Tegundir af Qi

 

Jing Qi Kjarni
Yuan Qi Upprunalegt Qi
Gu Qi Matar Qi
Da Qi Loft
Zong Qi Qi brjóstkassans
Ying Qi Næringar Qi
Wei Qi Verndar Qi

Jing Qi (Kjarni)

jingKínversa táknið sem stendur fyrir Jing lýsir krafti sem hefur verið eimaður og hreinsaður úr grófara efni. Jing Qi er því talið til gersemi, eitthvað sem þarf að varðveita og viðhalda.

Þrennskonar Kjarni er í líkamanum;

 • Fyrir-Himinn-Kjarni er krafturinn, eða orkan, sem myndast við getnað, þegar kynorka foreldranna blandast og myndar nýtt líf. Þessi Kjarni nærir fóstrið og er nærður af Nýrna Kjarna móðurinnar á meðgöngunni. Fyrir-Himinn-Kjarninn ákvarðar líkamlegt eðli manneskjunnar, styrk hennar og lífskraft og vegna þess að hann erfist og magn hans og kraftur ákvarðast við fæðingu, er ekki hægt að auka hann heldur eingöngu að viðhalda honum.
 • Eftir-Himinn-Kjarni er krafturinn sem er unninn úr fæðunni af Milta og Maga og úr lofti af Lungunum. Eftir-Himinn-Kjarni nærir og viðheldur Nýrna Kjarna eftir fæðingu.
 • Kjarni (Nýrna Kjarni) verður til úr Fyrir- og Eftir-Himinn-Kjarna. Þessi kraftur ber í sér allar erfðafræðilegar upplýsingar Fyrir-Himinn-Kjarna og nærist af Eftir-Himinn-Kjarna. Kjarninn er mjög sérhæfð orka sem geymist í Nýrunum en flæðir um allan líkamann og er víða í líkamanum, þó er hann mest í Nýrum og í hinum 8 Sérstæðu orkubrautum.

Hlutverk Nýrna Kjarna eru:

 • Kjarni ákvarðar vöxt, þroska, æxlun og getnað, og viðheldur þroska fósturs og meðgöngu.
 • Kjarni ákvarðar 7 og 8 ára þroskaferli kvenna og manna.
 • Kjarni er meiri vökvi en orka og er því ein hlið af Nýrna Yin, sú hlið sem gefur efnislegan grunn fyrir Nýrna Yin. Þ.a.l er Kjarninn efnislegi grunnurinn að framleiðslu á Nýrna Qi
 • Kjarni framleiðir Merg sem aftur framleiðir beinmerg og orku sem fyllir mænu og heila.
 • Kjarni er grunnurinn að líkamshreysti og hefur með styrkleika varna líkamans gegn utanaðkomandi áhrifum að gera.
 • Kjarni, ásamt Qi skapar efnislegan grunn fyrir Shen.

Yuan Qi (Upprunalegt Qi)

yuanYuan Qi er upprunninn úr Kjarna samtímis því að vera óþéttara form af Kjarna. Yuan Qi er grunnurinn af Nýrna Yin og Yang, nærist af Eftir-Himinn-Kjarna og hefur mörg hlutverk í líkamanum;

 • Yuan Qi stjórnar allri hreyfingu í líkamanum og er stig milli Kjarna, þéttara forms af orku sem stjórnar áralöngum ferlum líkamans og þess Qi sem sér um taktvissa hreyfingu líkamans frá einni stundu til þeirrar næstu og frá degi til dags.
 • Yuan Qi er geymt milli nýrnanna og er grunnurinn að Nýrna Qi.
 • Yuan Qi verkar sem milli-afl á mismunandi stigum umbreytinga Qi og Blóðs.
 • Yuan Qi flæðir um orkurásirnar með milligöngu flutningskerfis Þriggja Hitara og dvelur í Yuan Source punktum rásanna.

Gu Qi (Matar-Qi)

Gu Qi er fyrsta stig Qi umbreytinga úr mat og drykk. Það er unnið úr mat af Milta og Maga í Mið-Hitara, þaðan sem það er sent upp til Lungna til þess að samlagast lofti (Da Qi). Gu Qi og Da Qi mynda saman Zong Qi. Frá Mið Hitara er Gu Qi einnig sent til Lungna til þess að síðar verða sent til Hjarta þar sem því er umbreytt í Blóð.
Gu Qi er gróft form af Qi og er ekki nýtanlegt líkamanum í þessu formi.

Zong Qi (Qi brjóstkassans)

qiZong Qi er ýmist kallað samsöfnunar Qi, erfðafræðilegt Qi eða Qi forfeðranna. Zong Qi er afurð Qi umbreytinga á Da Qi og Gu Qi. Það er fíngert og tært og nýtist líkamanum, m.a. til að styrkja hreyfingar og umbreytingar í líffærum Efri Hitara. Spiritual Axis segir "Zong Qi safnast saman í brjóstkassanum, rís til hálsins, flæðir inn í hjartarásina og hjálpar öndun". Sá staður sem Zong Qi safnast saman í er kallaður Haf Qi og er það orkupunkturinn Ren 17 sem stjórnar því svæði.
Zong Qi gegnir ákveðnum hlutverkum;

 • Það styrkir og nærir Hjarta og Lungu
 • Það styrkir Lungu og Hjarta í hlutverkum sínum með Qi og Blóð og finnst meðal annars í hjartslættinum sem finnst undir vinstra brjósti
 • Það stjórnar tali og styrkleika raddar vegna þess að það safnast saman í hálsinum
 • Það hefur áhrif á blóðstreymi til útlima og höfuðs

Zhen Qi (hið sanna Qi)

qiZhen Qi er það Qi sem verður til eftir síðasta stig Qi umbreytinga, þ.e. Zong Qi er umbreytt í Zhen Qi með milligöngu Yuan Qi. Zhen Qi er, eins og Zong Qi upprunnið í Lungum og það flæðir um allar rásir líkamans þar sem það ver og nærir líkama og líffæri.
Zong Qi flæðir um líkamsrásirnar í tveimur formum, sem Ying Qi og Wei Qi.

 • Ying Qi (Næringar-Qi)
  Ying Qi, sem er Yin hluti Zhen Qi, flæðir um orku og blóðrásir líkamans og nærir alla líkamsvefi og líffæri. Það er nátengt blóði þar sem það flæðir með blóði um blóðrásirnar og það er Ying Qi sem er virkjað þegar nál er stungið í orkupunkta líkamans.
 • Wei Qi (Verndar-Qi)
  Wei Qi, sem er Yang hluti Zhen Qi, flæðir undir húðinni og ver líkamann gegn utanaðkomandi áhrifum. Wei Qi vermir einnig húð og vöðva og nærir líkamsvefina. Það hefur yfirumsjón með opnun og lokun svitahola og heldur þannig reglu á hitastigi líkamans.
  Wei Qi flæðir um líkamann 50 sinnum á 24 klukkustunda tímabili, 25 sinnum yfir daginn og 25 sinnum yfir nóttina. Það flæðir um ytri líkamsvefi yfir daginn en um innri líkamsvefi yfir nóttina.