangur, magabólgur, hjartveiki, viðkvæmur magi.
Athugið að melónum hættir til þess að rotna auðveldlega í maganum og ætti því að borða þær einar sér en ekki samhliða annarri fæðu. Óhóflegt melónuát getur leitt til skertrar orku, gleymsku og máttleysis í útlimum.
Framreiðsla:
Borðið melónuna hráa við öðrum ábendingum.

KANTALÚPUFRÆ
Áhrif: Slímhreinsandi, lina bólgur og blóðstorknun í kviði.
Ábending: Óþægindi í meltingarvegi, andremma, hringormur
Framreiðsla:
Mulin í duft, blönduð hunangi og búið til mauk. Takið litla tsk. á morgnana eftir tannburstun við andremmu.
Heil fræ eru mulin í duft, sem er lagt í bleyti í hrísgrjónavíni í nokkra klst., borið á útvortis við hringorma-sýkingum.
Til þess að koma af stað uppköstum, setjið þurrkuð og mulin fræ í heitt vatn og drekkið.
Möluð í duft og tekin með vatni við öðrum ábendingum.

KAPERS
Eðli, bragð: Heitt, bragðsterkt og beiskt.
Áhrif: Beinir orku upp á við, styrkir Kí, hægir á Yin, aðstoðar Yang, kemur reglu á Kí og fjarlægir staðnað blóð.

KARDIMOMMUFRÆ
Eðli, bragð: Heitt, bragðsterkt.
Áhrif: Hita meltinguna, Rakaeyðandi, endurlífga Kí-flæði, stöðva uppköst, styrkja nýru og milta.
Ábending: Raki, niðurgangur, ógleði, uppköst, magasár, matarstöðnun í kvið og uppþembingur.
Framreiðsla:
Maga- og skeifugarnarsár, te úr kardimommufræjum og ferskri engiferrót drukkið á tóman maga á hverjum morgni.
Kviðverkir og stöðnun, búið til te úr kardimommufræjum, negul og appelsínuberki, drekkið þrisvar á dag.
Ógleði og niðurgangur, ein tsk. kardimommuduft hrærð út í einn bolla af heitu vatni, drukkið þrisvar á dag.

KARFI
Áhrif: Styrkir lifur og nýru, styrkir maga og milta.
Ábending: Gigt, bjúgur.

KAROB BELGUR
Eðli, bragð: Heitt, sætt.
Áhrif: Fróar og róar andann.
Ábending: Notað sem valkostur í stað súkkulaðis og við koffínfíkn.
Það sem mælir á móti: Ofneysla á karob leiðir til óróleika.

KARTAFLA
Eðli, bragð: Svalt, sætt.
Áhrif: Beinir orkunni upp, styrkir blóð og Kí, linar sársauka í fleiðrum, styrkir milta, leiðréttir magaorku, mýkir innyfli, stuðlar að auknum þvaglátum, græðir þrota.
Ábending: Maga- og skeifugarnarsár, hægðatregða, exem, meiðsli á húð, bólga, smár vöxtur, þroti í augum.
Framreiðsla:
Hrár kartöflusafi, tvær tsk. daglega, takið á tóman maga við meltingarvandamálum.
Hrár kartöflusafi borin á útvortis við öllum þrota í húð eða augum.
Marin sem áburður á exem.
Soðnar kartöflur sem hluti af reglubundnu fæði við smáum vexti.

KASTANÍA
Eðli, bragð: Heitt, sætt og salt.
Áhrif: Styrkir nýru, maga og milta, styður við og eykur Yang-orku, styrkir meltingu, magnar og hreyfir Kí og blóð, hægir á Yin, hóstastillandi, fjarlægir staðnað blóð, rekur út orma.
Ábending: Slöpp nýru, bakverkur, þróttleysi í fótum og fótleggjum, ör þvaglát, ógleði, ropi, hiksti, þrálátt lungnakvef, hósti, astma, niðurgangur, áverkar á húð, slitnar sinar, brákuð bein, bólga og sársauki ásamt blóðstorknun.
Framreiðsla:
Borðið daglega tvær hráar kastaníur við nýrna slappleika.
1.5 – 3 gr. af ristuðu og muldu hýði, bætt í hrísgrjónagraut við ógleði, hiksta og magaóreglu.
Mulin í fínmalað mjöl og soðin sem grautur við niðurgangi.
Gufusoðin kastanía og kastaníulauf í te við þrálátum hósta og lungnakvefi.
Stöppuð, hrá, borin á húð til að draga út flísar og gröft, einnig við sárum og meiðslum á húð.
Borðuð hrá, reglulega við öllum ábendingum.

KÁL (RAUTT OG GRÆNT)
Eðli, bragð: Kalt, sætt.
Áhrif: Beinir orkunni upp á við, styrkir blóð og Kí, hitalækkandi, mýkir meltingarveginn, stöðvar hósta, nærir hjartað, lifrina og nýrun.
Ábending: Hægðatregða, kíghósti, hitakóf, kvef ásamt hita, kalsár.
Framreiðsla:
Einn fjórði úr kálhöfði og þrír grænir laukar, soðnir í tíu mínútur, drukkið við hægðatregðu.
Te eða soðning við öðrum ábendingum.
Heitt te notað útvortis til þess að lauga kálsár.

KIRSUBER
Eðli, bragð: Heitt, sætt.
Áhrif: Styrkja Kí, blóð og Yang, hægja á Yin, gagnast húð og öllum líkamanum, endurlífga, styrkja milta, örva matarlyst, stöðva blóðkreppusótt og niðurgang, svala þorsta, fjarlægja staðnað blóð, endurnýja vessa, stöðva sáðlát, valda langlífi.
Ábending: Mislingar, brunasár, niðurgangur, blóðkreppusótt, þorsti, ótímabært sáðlát, almennt máttleysi, slappleiki, gigt, barkabólga, dofi í útlímum.
Það sem mælir á gegn: Ofát veldur ógleði, uppköstum, sárum á húð og hitatilfinningu. Ofátið skaðar bein og sinar.
Framreiðsla:
Bakstur lagður á útvortis brunasár.
Látið kirsuberjasteina liggja í ediki þar til þeir leysast upp, berið svo á svæðisbundið við stækkuðum skjaldkirtli eða ofvirkni skjaldkirtils.
Steikið kirsuberjasteina með ediki, stappið í duft; takið eina tsk. daglega, við sársauka vegna hauls.
Borðið berin hrá eða drekkið safa við öllum öðrum ábendingum.

KIRSUBERJALAUF
Áhrif: Hita maga, styrkja milta, stöðva blæðingar.
Ábending: Meltingartruflanir, niðurgangur, blóðug uppköst, gyllinæð.
Framreiðsla:
Te eða seyði.

KÍNAEPLI (PERUEPLI)
Eðli, bragð: Kalt, sætt.
Áhrif: Styrkir Yin, endurnýjar líkamsvessa, slekkur þorsta, róar hjartað, mýkir lungun, dregur úr óróleika, stuðlar að þvaglátum, hitalækkandi, afeitrandi, mýkir háls, slímhreinsandi, beinir Kí niður á við og stöðvar hósta.
Ábending: Hósti vegna Hita í lungum, óhófleg slímmyndun, þorsti, þurr háls, hæsi, sársauki í sjónhimnu, hægðatregða, erfið þvaglát, sár á húð vegna hita, ölvun, óróleiki, sykursýki, háþrýstingur.
Það sem mælir á móti: Kuldi í maga og milta, þungun, blóðleysi.
Framreiðsla:
Drukkinn safi úr þeim eða þau borðuð hrá við flestum ábendingum.
Kjarnahreinsuð og gufusoðin við kuldaeinkennum í líkamanum.

KÍNAKÁL
Eðli, bragð: Kalt, sætt.
Áhrif: Hitalækkandi, mýkir meltingarveginn, þvagörvandi, framkallar svita.
Ábending: Pirringur, óróleiki, hægðatregða, erfið þvaglát.
Framreiðsla:
Eldað í súpu við hægðatregðu og erfiðum þvaglátum.
Blandað með engifer, látið malla í te og drukkið við kvefi.

KÍNVERSK DAÐLA (rauð eða svört jujube)
Eðli, bragð: Hlutlaust, sætt.
Áhrif: Styrkir milta, styrkir Yin, nærir líkamann, styrkir blóð, mýkir lungu, stöðvar hósta, stöðvar niðurgang, kemur á jafnvægi.
Ábending: Yin skortur, slæleg melting, hósti, nætursviti, ósjálfráður sviti, slappleiki, blóðleysi, blóð í þvagi, niðurgangur, marblettir, taugaáfall.
Það sem mælir á gegn: Ofneysla leiðir til aukinnar slímmyndunar, uppþembu í kviði og getur valdið tannskemmdum.
Framreiðsla:
Te eða seyði.

KÍNVERSK SVESKJA
Eðli, bragð: Heitt, súrt.
Áhrif: Barkar innyflin, stöðvar niðurgang, drepur orma, stöðvar hósta, þéttir lungu, slekkur þorsta, eflir líkamsvessa.
Ábending: Blóðkreppusótt, iðraormar, hósti, Yin-skortur.
Framreiðsla:
Te eða seyði við blóðkreppusótt og iðraormum.
Safi við öðrum ábendingum.

KÍNVERSKUR GRASLAUKUR
Eðli, bragð: Heitt, bragðsterkt.
Áhrif: Styrkir nýru og kynlífsvirkni, fjarlægir Raka, hitar líkamann.
Ábending: Veik nýru, Kaldur magaverkur, hvít útferð úr leggöngum, niðurgangur, þvaglát í svefni, sáðlát um nætur, ófrjósemi, tíðastopp.
Framreiðsla.
Eldið kínverskan graslauk með svörtum baunum, svörtum sesamfræjum, valhnetum, súrum plómum og tveimur tsk. af hunangi. Búið til mauk úr þessu og takið eina msk. þrisvar á dag við öllum tegundum af nýrnaslappleika.
Eldaður við öðrum ábendingum.

KJÚKLINGUR
Eðli, bragð: Heitt, sætt.
Áhrif: Styrkir Kí, nærir blóð, hjálpar vanvirkum nýrum, gagnast milta og maga, hægir á Yin, styrkir Jing, hitar, fjarlægir staðnað blóð.
Ábending: Slappleiki eftir barnsburð, slappleiki í eldra fólki, Köld iktsýki, slappleiki eftir veikindi eða blóðmissi, niðurgangur, lystarleysi, bjúgur, sykursýki, ör þvaglát, óhóflegar eða óreglulegar blæðingar úr leggöngum, hósti.
Það sem mælir á gegn: Öll Hitaeinkenni.
Eins og með allt kjötmeti þá eru kjúklingar aðeins heilbrigðir til neyslu þegar þeir eru aldir á heilbrigðu fóðri.
Framreiðsla:
Eldað með kínverskri hvönn (dang gui) við slappleika og blóðleysi.
Eldað með hýði/berki af granatepli við gigt.

KJÚKLINGALIFUR
Áhrif: Endurlífgar Yang-orku, styrkir nýru, skerpir sjón.
Ábending: Ósjálfráð þvaglát að nóttu, óskýr sjón hjá öldruðum.

KOMBU ÞARI sjá ÞARI/BELTISÞARI

KÓKOSHNETA
Eðli, bragð: Heitt, sætt.
Áhrif: Beinir orku upp á við, styrkir Kí og blóð, styrkir líkamann, dregur úr bólgum, stöðvar blæðingu, drepur orma, gagnast hjarta og milta, vindlosandi, myndar líkamsvessa.
Ábending: Slappleiki, blóðnasir, ormar í iðrum eða í/á húð.
Framreiðsla:
Við ormum: borðið hálfa kókoshnetu og drekkið safann úr henni á tóman maga á hverjum morgni. Bíðið í þrjár klukkustundir áður en annarrar fæðu er neytt.
Hrá og í safa við öðrum ábendingum.

KÓKÓSMJÓLK
Áhrif: Styrkir Yin, kemur reglu á blóðsykur.
Ábending: Sykursýki, bjúgur, blóðug uppköst.

KÓRIANDER
Eðli, bragð: Heitt, bragðsterkt.
Áhrif: Beinir orku upp á við, styrkir Yang, hægir á Yin, framkallar svita, eflir meltingu, heldur hiksta niðri, styrkir maga, eflir hringrás blóðs, gagnast hjarta og milta, nær til allra fjögurra útlima, kemur reglu á Kí.
Ábending: Mislingar sem brjótast ekki út, meltingartruflanir, sótthiti, höfuðverkur, kviðuppþemba, óregluleg þvaglát og hægðir, lélegur hárvöxtur, himna á auga.
Framreiðsla:
Te eða seyði með fræjum, appelsínuberki og engifer, við meltingartruflunum.
Mulið og borðað með mat við öðrum ábendingum.

KRABBI
Eðli: Svalt, salt.
Áhrif: Styrkir Yin, dregur úr innvortis hita, dreifir úr blóðstorknun, mýkir þurrk, græðir brotin bein, hreinsar burt innvortis stíflur, linar sársauka.
Ábending: Gula, brotin bein, innvortis hiti og blóðstorknun.
Framreiðsla:
Ferskur krabbi, marinn og blandaður saman við glas af hituðu víni, drukkið í einum teig. Krabbinn er einnig nýttur útvortis við beinbrotum.
Bakaður og mulinn í duft, blandaður við hitað vín og drukkið við beinbrotum og gulu.

KRÆKLINGUR
Eðli, bragð: Kalt, heitt og salt.
Áhrif: Styrkir Yin, kemur reglu á tíðablæðingar og eyðir stöðnuðu blóði, styrkir lifur og nýru, sæðisaukandi, styrkir blóð og Kí, gagnast Jing, hjálpar Yang, mýkir þurrk, læknar ofvirkan skjaldkirtill, stöðvar útferð úr leggöngum.
Ábending: Yin- og blóðskortur, háþrýstingur, slagæðahersli, ofvirkur skjaldkirtill, útferð úr leggöngum, svimi og nætursviti, óhóflegar tíðablæðingar, orkuskortur, nýrnaveiki, blóð í hægðum, blóðstorknun, blóðug uppköst.
Framreiðsla:
Soðinn með sellerí við háþrýstingi og slagæðahersli.
Eldaður með appelsínuberki við Yin-skorti nýrna.
Eldaður með svínakjöti og borðaðir fyrir upphaf tíðablæðinga við óhóflegum blæðingum.
Látinn í bleyti í hvítvíni, eldaður og borðaður við öllum kvillum neðarlega í kviðarholi og neðra baki.
Eldaður og borðaður við öðrum ábendingum.

KÚMENFRÆ
Eðli, bragð: Heitt, bragðsterkt/beiskt/sætt.
Áhrif: Styrkja magann, auka matarlyst, koma á reglu og auka orku.
Ábending: Þursabit, haull, magaverkur, uppköst og hiksti vegna kuls í maga.
Framreiðsla:
Te eða seyði við öllum ábendingum.

L

LAMBAKJÖT
Eðli, bragð: Heitt, sætt.
Áhrif: Beinir orku upp á við, styrkir blóð, Kí og Yang, hægir á Yin, kuldadrífandi, vermir miðju- og lægra-Jiao, gagnast milta og hjarta, eyðir stöðnuðu blóði, eykur matarlyst, hjálpar til við mjólkurmyndun.
Ábending: Nýrnavanvirkni sem stuðlar að bakverk, ófrjósemi, kuldaeinkenni, ábendingar um skort, blæðingar eftir fæðingu, skortur á brjóstamjólk, hvít útferð úr leggöngum.
Það sem mælir á gegn: Hitaeinkenni, bjúgur, kvef, tannpína. Ætti ekki að neyta þess þegar heitt er í veðri.
Framreiðsla:
Eldað.

KRÓKALAPPA (AF KÖRFUBLÓMAÆTT)
Eðli, bragð: Kalt, bragðsterkt og beiskt.
Áhrif: Hitalækkandi, vindeyðandi, skerpir sjón, styrkir nýru og blóð.
Ábending: Kvef sem orsakast af Vind-Hita, aumur háls, mislingar, augnslímhúðarbólga, hettusótt.
Það sem mælir á gegn: Niðurgangur.
Framreiðsla:
Te eða soðning, notað innvortis sem útvortis til að lauga augun við augnakvefi.
Te eða soðning við öðrum ábendingum.

LAUKUR
Eðli, bragð: Heitt, bragðsterkt.
Áhrif: Beinir orku upp á við, styrkir og kemur reglu á Kí, hægir á Yin, styður við og eykur Yang-orku, eyðir Stöðnuðu blóði, stuðlar að svitamyndun, slímlosandi, þvagörvandi.
Ábending: Kvef, bráð eða þrálát ennis og kinnholusýking, sýking í efri öndunarvegi, ofnæmi, erfið þvaglát, háþrýstingur, iðraormar, sumar tegundir af graftarkýlum og sárum.
Framreiðsla:
Búið til bakstur úr hráum lauk við graftarkýlum og sárum á húð; farið varlega svo laukurinn brenni ekki húðina því hann er sterkur /ertandi.
Gufusoðinn laukur er lagður sem bakstur á CV 4 (nálastungupunktur) við erfiðum þvaglátum.
Lauksafi borinn á kinn- og ennisholur og undir nefið til innöndunar við sýkingum í efri öndunarvegum og skútabólgu.
Maukaður, hrár laukur blandaður með sesamolíu, neytt á tóman maga tvisvar a dag í þrjá daga við iðraormum (t.d. njálg) í börnum.
Hrár laukur borðaður daglega við flestum af ofangreindum ábendingum.

LINSUBAUNIR
Eðli, bragð: Örlítið heitt, sætt.
Áhrif: Styrkja blóð og Kí, styrkja Wei Kí, koma jafnvægi á meltingu, styrkja maga, milta og hjarta, lækka stjórnlaust Kí, lækka Sumar-Hita.
Ábending: Kólera(iðrabólga), uppköst, niðurgangur, blóðkreppusótt, bakflæði.
Framreiðsla:
Súpa soðin við öllum ábendingum.

LITKABER
Eðli, bragð: Heitt, sætt og barkandi.
Áhrif: Beina orku niður, næra blóðið, styrkja Yang og hægja á Yin, róa andann, róa lifur, koma reglu á Kí, fjarlægja Staðnað blóð, mynda líkamsvessa.
Ábending: Haull, ábendingar um skort og slappleika, pirringur, órólegt hjarta, þvagleki í svefni, ógleði, uppköst, iðraloft.
Það sem mælir á gegn: Ofneysla getur leitt til blóðnasa, sótthitatilfinningar og þorsta. Má alls ekki nota við neinum hitaábendingum.
Framreiðsla:
Sjö þurrkuð litkaber og sjö kínverskar döðlur (jujube) í te/seyði, drukkið daglega við slappleika og blóðskorti.
Tíu þurrkað litkaber daglega við þvaglátum í svefni.
Þurrkuð, ristuð og mulin litkaber ásamt kjarnanum/steinum/kernel, takið með heitu vatni við öllum meltingartruflunum.
Sjö þurrkuð litkaber, maukuð og soðin með tveimur bollum af vatni, takið þrisvar á dag við taumlausum blæðingum eftir barnsburð eða fóstureyðingu.
Ein tsk. af bökuðum og muldum kjarna/steini tekin daglega á tóman maga við haul.
Te eða seyði.

LÓTUS ÁVÖXTUR OG FRÆ
Eðli, bragð: Svalt, sætt.
Áhrif: Beinir orku niður, styrkir blóð, Kí og Yin, nærir hjartað, styrkir nýru og innviði, eflir andann, eykur líkamsorku, tónik fyrir miltað, hefur stjórn á innyflunum.
Lótus ávextir og fræ auka léttleika og hægja á öldrun.
Ábending: Ótímabært sáðlát, þrálátur niðurgangur, útferð úr leggöngum, uppköst, slappleiki.
Framreiðsla:
Steikið sex ávexti þar til þeir eru gulleitir, myljið í duft, takið með vatni við óstöðvandi uppköstum.
Borðið soðin fræ reglulega til að koma í veg fyrir tilhneiginguna til fósturláts.
Elduð fræ og ávextir við öðrum ábendingum.

LÓTUSFRÆ
Eðli, bragð: Hlutlaust, sætt.
Áhrif: Styrkja nýru, barkandi, bætiefnarík tónik.
Ábending: Slappleiki í nýrum, ör þvaglát, ófyrirséð sáðlát, niðurgangur.
Framreiðsla:
Soðin fræ við öllum ábendingum.

LÓTUSRÓT
Eðli, bragð: Svalt, sætt.
Áhrif: Mjög heilandi, hitalækkandi, slekkur þorsta, dregur úr pirringi, stöðvar blæðingu, styrkir maga og milta, bætir matarlyst, byggir upp vöðva, stuðlar að auknum þvaglátum, kælir og nærir blóðið og kemur reglu á hringrás þess, hreinsar uppsafnað slím úr líkamanum.
Ábending: Erfið þvaglát, blóðug uppköst, blóðnasir, blóð í hægðum eða þvagi, háþrýstingur, iðrakveisa, ristilbólga, dreyrasýki.
Framreiðsla:
150 gr. kramin/marin, fersk rótin, blönduð með radísusafa. Eitt glass drukkið tvisvar daglega við innvortis blæðingum.
Búið til safa úr 900 gr. marin, fersk rótin, ein pera, 450 gr. ferskar kastaníur, 450 gr. ferskur reyrsykur, eitt glas drukkið þrisvar á dag til að lækna dreyrasýki.
Safi drukkinn daglega við öllum ábendingum.
Lótusrótarsterkja elduð í hrísgrjónagraut, borðuð volg við blæðingum í meltingarvegi.
Elduð 30 mínútur í vatni, bætið við sojasósu, borðað við slímsöfnun, sérstaklega í öndunarvegi.

M

MAÍS
Eðli, bragð: Svalt, sætt.
Áhrif: Stöðvar blæðingu, stuðlar að þvagláti, gagnast gallblöðru, lækkar blóðþrýsting, hitalækkandi, afeitrar.
Ábending: Erfið þvaglát, gallsteinar, lifrabólga, gula, háþrýstingur, hjartveiki.
Framreiðsla:
Soðin maís hárin í te eða seyði við öllum ábendingum.

MAÍSKÓLFUR
Áhrif: Styrkir milta, Rakadrífandi.
Ábending: Bjúgur, taugakröm, niðurgangur.
Framreiðsla:
Soðinn.

MAÍSMJÖL
Eðli, bragð: Hlutlaust, sætt.
Áhrif: Styrkir Kí, styrkir maga og milta, gagnast hjarta, þvagörvandi, örvar gallflæði.
Ábending: Slæg melting, hjartveiki, hár blóðþrýstingur, bjúgur, gallsteinar.
Framreiðsla:
Búið til velling og borðið reglulega við öllum ábendingum.

MALT
Eðli, bragð: Heitt, sætt.
Áhrif: Beinir orku upp á við, styrkir blóð og Kí, hægir á Yin, styður við og eykur Yang-orku, fjarlægir Staðnað blóð, mýkir þurrk, myndar vessa, örvar meltingu, kemur jafnvægi á innvortis, stillir og kemur reglu á orkuflæði.
Ábending: Bólgur í kviði, lystarleysi, uppköst, niðurgangur, þrútin brjóst hjá mjólkandi mæðrum.
Framreiðsla:
Steikið þar til svart, myljið í duft, takið með vatni við niðurgangi.

MALTÓSI
Áhrif: Styrkir Yin, hressir upp á líkamsorkuna, hindrar innvortis Kulda, styrkir milta og maga, mýkir lungu, lagar innvortis slappleika.
Ábending: Kaldur magaverkur, þrálátt magasár, hósti, hálssærindi, Hiti eða Eldur innvortis, slappleiki.
Framreiðsla:
Takið með volgu vatni eða sem síróp með mat við öllum ábendingum.

MANDARÍNA
Eðli, bragð: Svalt, sætt og súrt.
Áhrif: Beinir orku niður, styrkir blóð, Kí og Yin, hægir á Yang, kemur reglu á Kí, lækkar maga-Hita, styrkir milta, myndar vessa, mýkir lungu, slekkur þorsta, dregur úr ölvun, stuðlar að þvagláti.
Ábending: Aumur háls, vökvaskortur eftir hita-sjúkdóma, þorsti, alkóhólismi, bjúgur.
Framreiðsla:
Soðinn börkur og drukkinn sem te við hálssærindum.
Bakið og myljið hvítuna innan úr berkinum í duft að viðbættu smávegis salti. Takið svo sex gr. af duftinu með vatni tvisvar á dag við ölvun/vímu og þorsta.
Sjálfur ávöxturinn er svo borðaður við öðrum ábendingum.

MANDLA
Eðli, bragð: Hlutlaust, sætt.
Áhrif: Styrkir Kí og blóð, loftar lungun, linar hósta og astma, umbreytir slími, mýkir meltingarveg, kemur jafnvægi á orkuna.
Ábending: Slím, lungnakvillar, astma, hægðatregða, hósti.
Það sem mælir á gegn: Raki.
Framreiðsla:
Myljið möndlur saman við ávaxtasykur; leysið upp tvær msk. í vatni og drekkið daglega til að koma jafnvægi á orkuna.
Borðaðar eins og þær koma fyrir við öðrum ábendingum.

MANGÓ
Eðli, bragð: Hlutlaust og svalt, sætt og súrt.
Áhrif: Beinir orku niður á við, styrkir Yin, Kí og blóð, hægir á Yang, endurnýjar líkamsvessa, stöðvar hósta, slekkur þorsta, styrkir maga og leiðréttir óreglulegt orkuflæði maga-Kí, stuðlar að þvagláti.
Ábending: Hósti, þorsti, ófullnægjandi melting, stækkaður blöðruhálskirtill, ógleði, uppköst, erfið þvaglát.
Það sem mælir á gegn: Ofneysla getur valdið kláða eða húðútbrotum.
Framreiðsla:
Soðið hýði og fræ við stækkuðum blöðruhálskirtli og erfiðleikum við þvaglát.
Safi við slælegri meltingu.

MARGLYTTA
Áhrif: Dregur úr innvortis hita, lækkar blóðþrýsting, slímhreinsandi, eyðir innvortis stíflu, mýkir innyflin, tryggir fóstur.
Ábending: Astma, þrálát barkabólga, kýli í lungum, lungnakvef, hósti með slímugum uppgangi, brjóstverkur, kviðbólga, hægðatregða, útferð úr leggöngum, vannæring, gula, háþrýstingur, fleiður.
Framreiðsla:
40 gr. bökuð með ostruskel (sex gr.) og skelfisk skel (sex gr.), myljið í duft, blandið með hunangi og búið til mauk. Skiptið í þrjá hluta til að taka eftir máltíð yfir einn dag. Endurtakið eftir tíu daga til að lækna þráláta barkabólgu.
Eftir að allt salt hefur verið þvegið af með sjóðandi vatni, þá er marglyttan soðin í súpu með vatnshnetum og gulrótum, borðuð við lungnavandamálum og háþrýstingi.
Soðin með döðlum og hrásykri þar til súpan er orðin þykk, takið eina tsk. af súpu þrisvar á dag við magasári.

MJÓLK OG MJÓLKURAFURÐIR (kýr)
Eðli, bragð: Hlutlaust, sætt.
Áhrif: Beinir orku upp á við, styrkir Yin, Kí og blóð, gagnast lungum, maga, hjarta, lifur og nýrum, mýkir þurrk.
Ábending: Bætiefnaskortur, slappleiki, vannæring, blóðleysi, hægðatregða, þurrkur, heitur magi (magasár, iðrabólga, bakflæði o.fl.), sykursýki.
Það sem mælir á gegn: Rakar eða kaldar ábendingar, niðurgangur. Heilsugott fólk ætti ekki að neyta mjólkur þar sem það getur valdið slímmyndun hjá þeim. Enginn ætti að neyta mjólkurvara daglega.
Ofnæmi fyrir mjólk er mjög algengt og einkenni geta verið; stöðug nefstífla, ennis- og kinnholubólga, eyrnasýkingar, exem, astma, meltingartengdir sjúkdómar.
Framreiðsla:
Blandað með sauðamjólk og drukkið reglulega við sykursýki.
Soðin við öðrum ábendingum.

MÓÐURMJÓLK
Áhrif: Styrkir blóð, mýkir þurrk.
Ábending: Skortur, lömun, sykursýki, hægðatregða, óskýr sjón.

MELASSI
Eðli, bragð: Heitt, sætt.
Áhrif: Styrkir Kí, styrkir milta, mýkir lungu, stöðvar hósta.
Ábending: Maga- og kviðverkir, Kí-skortur, hósti, þvagleki í svefni.
Framreiðsla:
Takið með heitu vatni eða jurtatei að eigin vali.

MÓRBER
Eðli, bragð: Örlítið kalt, sætt.
Áhrif: Beina orku niður, auka Yin-orku, tónik fyrir lifrina, slökkva þorsta, afeitrandi, næra blóð og Kí, styrkja nýru, mýkja lungu og liðamót, efla hringrás blóðs, lina hægðatregðu, róa andann, auka þvaglát.
Ábending: Þorsti, pirringur, munnþurrkur, sykursýki, blóðleysi, hægðatregða, bakverkur vegna vanstarfsemi í nýrum, ölvun, eitlastækkun, óskýr sjón, svefnleysi, gigt, lömun útlima, allskonar útgáfur af taugapínu.
Framreiðsla:
Tvær tsk. mórberja síróp, tekið tvisvar á dag við hósta.
Safi við hægðatregðu.
Te eða seyði við svefnleysi.
Soðið í súpu við öðrum ábendingum.

MUNG BAUNIR
Eðli, bragð: Mjög svalt, sætt.
Áhrif: Hitalækkandi, afeitrandi, slökkva þorsta, stuðla að þvagláti, bólgueyðandi, hjálp við bjúg á fótum, draga úr blóðþrýstingi, skerpa sjón, vinna á móti eiturefnum.
Ábending: Bjúgur, augnslímhúðarbólga, sykursýki, blóðkreppusótt, Sumar-Hita vandamál, hitaslag, ofþurrkur, matareitrun, blóðkýli, graftarkýli og blöðrur á brjóstum/brjóstkassa og , ofsakláði og húðmeiðsli, alkóhólismi.
Það sem mælir á gegn: Köld einkenni. Konur sem vilja verða ófrískar ættu að forðast þær.
Framreiðsla:
5:1 af mung baunum á móti svörtum pipar, mulið í duft, ein msk. þrisvar á dag við niðurgangi.
Muldar, tvær msk. tvisvar á dag við graftarkýlum og blöðrum á brjóstum/brjóstkassa, húðvandamálum og alkóhólisma.
Hráar, búin til safi við ofsakláða og slæmum húðmeiðslum.
Soðnar í súpu við öðrum ábendingum.

MUNG BUNASPÍRUR
Ábending: Alkóhólismi.

MUSTERISTRÉ, LAUF
Áhrif: Styrkja hjartað, stjórna lungum, rakadrífandi, stöðva niðurgang.
Ábending: Hjartverkur, hraðsláttur, hósti, útferð úr leggöngum, kransæðasjúkdómar.
Það sem mælir á gegn: Ginkó lauf eru lyf og ætti að fara með þau sem slíkt, af varkárni.
Framreiðsla:
Te eða seyði.

MÚSKAT
Eðli, bragð: Heitt, bragðsterkt.
Áhrif: Beinir orku upp á við, styrkir og kemur reglu á Kí, hægir á Yin, styður við og eykur Yang-orku, eyðir blóð- og matarstöðnun, hitar Mið-Hitara, eflir meltingu.

MÖR
Áhrif: Styrkir Yin, mýkir þurrk, afeitrar.
Ábending: Þurr húð, þurr hósti, hægðatregða.

N

NAUTAKJÖT
Eðli, bragð: Heitt, sætt.
Áhrif: Styrkir Yin, Kí og blóð, styrkir milta og maga, rakaeyðandi, linar bjúg, styrkir bein og sinar.
Ábending: Bjúgur, uppþembingur og fylli í kvið , slæmt bak og léleg hné, vanvirkur magi og milta.
Það sem mælir á gegn: Allar tegundir af sárum á húð, lifrarbólga, hvers konar nýrnasýkingar.
Framreiðsla:
Eldið hakk, látið í bleyti í sjóðandi vatn í tíu mínútur; drekkið soðið til að styrkja blóðið, Kí og vanvirkt milta.
Látið hakkið malla í vatni í tvo tíma; drekkið seyði við bjúg eða þrálátum niðurgangi.

NAUTA LIFUR
Eðli, bragð: Hlutlaust, sætt.
Áhrif: Styrkir lifur og blóð, skerpir sjón.
Ábending: Óskýr sjón, svimi, náttblinda, sjóntaugahrörnun, blóðkreppusótt, niðurgangur.
Framreiðsla:
Soðin og krydduð með edik við niðurgangi.
Eldað með vínberjum við sjónvandamálum.

NEGULL
Eðli, bragð: Heitt, bragðsterkt.
Áhrif: Styrkir Yang, hitar miðjuna, lagar innvortis Kulda, snýr við óeðlilegu Kí orkuflæði, hitar nýrun, stöðvar sársauka.
Ábending: Magaverkur vegna Kulda, uppköst, ógleði, ropi, hiksti, tannpína.
Framreiðsla:
Te eða seyði við magakuli.
Ein teskeið negulduft í heitt vatn við uppköstum, ógleði og ropa.
Tannpína – setjið negulnagla í góminn fyrir ofan eða neðan sýktu tönnina þar til dregur úr sársauka.

NÝRNABAUNIR
Eðli, bragð: Hlutlaust, sætt.
Áhrif: Styrkja nýrna-Yin, styrkja bakið, styrkja meltingu, þvagörvandi.
Nýrnabaunir innihalda efni sem er sagt að komi í veg fyrir æxlisvöxt.
Ábending: Bólga og bjúgur, erfið þvaglát, niðurgangur, óeðlilegt orkuflæði hjá maga-Kí, hósti.
Framreiðsla:
Eldað í bragðsterkri súpu við öllum ábendingum.

NÍPA
Eðli, bragð: Heitt, sætt og bragðsterkt.
Áhrif: Beinir orku upp á við, styrkir blóð og Kí, stuðlar að svitamyndun, vind- og rakaeyðandi, linar sársauka, stöðvar blæðingar.
Ábending: Kvef af Vind-Kulda gerðinni, höfuðverkur, vöðvaverkur/vöðvabólga, svimi, gigt, stífkrampi.
Framreiðsla:
Ristuð næpa í te við blæðinga-vandamálum.
Te drukkið við öllum öðrum ábendingum.

NÆPA
Eðli, bragð: Svalt, sætt, beiskt og bragðsterkt.
Áhrif: Beinir orku upp á við, styrkir blóð, Kí og Yang, hægir á Yin, kemur reglu á Kí, eykur matarlyst, hita- og rakalækkandi, eyðir stöðnuðum mat og blóði, afeitrar, stöðvar hósta.
Ábending: Blóðkýli og graftarkýli, sykursýki, hringormur, skalli hjá börnum.
Framreiðsla:
Hrá, rifin niður, blandið með salti, berið á blóðkýli, graftarkýli og hringorma(exem).
Ristið grösin og blandið saman við sesamolíu, berið á skallabletti hjá börnum.
Borðuð elduð við sykursýki.

NÆPUFRÆ
Áhrif: Skerpa sjón, draga úr innvortis hita, raka- og slímeyðandi.
Ábending: Gula, blóðkreppusótt, minnkandi þvaglát.

O

OSTRA oyster
Eðli, bragð: Hlutlaust, salt og sætt.
Áhrif: Styrkir blóð, Kí og Yin, fjarlægir slím, mýkir þrymla/stífni, dregur úr innvortis Hita og Raka, útilokar kviðbólgu, gagnast nýrum, mýkir þurrk.
Ábending: Stíf/þrotin svæði í líkamanum, svefnleysi, óákveðni, stöðugur þorsti.

Ó

ÓLÍFA
Eðli, bragð: Hlutlaust, sætt, súrt og barkandi.
Áhrif: Styrkir blóð og Kí, styrkir nýru og lungu, hjálpar meltingu, hitalækkandi, afeitrandi, eflir líkamsvessa, slekkur þorsta, hreinsar lungun, gagnast hálsi.
Ábending: Kíghósti, blóðkreppusótt, aumur háls, ofþurrkur, barkabólga, þorsti, svefnleysi.
Framreiðsla:
Borðuð hrá eða upphituð.

ÓLÍFA (rússneskar)
Áhrif: Tónik fyrir taugar og róandi.
Ábending: Niðurgangur, magaverkur, hósti.

P

PAPAJA
Eðli, bragð: Hlutlaust, sætt og súrt.
Áhrif: Beinir orku upp á við, styrkir blóð og Kí, styrkir maga og milta, hjálpar meltingu, rakaeyðandi, lækkar Sumar-Hita, mýkir lungu, stöðvar hósta, dregur úr pirringi, drepur orma, eykur brjóstamjólkurmyndun.
Ábending: Hósti, meltingartruflanir, magaverkur, exem, sár á húð, iðraormar, ónóg mjólkurmyndun, sumarhiti.
Framreiðsla:
Afhýtt, gufusoðið með hunangi við hósta.
Eldað og borðað með eða eftir máltíð við meltingartruflunum.
Tvær tsk. af sólþurrkuðu og muldu papaja, takið á tóman maga við iðraormum.
Ferskt í áburð við sárum á húð.
Borðað ferskur við öðrum ábendingum.

PAPRIKA
Eðli, bragð: Örlítið heitt, bragðsterkt og sætt.
Áhrif: Styrkir magann, eykur matarlyst, eflir hringrás blóðs, fjarlægir staðnaðan mat, dregur úr bólgum.
Ábending: Meltingartruflanir, minnkuð matarlyst, bólgur, kalsár, meltingarstöðnun.
Framreiðsla:
Te við meltingartruflunum og meltingarstöðnun.
Við kalsárum, laugið kalna svæðið með te gerðu úr papriku og kanil, drekkið teið einnig.
Blandið saman við svartan pipar og þurrsteikið, gefið við minnkandi matarlyst og matarstoli (anorexíu).

PERA
Eðli, bragð: Svalt, sætt og súrt.
Áhrif: Beinir orku niður, styrkir blóð, Kí og Yin, hægir á Yang, myndar líkamsvessa, mýkir þurrk, slímhreinsandi.
Ábending: Óhófleg Yang-einkenni, lungnavandamál, hósti, astma, þurrkur.

PERUHÝÐI
Áhrif: Dregur úr hita í gollurhúsi og hjartanu, mýkir lungu, myndar líkamsvessa.
Ábending: Sumar-Hiti, hósti, blóðug uppköst, graftarkýli í húð.

PISTASÍU HNETUR
Áhrif: Hita nýru og milta, auka Yang.
Ábending: Ófrjósemi, kaldur niðurgangur.

PLÓMA
Eðli, bragð: Örlítið heitt, sætt og súrt.
Áhrif: Örvar matarlyst, aðstoðar meltingu, kemur reglu á orkuflæði og líkamsvessa, styrkir blóð og Kí, stöðvar þorsta, mýkir eða róar lifur, fjarlægir staðnað Kí, fjarlægir þá tilfinningu að það sé eins og beinin séu sjóðandi.
Ábending: Ofþurrkur, þorsti, staðnað Kí, óreglulegt orkuflæði, slæg melting, blóðkreppusótt.
Það sem mælir á gegn: Ofneysla er óholl fyrir tennur.
Framreiðsla:
Plómuhýðis te við blóðkreppusótt.
Borðuð fersk við ábendingum.

PLÓMUBLÓMSTUR
Áhrif: Eykur matarlyst, myndar líkamsvessa, slekkur þorsta, kemur reglu á hringrás blóðs.
Ábending: sem fyrirbyggjandi við bólusótt og herpes-sýkingu og ristli (vírus útbrot)
Framreiðsla:
Te eða seyði.

PÚRRA/púrrulaukur
Eðli, bragð: Heitt, bragðsterkt.
Áhrif: Kemur reglu á orkuflæði, styrkir Kí og Yang, hægir á Yin, eyðir stöðnuðu blóði, dregur úr hita í maga.

R

RAUÐBEÐA
Eðli, bragð: Hlutlaust og kalt, sæt.
Áhrif: Nærir blóð, styrkir Kí og Yin, gagnast hjartanu, opnar brjóstið, róar andann, mýkir meltingarveginn, hreinsar lifrina.
Ábending: Blóðleysi, viðkvæmt/lélegt hjarta, gremja, eirðarleysi, viðvarandi hægðatregða, herpes-sýking, lifrareitrun af völdum eiturlyfja og vínanda/alkóhóls.
Það sem mælir á gegn: Rauðrófur innihalda oxal-sýru og því ætti fólk sem hættir til að fá nýrnasteina, ekki að neyta þeirra.
Framreiðsla:
Notuð í súpu við hægðatregðu.
Elduð með svartbaunum og jarðhnetum við blóðleysi.
Lifrarhreinsun, drekkið rauðrófutopp te, eða bætið við fíflablöðum og búið til te.

REFASMÁRI, SPÍRUR (alfa-alfa)
Eðli: Hlutlaust og svalt, örlítið beiskt.
Áhrif: Gagnast milta og maga, bægja frá raka, mýkja meltingarveginn.
Ábending: Bólgur, hægðateppa, sár á húð.
Framreiðsla:
Te og seyð er við bólgu.
Hrátt við hægðatregðu.
Maukið spírur, notað útvortis á húðsár, skiptið á bakstri þrisvar til fjórum sinnum á dag.

REFASMÁRI, RÆTUR
Eðli, bragð: Hlutlaust, beiskt.
Áhrif: Draga úr innvortis Hita, Rakaeyðandi, stuðla að þvagláti.
Ábending: Rakur Hiti, gula, nýrnasteinar, náttblinda.

RÚGUR
Eðli, bragð: Hlutlaust, sætt og beiskt.
Áhrif: Beinir orku upp á við, styrkir blóð og Yang, stöðvar svitamyndun sem orsakast af slappleika, styrkir maga og gagnast hjarta, byggir upp Kí og gagnast Wei Kí.
Ábending: Ósjálfráð svitamyndun vegna Yang-skorts, nætursviti, teppt fóstur (þ.e. þegar fóstur hefur látist), örmögnun, doði/slen.
Framreiðsla:
Te eða seyði úr allri plöntunni við tepptu fóstri.
Soðið við öðrum ábendingum.

RÆKJA OG HUMAR
Eðli, bragð: Heitt, sætt.
Áhrif: Styrkja blóð, Kí og Yang, styrkja nýru, auka Yin-orku, styrkja maga, bæta matarlyst, hreinsa slím, fjarlægja staðnað blóð, auka kynorku karla.
Ábending: Léleg nýrnastarfssemi, kynorkuskortur hjá körlum, skortur á brjóstamjólk, helftarlömun, sársauki í beinum.
Framreiðsla:
Lagt í bleyti þar til mjúkt, síðan steikt með graslauk í olíu til styrktar nýrum og til þess að kveikja kynorku í körlum
Eldað, steikt eða bakað.

S

SAFFLÚR
Eðli, bragð: Heitt, bragðsterkt.
Áhrif: Beinir orku upp á við, styrkir og kemur reglu á Kí, styður við og eykur Yang-orku, eflir hringrás blóðs, eyðir stöðnuðu blóð, afeitrar.
Ábending: Kviðverkir hjá konum vegna blóðstorknunar og mislingar sem brjótast ekki út.

SAFFRAN
Eðli, bragð: Hlutlaust, sætt og súrt.
Áhrif: Stuðlar að og kemur reglu á hringrás blóðs og orku, styrkir blóð og Kí, eyðir storknun, leysir upp stíflur/blóðsókn.
Ábending: Stífla/blóðsókn í brjósti/brjóskassa, blóðug uppköst, áverkar.

SAGOGRJÓN
Ábending: Meltingartruflanir, lélegur magi.

SALAT
Eðli, bragð: Hlutlaust, bragðlítið, sætt og beiskt.
Áhrif: Endurnærir og styrkir blóð og Kí, beinir orku niður, fjarlægir stöðnun, hægir á Yang, tónik fyrir hjarta og nýru, opnar brjóstið, dregur úr bólgu, mýkir stífni.
Ábending: Sár á húð, kviðverkir, brjóstakýli, kviðverkur eftir barnsburð vegna blóð stöðnunar.
Framreiðsla:
Sár á húð, skordýrabit, sár með ígerð, legsár; berið á stappaðan salatbakstur, skiptið um bakstur þrisvar á dag, drekkið salatsafa.
Kýli í brjóstum; berið á bakstur búin til úr salati og fíflablöðum og drekkið salatsafa.
Borðað soðin við öðrum kvillum.

SALT
Eðli, bragð: Kalt, salt og örlítið sætt.
Áhrif: Dregur úr innvortis Hita, kemur jafnvægi á og stuðlar að meltingu, styrkir nýru (í litlum skömmtum), byggir upp bein, sinar og tennur, skírir augu, afeitrar, kælir blóðið, mýkir þurrk, græðir þrota.
Ábending: Matareitrun, nýrnaslappleiki vegna skorts á salts í fæði, aumur háls, þorsti ásamt örum þvaglátum, kláði, upphleypt/sýkt húð.
Framreiðsla:
Þrjár msk. í heitu vatni, drukkið til þess að valda uppköstum, sem fyrstu viðbrögð við matareitrun.
Í volgu vatni sem skol við sárum/aumum hálsi eða til að lauga húðkvilla.
Í smáum skömmtum í mat við öðrum ábendingum.

SELLERÍ
Eðli, bragð: Kalt, sætt og örlítið beiskt.
Áhrif: Kemur reglu á orkuflæði, styrkir blóð og Kí, styrkir nýru, stöðvar blæðingu, styrkir milta og maga, Hitalækkandi og Rakaeyðandi, róar lifur, hægir Yang orku, lækkar blóðþrýsting, eykur þvagmyndun, gagnast blóðinu og kælir það.
Ábending: Nýrnavanvirkni, blæðing, hár blóðþrýstingur, höfuðverkur, hækkandi lifrar-Yang, óreglulegar tíðablæðingar, útferð úr leggöngum, sykursýki, kíghósti, svefnleysi, vanvirkni maga og milta.
Framreiðsla:
Borðað hrátt, reglulega, við háþrýstingi, vanvirkni í nýrum, maga og milta.
Þrír bollar af léttsoðnum safa, drukknir daglega við sykursýki.
Létt gufusoðin safi, með örlitlu af viðbættu salti, drukkinn heitur klukkan fimm eftir hádegi og sjö að morgni þrjá daga í röð við kíghósta.
Te drukkið á kvöldin, tveimur tímum fyrir háttatíma við svefnleysi.
Safi eða seyði við öðrum ábendingum.

SESAMFRÆ (brún)
Eðli, bragð: Örlítið heitt, sætt.
Áhrif: Næra lifur og nýru, mýkja meltingarveginn, dekkja grá hár, styrkja allan líkamann, gagnast húð.
Ábending: Bakverkur, almennur slappleiki, ótímabær gránun á hári, sónn í eyrum, óskýr sjón, svimi, hægðatregða, þurr hósti, blóð í þvagi, tónik fyrir eldra fólki, léleg hné.
Varúð: Malið fræin alltaf! Því fræskurnin er ómeltanleg.
Framreiðsla:
Myljið í mjöl og takið með hlýju vatni við öllum ábendingum.

SESAMFRÆ (svört)
Eðli, bragð: Hlutlaust, sætt.
Áhrif: Styrkja líkamann, byggja upp vöðva, endurnýja heilamerg, styrkja bein, bæta heyrn, skerpa sjón, styrkja lifur og nýra, hita milta, koma jafnvægi á blóðið, mýkja meltingarveginn, endurnýja háralit, næra Yin, stuðla að mjólkurmyndun.
Ábending: Þrálát hægðatregða, ótímabær skalli eða hárgránun, þrálát gigt, bólgur í liðamótum, hósti, lifrar- eða nýrnaslappleiki, skortur á Yin-orku, þurrkur, skortur á sæði og merg.
Framreiðsla:
Myljið í mjöl og takið með volgu vatni.

SINNEPSFRÆ
Eðli, bragð: Heitt, bragðsterkt.
Áhrif: Koma reglu á orkuflæði, hitar innvortis, kuldadrífandi og slímleysandi.
Ábending: Uppköst, kviðverkir, hósti, aumur háls.
Framreiðsla:
Sinnepsfræ te við slímvandamálum.
Te eða seyði.

SINNEPSGRÖS
Eðli, bragð: Heitt, bragðsterkt.
Áhrif: Lina kvef, stuðla að þvaglátum, slímhreinsandi, styrkja og mýkja innyfli, lofta lungun, auka matarlyst.
Ábending: Erfið þvaglát, blóðugur hósti, blóðkreppusótt, aumur háls, raddmissir, mikið magn af hvítum hráka.
Framreiðsla:
Ferskt sinnepsgrasa te drukkið oft við erfiðum þvaglátum og kvefi.
Hrár sinnepsgrasa safi við blæðingu í maga.
Ristaðar sinneps plönturætur, muldar í mjöl og blandaðar með vatni og hunangi; drukkið tvisvar á dag við blóðkreppusótt.

SÍTRÓNA
Eðli, bragð: Svalt, súrt.
Áhrif: Styrkir Kí og Yin, endurnýjar líkamsvessa, kemur jafnvægi á maga, kemur reglu á Kí, slekkur þorsta, gagnast lifur, “tryggir” fóstur, leysir stíflur, slímhreinsandi.
Ábending: Eymsli í hálsi, munnþurrkur, magastöðnun, þrálát iðrabólga, þurr/harður/ljótur hósti, gula og lifrarbólga, háþrýstingur, heitt slím.
Framreiðsla:
Ein sítróna soðin með tíu vatnshnetum í vatni, drukkið eins og te við háþrýstingi.
Varðveitt með salti þar til hún verður svört að lit, borðuð við Heitum slím-ábendingum.
Ferskur safi einn og sér eða í heitu vatni við öðrum ábendingum.
(Af því að ferskar sítrónur eru súrar er gott að geyma þær með hunangi eða hrásykri og sjóða þær eða baka áður en þeirra er neytt.)

SÍTRÓNUBÖRKUR
Áhrif: Leysir úr stíflum, styrkir maga, linar sársauka.
Ábending: Kviðverkir og lystarleysi.
Framreiðsla:
Þurrkaður börkur lagður í bleyti sem í te.

SKELFISKUR (ferskvatns)
Eðli, bragð: Kalt, sætt og salt.
Áhrif: Eykur Yin-orku, dregur úr innvortis hita, skerpir sjón, afeitrar, vinnur gegn alkóhólisma, slekkur þorsta, dregur úr örmögnun og tíðablæðingum, rakaeyðandi, dregur úr sykursýki, kemur í veg fyrir nýrnaslappleika.
Ábending: Sykursýki, óeðlileg blæðing eða útferð úr leggöngum, gyllinæð, augnangur, hita-exem, alkóhólismi, hiti í lifur, slöpp nýru.

SKELFISKUR (sjávar)
Eðli, bragð: Kalt, salt.
Áhrif: Eykur Yin-orku, myndar líkamsvessa, smyr innyfli, dregur úr sykursýki, eykur matarlyst, stuðlar að þvagláti, slímhreinsandi, mýkir stífleika/harða þrymla, dregur úr innvortis Hita.
Ábending: Þurrkur og Yin-skortur, sykursýki, lystarleysi, innvortis Hiti, blóðtappamyndum í konum, harðir blettir/bólguþrymlar í/á líkama, gula, bjúgur, lungnaberklar, þrálát barkabólga, óeðlileg blæðing úr leggöngum.
Framreiðsla:
Bakið og myljið skeljarnar í duft, við innvortis hita og raka.
Skelfiskur bakaður og mulinn við öðrum ábendingum.

SKINKA
Eðli, bragð: Heitt, salt.
Áhrif: Styrkir milta, eykur matarlyst, myndar líkamsvessa, bætir ástand blóðs.
Ábending: Allar gerðir af skorti og örmögnun, taugaveiklun, þrálátum niðurgangi og lítilli kynorku.
Það sem mælir á gegn: Flensa eða kvef, skinka er of styrkjandi og gæti styrkt utanaðkomandi sýkingar.

SNJÓBAUN
Eðli, bragð: Kalt, sætt.
Áhrif: Styrkir Mið-Hitara, afeitrar, linar uppköst, stuðlar að auknu þvagflæði, linar rop og viðrekstur, stöðvar blóðkreppusótt, örvar mjólkurmyndun, slekkur þorsta.
Ábending: Þrálátur niðurgangur, blóðkreppusótt, erfið þvaglát, uppþemba og fyllir í neðan til í kviðarholi og þensla, sykursýki, ónóg brjóstamjólk eða stíflur í brjóstamjólkurflæði, uppköst, háþrýstingur.
Framreiðsla:
Ferskur safi, hálfur bolli tvisvar á dag við háþrýstingi.
Eldað eða gufusoðið.

SOJABAUNIR
Eðli, bragð: Svalt, sætt.
Áhrif: Koma reglu á orkuflæði, styrkja blóð og Kí, hægja á Yang, gagnast hjarta, hitalækkandi, afeitrandi, auðvelda þvaglát, mýkja lungu og meltingarveginn, nærandi, styrkja milta og maga.
Ábending: Hiti í lungum og maga, þurr húð, óhófleg matarlyst, sár í maga eða munni, bólgnir gómar, niðurgangur, hægðatregða, hitaeinkenni, erfið þvaglát, slappleiki, útferð úr leggöngum, óreglulegar tíðablæðingar.
Framreiðsla:
Ristið og myljið við niðurgangi.
Te eða seyði við þrálátri hægðatregðu.
Sojamjólk eða tófú við öðrum kvillum.

SOJABAUNA SPÍRUR
Eðli, bragð: Svalt, sætt.
Áhrif: Auðvelda þvaglát, hitalækkandi.
Ábending: Matarstöðnun, magahiti, bólga, iktsýki, krampar, háþrýstingur, vörtur.
Framreiðsla:
Te eða seyði.
Gufusoðnar, borðið í samfellt þrjá daga fastandi, við vörtum.

SÓLBLÓMAFRÆ
Eðli, bragð: Hlutlaust, sætt.
Áhrif: Beinir orku upp á við, en dregur úr ofvirkni lifrar, gagnast hjarta, lækkar blóðþrýsting, linar blóðkreppusótt, losar gröft, eyðir Vindi, Raka-gefandi fyrir innyflin.
Ábending: Höfuðverkur, svimi, rísandi lifrar-Eldur, blóðugur niðurgangur, iðraormar, háþrýstingur.
Framreiðsla:
Elduð í eina klst., bætið við hunangi, drekkið seyðið og borðið fræin við blóðugum niðurgangi.
Myljið í mjöl og takið með heitu vatni við ábendingum.

SPERGILKÁL
Eðli, bragð: Kalt, sætt.
Áhrif: Styrkir blóðið, hitalækkandi, eykur þvagmyndun, skírir augu, eyðir Sumar-Hita kvillum.
Ábending: Augnakvef, nærsýni, erfið þvaglát, pirringur.
Framreiðsla:
Hitað eða létt gufusoðið við öllum ábendingum.
Te notað útvortis jafnt sem innvortis við augnakvefi.

SPERGILL
Eðli, bragð: Kalt, sætt og beiskt.
Áhrif: Styrkir blóð, Kí og Yin, hitalækkandi og slímeyðandi, afeitrar, eykur blóðflæði, hreinsar og mýkir lungu, lækkar blóðþrýsting, eykur þvagmyndun.
Ábending: Slím, hægðatregða, krabbamein, háþrýstingur, hár blóðþrýstingur, slagæðahersli, hjartveiki, lungnakvef.
Það sem mælir á gegn: Kaldar aðstæður.
Framreiðsla:
Gerið spergilsafa í blandara, drekkið eitt glas af safa með hratinu daglega; að viðbættri einni tsk. af hunangi við hárri blóðfitu, háþrýstingi og slagæðahersli.
Soðinn með fíflablöðum, drekkið vökvann og berið afganginn á það svæði brjóstsins sem við á, við brjóstakrabba.
Borðaður hrár ásamt létt gufusoðnu káli við hægðatregðu.
Borðaður hrár eða búinn til safi við öðrum ábendingum.

SPÍNAT
Eðli, bragð: Svalt, sætt.
Áhrif: Beinir orkunni niður á við, styrkir öll innyfli, styrkir blóð, Kí og Yin, hægir á Yang, mýkir meltingarveginn, stuðlar að þvagláti, slekkur þorsta, örvar brisið til að aðstoða við meltinguna, kemur reglu á innri orku, eflir blóðhringrás og bætir blóðið.
Ábending: Hægðatregða, þorsti, þéttur/herpandi brjóstverkur, þvagteppa, náttblinda, ölvun, sykursýki, veiklun í innyflum, blóðleysi, blæðing, háþrýstingur, höfuðverkur, svimi, augnangur.
Það sem mælir á gegn: Niðurgangur, nýrnasteinar.
Ætti ekki að neyta með kalkríkum mat.
Framreiðsla:
Ferskur safi við náttblindu.
Te eða seyði við sykursýki.
Súpa við öllum ofangreindum ábendingum.

STEINSELJA
Eðli, bragð: Örlítið heitt, bragðsterkt.
Áhrif: Styrkir blóð og Kí, gagnast hjarta og nýrum, eykur meltingu, fjarlægir staðnaðan mat, kemur reglu á flæði Kí, framkallar mislinga útbrot, þvagörvandi.
Ábending: Matarstöðnun, meltingartruflanir, maga- og kviðfyllir, mislingar, sjávarrétta- og kjöteitrun.
Það sem mælir á gegn: Ofneysla á steinselju getur skaðað augun.
Framreiðsla:
Safi og te við öllum ofan nefndum ábendingum.
Te til þvottar við mislingum.

STRENGJABAUNIR
Eðli: Hlutlaust, sætt.
Áhrif: Styrkja Yin og milta, fjarlægja vatn og eiturefni úr líkamanum, stöðva blæðingar, hita maga og innyfli, gagnast orku líkamans og efla jafnvægi.
Ábending: Sykursýki, nýrnaveiki.
Framreiðsla:
Soðnar í vatni, kryddaðar með salti, borðaðar snemma morguns á tóman maga til að styrkja nýrun.
100-150 gr. af óhýddum baunum, soðnar í vatni og borðaðar einu sinni á dag við sykursýki.

SVARTBAUNIR
Eðli, bragð: Heitt, sætt.
Áhrif: Styrkja nýru, næra Yin, styrkja og næra blóðið, skíra augu, auka þvagmyndun og styrkja nýru.
Ábending: Nýrnaveikleiki, sársauki í neðra baki, sársauki í hnjám, ófrjósemi, ófyrirséð sáðlát, óskír sjón, óþægindi í eyrum, erfið þvaglát, þvagmissir í svefni.
Framreiðsla:
Eldaðar með vatnakarfa við taugakröm.
Soðnar í vatni við stöðugum svitaköstum við tíðahvörf.
Vanvirkni nýrna; eldið hálfan bolla af svartbaunum í hálfum bolla af vatni og þrem fjórðu bolla af hrísgrjónavíni á hægri suðu í tvær til þrjár klst. Þetta er gott vetrar-tónik
Nýrnasteinar; bætið beltisþara við ofan nefnda vetrar-tónik.
Borðaðar í reglubundnu fæði til að stöðva þvaglát í svefni.

SVARTUR PIPAR
Eðli, bragð: Heitt, bragðsterkt.
Áhrif: Hitar meltinguna, bætir matarlyst, kuldadrífandi, móteitur við matareitrun, lagar kvef sem orsakast af Kulda.
Ábending: Magaverkur vegna Kulda, niðurgangur, matareitrun, Kalt kvef í uppsigi.
Framreiðsla:
1 tsk. blandað í hrísgrjónagraut, borðað við matareitrun.
Borðið með hrísgrjónagraut eða öðrum mat við ofangreindum ábendingum.

SVEPPIR (HVÍTIR)
Eðli, bragð: Kalt, sætt.
Áhrif: Lækka Sumar-Hita, lækka blóðþrýsting, vinna gegn æxlisvexti, afeitra.
Ábending: Háþrýstingur, sumar-pirringur og önnur Sumar-Hita vandamál, æxli.
Það sem mælir á gegn: Húðvandamál, ofnæmi, kaldur magi.
Framreiðsla:
Neytið sveppsúpu eða seyðis daglega.
Hráir sveppir eru borðaðir við hitaábendingum.

SVEPPIR KÍNVERSKIR(GANODERMA, LING SHI)
Eðli, bragð: Heitt, bragðlaust.
Áhrif: Næra hjartað, róa andann, byggja upp Kí og blóð.
Ábending: Kí-skortur hjá hjarta, blóðskortur/blóðleysi sem leiðir til svefnleysis og óhóflegra draumfara, kvíði, óróleiki, örmögnun, hósti, astma, há blóðfita, háþrýstingur, kransæðasjúkdómar, þrálát lifrabólga, hvítblóðkornafæð.
Framreiðsla:
Neytt í duftformi eða sem tes daglega.

SVEPPIR (SVARTIR, SHITAKE)
Eðli, bragð: Hlutlaust, sætt.
Áhrif: Styrkja maga, græðandi, blóðþrýstingslækkandi, afeitrandi, vinna gegn æxlisvexti, lækka blóðfitu.
Ábending: Æxli, sykursýki, háþrýstingur, hægur bati hvers kyns veikinda, háþrýstingur, há blóðfita.
Framreiðsla:
Neytið Shitake-seyðis daglega.

SVARTIR FLATSVEPPIR
Eðli, bragð: Hlutlaust, örlítið eitrað, sætt.
Áhrif: Næra maga, róa andann, smyrja þurrk, stuðla að auknu blóðflæði, fjarlægja stöðnun.
Ábending: Blóðstöðnun eins og t.d. í æxlum, sérstaklega móðurlífsæxli, óeðlileg blæðing úr móðurlífi, blóðugar hægðir, gyllinæð, hægðatregða, háþrýstingur.
Framreiðsla:
Eldaðir og borðaðir, eða útbúin soðning og drukkin sem te við öllum ábendingum.

SVÍNAKJÖT
Eðli, bragð: Örlítið kalt, sætt.
Áhrif: Rakagefandi og nærandi fyrir innyflin, styrkir blóð, Kí og Yin, styrkir meltingu, gagnast milta og hjarta, dregur úr innvortis hita.
Ábending: Innvortis þurrkur, hægðatregða, þurr hósti, að veslast upp.
Það sem mælir á móti: Offita, milta- og magavanvirkni, háþrýstingur, þeir sem hafa fengið heilablóðfall, niðurgangur, gula, gyllinæð, útferð úr leggöngum.
Það sem mælir á gegn: Ofneysla leiðir til offitu.
Framreiðsla:
Eldað.
SVÍNALIFUR
Áhrif: Styrkir lifur, nærir blóð, skerpir sjón.
Ábending: Bjúgur, náttblinda, blóðleysi.
Framreiðsla:
Soðin með viðeigandi mat.

SVÍNAMERGUR
Áhrif: Eykur Yin-orku og merg í líkama, dregur úr hitatilfinningu, styrkir aldraða.
Ábending: Þurrkur, sérstaklega hjá öldruðum, útferð úr leggöngum, óeðlilegt sáðfall, heftur vöxtur barna.
Framreiðsla:
Mergbein soðin í súpu ásamt viðeigandi fæðu.

SYKURREYR
Eðli, bragð: Kalt, sætt.
Áhrif: Beinir orku niður, eykur Yin-orku, mýkir þurrk, sefar magann, stöðvar uppköst, dregur úr innvortis hita, eyðir eiturefnum úr líkamanum.
Ábending: Þurrkur, hósti, óeðlilegt orkuflæði í maga, morgunógleði, magakrabbamein á byrjunarstigi, mislingar.
Framreiðsla:
Sykurreyrsafi blandaður með hreðkusafa við hósta.
Heitur sykurreyrsafi með engifersafa við vandamálum í maga, þar á meðal krabbameini.
Sykurreyrsafi blandaður með kastaníu- og hreðkusafa við mislingum.

SÆT KARTAFLA
Eðli, bragð: Hlutlaust, sætt.
Áhrif: Orku-tónik, styrkir milta og maga, styrkir Kí, hitalækkandi, afeitrandi, eykur brjóstamjólkurmyndun, mýkir liðamót, hjálpar til við að viðhalda teygjanleika æða, kemur í veg fyrir hrörnun á tengi vefja í lifur og nýrum.
Ábending: Blóðugar hægðir, niðurgangur, hægðatregða, gula, bjúgur, skinuholsvökvi, náttblinda, sykursýki, graftarkýli í brjóstum, blóðkýli, húðmeiðsli, ristill.
Það sem mælir á gegn: Of mikil neysla veldur innvortis gasi, nábít/bakflæði, meltingartruflunum, kviðuppþembu, bakflæði/ gúlpi.
Framreiðsla:
Rifin, hrá, borin á útvortis við ristli, graftarkýlum, blóðkýlum og húðmeiðslum.
Te sett í bað við exemi.
Duft borðað við innvortis blæðingum.
Elduð við öllum ábendingum

SÖL
Áhrif: Koma reglu á hringrás blóðsins, slímhreinsandi, mýkja harða bólguþrymla í líkamanum, draga úr innvortis hita, stuðla að þvagláti, styrkja nýru, næra hjartað.
Ábending: Ofvirkur skjaldkirtill, taugakröm, háþrýstingur, aumur háls, bjúgur.
Framreiðsla:
Soðið í súpu.

T

TANGERÍNA (SÍTRUSÁVÖXTUR)
Eðli, bragð: Heitt, sætt og súrt.
Áhrif: Verk- og vindeyðandi, opnar rásir, styrkir maga, stöðvar hósta, mýkir lungun, kemur reglu á orkuflæði.
Ábending: Ógleði, uppköst, hósti, offramleiðsla á hvítu eða glæru slími, herpingur í brjóskassa, sársauki í rifjum, haull, sársauki í eistum.
Framreiðsla:
Te úr óúðuðu hýði við ógleði, uppköstum og magaóþægindum.
Te úr ávextinum, blandað með hrísgrjónavíni við herpingi í brjóstkassa og sársauka í rifjum.
Ristuð tangerína og fennikkufræ mulin í duft, takið þrjú til sex gr. með heitu hrísgrjónavíni (sake) fyrir svefninn við haul og sársauka í eistum.

TARÓRÓT
Eðli, bragð: Hlutlaust, sætt og bragðsterkt.
Áhrif: Hitalækkandi, bólgueyðandi, gagnast milta, kemur reglu á meltingarveginn.
Ábending: Bólgnir eitla/sogæðakirtlar, smáhnúðar, ofvirkur skjaldkirtill, sársauki vegna festumeina/sinabólgu, brákanir, áföll, slöngu- og skordýrabit.
Það sem mælir á gegn: Ofneysla getur valdið matarteppu og magaverk.
Hrá er rótin er örlítið eitruð og getur valdið ofnæmiseinkennum hjá viðkvæmu/næmu fólki.
Framreiðsla:
Rifin í mauk ásamt engiferrót. Berið á útvortis við sýkingum eins og fleiðrubólgu/
brjósthimnubólgu, botnlangabólgu, liðverkjum, settaugabólgu, bakverki og sinabólgu.
Maukuð með örlitlu af salti, borin á útvortis við biti og stungum.
Ristuð í ösku og blönduð með sesamolíu, borin á blöðrur.
Þurrkuð og mulin, takið hálfa tsk. þrisvar á dag við bólgnum eitlum, eitlakröm, smáhnúðum, ofvirkum skjaldkirtill og lungnaberklum.

TE (svart)
Eðli, bragð: Svalt, beiskt og sætt.
Áhrif: Tónik fyrir lifur, hreinsar hugann/höfuðið, skírir/hressir hugann, linar þorsta og óróleika, slímlosandi, þvagörvandi, eflir meltingu, afeitrandi, lækkar blóðfitu.
Ábending: Höfuðverkur, óskír sjón, þorsti, óróleiki, þokukennd hugsun, svefnhöfgi, matarteppa, blóðkreppusótt, erfið þvaglát, offita.
Það sem mælir á gegn: Svefnleysi. Teið hefur hátt tannín innihald og ætti ekki að neyta þess á tóman maga nema til þess að koma í veg fyrir framleiðslu meltingarvökva, stöðva blæðingu í meltingarvegi eða niðurgang.
Framreiðsla:
Myljið laufin, blandið við þurrkaðan engifer, takið fjögur gr. tvisvar daglega við bráðri garnabólgu.
Te eða seyði við öðrum ábendingum.

TÓFÚ
Áhrif: Orku-tónik, styrkir Yin, eflir hringrás blóðs, hitalækkandi, slímhreinsandi.
Ábending: Blóðkreppusótt, niðurgangur, víma, magablæðing, heft mjólkurmyndun/stálmi eftir barnsburð, blóðleysi, óreglulegar tíðablæðingar, sykursýki, stífla/fyrirferð í kviði, kíghósti.

TÓMATUR
Eðli, bragð: Örlítið svalt, sætt og súrt.
Áhrif: Kemur reglu á Kí, styrkir Yin, stuðlar að myndun líkamsvessa, slekkur þorsta, styrkir maga, hjálpar meltingu, kælir blóðið, hitalækkandi, afeitrandi, róar lifrina, eyðir stöðnuðum mat, liðkar liðamót.
Ábending: Hækkandi lifrar-Hiti, háþrýstingur, blóðhlaupin augu, ofþurrkur, meltingartruflanir vegna ónógrar magasýru, matarteppa, nýrnasýking, stirð og brakandi liðamót.
Framreiðsla:
Tveir hráir tómatar á tóman maga, daglega í einn mánuð, við háþrýstingi og blæðingum í auga.
Borðaður hrár við öðrum ábendingum.

V

VALHNETA
Eðli, bragð: Örlítið heitt, sætt.
Áhrif: Styrkir Kí og blóð, hægir á Yin, styrkir nýru, styrkir heilann, styrkir bak, barkar og hitar lungu, linar astma, mýkir innyfli, hjálpar óreglulegu eða óeðlilegu Kí-orkuflæði, lækkar blóðfitu, eyðir stöðnuðu blóði.
Ábending: Skortur í nýrum/nýrnaveikleiki, risvandamál, minnkuð kyngeta, ófrjósemi, ör þvaglát, bakverkur og sársauki í fótleggjum, nýrnasteinar í þvagleiðara, hósti, astmi, hægðatregða.
Framreiðsla:
Myljið 120 gr. af valhnetum saman við 120 gr. af hrásykri, ristið í sesamolíu. Takið einn fjórða af blöndunni fjórum sinnum á dag við nýrnasteinum.
Mulin og tekin með heitu vatni við ábendingum.

VATNSHNETA
Eðli, bragð: Kalt, sætt.
Áhrif: Kemur reglu á orkuflæði, styrkir Yin, hitalækkandi og stöðvar blæðingar, móteitur við blý- og kopareitrun, dregur úr blóðþrýstingi, þvagörvandi.
Ábending: Þurr hósti vegna hita í lungum ásamt þykku gulu slími, gula, blóðugar hægðir, óhóflegar blæðingar úr legi.
Framreiðsla:
Ferskur safi blandaður við hrísgrjónavín, drukkinn þrisvar á dag við innvortis blæðingum.
Ristuð og mulin, takið með hrísgrjónavíni við óhóflegum blæðingum úr legi.
Te eða seyði við lungnakvillum.
Soðin með marglyttu við háþrýstingi og til að lækna þrálátan hósta með slími.
Marin og borin á opin sár til þess að hraða bataferlinu.
Er hægt að neyta ferskra, búa til safa eða elda sem grænmeti við ábendingum

VATNSMELÓNA
Eðli, bragð: Kalt, sætt.
Áhrif: Beinir orku niður, styrkir blóð og Kí, eykur Yin, slekkur þorsta, linar pirring, bægir frá sumarhita vandamálum, lækkar vind, mýkir innyflin, stuðlar að auknum þvaglátum, afeitrar.
Ábending: Sár, munnþurrkur, Sumar-Hita-pirringur, blóðugur niðurgangur, gula, bjúgur, erfið þvaglát, skinuholsvökvi, hægðatregða.
Það sem mælir á gegn: Kaldar ábendingar/skilyrði, slappur /lélegur magi.
Framreiðsla:
Te úr fræjunum eða mulin fræ við hægðatregðu.
Te úr berkinum við skinuholsvökva.
Te úr ysta lagi barkarins og innri hluta við gulu og nýrnabólgu.
Borðuð fersk við öðrum ábendingum.

VETRARGRASKER
Eðli, bragð: Hlutlaust, sætt.
Áhrif: Beinir orku upp á við, styrkir blóð og Kí, bægir frá raka, dregur úr sótthita, linar sársauka, kemur jafnvægi á ofvirk fóstur, stöðvar iðrakreppu, gagnast við sykursýki, drepur orma og sníkla, móteitur við ópíumi.
Ábending: Iðrakreppa, sykursýki, sáramyndun á fótum og fótleggjum, exem, magaverkur, brunasár, uppköst í bernsku, brjóstakrabbamein.
Framreiðsla:
Ferskt, borið á útvortis við brunasárum.
Þurrkað, borið á útvortis við fleiðrum.
Mjöl úr fræjunum, ein tsk. þrisvar á dag á tóman maga við iðraormum.
Te úr stönglinum og toppinum við uppköstum.
Ristað toppduft, ein tsk. í hrísgrjónavíni tvisvar á dag við brjóstakrabbameini.
Aska, ein tsk. í sæthrísgrjónagraut við ofvirku fóstri.
Eldað eða bakað í reglubundnu fæði við sykursýki.

VETRARMELÓNA
Eðli, bragð: Svalt, sætt og bragðlaust.
Áhrif: Hitalækkandi, afeitrandi, þvagörvandi, slekkur þorsta, dregur úr pirringi, bægir frá raka, móteitur við sjávarfæðiseitrun, stuðlar að mjólkurmyndun.
Ábending: Blóðkýli, húðmeiðsli, skinuholsvökvi, erfið þvaglát, hitaslag, pirringur, sumarhiti ásamt sótthita.
Framreiðsla:
Elduð við þrálátri nýrnabólgu og hitaslagi.
Ferskur safi með hunangi við erfiðum þvaglátum.
Eldið ysta lagi barkarins til að efla mjólkurmyndun.
Te og seyði úr ysta lagi barkarins við sumarhita ásamt sótthita.

VETRARMELÓNUFRÆ
Eðli, bragð: Svalt, bragðlaust.
Áhrif: Þvagörvandi, slímlosandi, stöðva hósta, hitalækkandi, afeitrandi.
Ábending: Blóði hóstað upp, hægðatregða, innvortis kýli/gröftur (botnlangabólga), bjúgur, hvít útferð úr leggöngum.
Framreiðsla: Te eða seyði, eða mulin í mjöl og tekin með heitu vatni.

VÍNBER
Eðli, bragð: Heitt, sætt og súrt.
Áhrif: Beina orku upp á við, mjög styrkjandi, næra blóð, styrkja bein og sinar, styrkja Kí, koma jafnvægi á maga, lina pirring, þvagörvandi, hjálpa meltingu, blóðhreinsandi.
Ábending: Gigt sem orsakast af Kulda eða Raka, sinabólga, sársaukafull þvaglát, lifrabólga, gula, blóðleysi, flensa, slappleiki, þvagsýrugigt, orkuskortur, viljaleysi, vanvirkt Wei Kí, morgunógleði.
Það sem mælir á gegn: Ofneysla leiðir til hægðaóreglu. Ekki ætti að neyta vínberjavíns ásamt feitum mat þar sem það getur leitt til slímmyndunar og hita sem getur haft áhrif á hjartað og þarf afleiðandi leitt til hjartaslags eða hjartverkja.
Framreiðsla:
Rúsínur við blóðleysi.
Tíu gr. af þurrum vínviði soðinn í vatni og drukkinn við morgunógleði.
100 gr. ferskur vínviður og rætur, soðnar í vatni, síaðar frá og soðinu skipt í þrjá hluta til þess að taka yfir daginn við lifrabólgu, gulu og gigt.
Safi eða te/seyði við öðrum ábendingum.

VÍNVIÐARLAUF
Ábending: Bjúgur, erfið þvaglát, augnangur, bólgin blóðkýli.

VÆTUKARSI
Eðli, bragð: Svalt, beiskt og sætt.
Áhrif: Styrkir blóð, Kí og Yin, hægir á og kemur reglu á Yang, kemur reglu á orkuflæði, eyðir stöðnuðu blóði, gagnast hjarta, nýrum og lifur, hjálpar meltingu, hitalækkandi, slekkur þorsta, mýkir lungu, stuðlar að auknum þvaglátum.
Ábending: Þorsti, pirringur, óróleiki, aumur og þurr háls, hósti með gulum hráka.
Það sem mælir á gegn: Niðurgangur.
Framreiðsla:
Ferskur safi við ofan nefndum ábendingum.
Te eða seyði við hósta.

Y

YAM (afbrigði af sætri kartöflu)
Eðli, bragð: Hlutlaust, svalt, sætt.
Áhrif: Beinir orku upp á við, styrkir blóð og Kí, styrkir líkama, eykur Yin, styrkir milta, lungu og nýru, kemur reglu á lungun, stöðvar niðurgang.
Ábending: Þrálát örmögnun, niðurgangur, þrálát garnabólga, hósti, astma, þrálát nýrnaveiki, sykursýki, sáðlát, ósjálfráð þvaglát, útferð úr leggöngum.

Þ

ÞARI
Eðli, bragð: Kalt, salt.
Áhrif: Mýkir þrymla, leysir upp stíflur, hitalækkandi, styrkir Yin, hjarta-tónik, afeitrar, gagnast skjaldkirtli, gerir geislavirk efni skaðlausari, gagnast sogæðakerfinu, stuðlar að auknum þvaglátum, steinefnaríkur.
Ábending: Bólgnir sogæðakirtlar, ofvirkur skjaldkirtill, hósti, lungnakýli með þykku gulu og daunillu slími, bjúgur, taugakröm, bandvefsæxli, hnúðar í brjóstum, smáhnúðar, hnúðar, krabbamein, ofvirkur skjaldkirtill, gláka, háþrýstingur, heilabjúgur.
Framreiðsla:
Te eða seyðis neytt daglega við öllum ábendingum. Myljið í duft og bætið í daglegar máltíðir. Bakstur úr gufusoðnum þara borinn útvortis á hnúða og kýli.

ÞARI HIJIKI
Eðli, bragð: Svalt, salt.
Orka: Yin.
Þari hefur hátt steinefnainnihald og er þess vegna mjög basískur.
Hijiki hefur hátt kalkgildi (með töluvert hærra kalkgildi en mjólk) og járninnihald.
Áhrif: Hreinsar líkamann með því að útiloka sýrumyndandi áhrif nútíma mataræðis, hjálpar til við að koma á fót basískum blóðgæðum, hjálpar til við að leysa upp og hreinsa út slím og hor.

ÞARI /BELTISÞARI(KOMBU)
Eðli, bragð: Svalt, salt.
Orka: Yin.
Þari hefur hátt steinefna innihald og er þess vegna mjög basískur.
Áhrif: Hreinsar líkamann með því að útiloka sýrumyndandi áhrif nútíma mataræðis, hjálpar til við að koma á fót basískum blóðgæðum, hjálpar til við að leysa upp og hreinsa slím og hor.
Dekkir háralit, eykur langlífi, gáfur og skýra hugsun, eykur kynferðislegan þrótt og styrk.
Ábending: Hár blóðþrýstingur, kransæðastíflur, ofnæmi, gigt, iktsýki, hvers konar taugaórói og taugaveiklun.
Framreiðsla:
Eldað og borðað sem hluti af daglegu fæði, fyrirbyggjandi eða læknandi við öllum ábendingum.
Eldað með Tamari sojasósu, við skorti á kynferðislegum þrótti og styrk.

ÞARI WAKAME
Eðli, bragð: Svalt, salt.
Orka: Yin.
Þari er með hátt steinefnainnihald og er þess vegna mjög basískur.
Áhrif: Hreinsar líkamann með því að útiloka sýrumyndandi áhrif nútíma mataræðis, hjálpar til við að koma á fót basískum blóðgæðum, hjálpar til við að leysa upp og hreinsa út slím og hor. Dekkir hár, hjarta-tónik.
Ábending: Hár blóðþrýstingur, flestir hjartakvillar.
Framreiðsla:
Eldað og borðað sem hluti af reglubundnu fæði, sem fyrirbyggjandi eða læknandi.

ÞYRNIBER
Eðli, bragð: Örlítið heitt, sætt og súrt.
Áhrif: Styrkja milta, eyða stöðnuðum mat, hressa blóðið, slímleysandi, létta á /draga úr Stöðnuðu Kí og blóði, hjálpa meltingu, stöðva niðurgang.
Ábending: Matarstöðnun, blóð í hægðum, kviðverkir, tíðastopp, lystarleysi, háþrýstingur, lágþrýstingur, há blóðfita, óregla í hjartastarfseminni, hjartakveisa.
(Þyrniber eru mikið notuð af vestrænum grasalæknum. Þau eru kölluð ” móðir hins aldna hjarta” og eru óviðjafnanleg sem lyf við öllum hjartaeinkennum þar sem þau styrkja og styðja við veikburða hjörtu.)
Það sem mælir á gegn: Það ætti að nota berin með varkárni þar sem þau eru mjög áhrifamikið lyf.
Framreiðsla:
Te eða seyði.

Æ

ÆTISVEPPUR
Eðli, bragð: Örlítið svalt, sætt.
Áhrif: Kemur reglu á orku líkamans og beinir henni niður, styrkir blóð og Kí, hægir á Yang, róar Shen, framkallar mislingaútbrot, afeitrar, bætir matarlyst, stöðvar niðurgang, slímlosandi, vinnur gegn æxlisvexti, kemur í veg fyrir vöxt/gróður sumra bakteríutegunda.
Ábending: Smitandi lifrabólga, mislingar, niðurgangur, hósti með miklum slímuppgangi, lystarleysi.
Framreiðsla:
Ætisvepps er neytt sem tes eða með/í fæði.

Ö

ÖND
Eðli, bragð: Hlutlaust, sætt.
Áhrif: Beinir orku upp á við, eykur Yin-orku, styrkir Kí og blóð, mýkir þurrk, styrkir líkama, þvagörvandi, dregur úr bólgu.
Ábending: Bjúgur, kynferðisleg vanvirkni í karlmönnum, allsherjar Yin-slappleiki.
Það sem mælir á gegn: Kvef og flensa, slæg meltingarstarfsemi. Ofneysla getur leitt til orkustíflu og niðurgangs.
Framreiðsla:
Soðin þar til hún er orðin meyr.

ÖRVARRÓT
Áhrif: Kemur reglu á blóðrásina.
Ábending: Bólga og þroti.
Framreiðsla:
Marin og blönduð með engifer til að setja á staðbundnar bólgur, sviða eða sársauka í húð