Velkomin á fræðsluvefinn um Kínverskar lækningar

Áhugi fólks á lækningum sem stundum eru nefndar „óhefðbundnar“ hefur farið ört vaxandi á undanförnum árum. Fjöldamargir Íslendingar hafa nýtt sér þennan lærdóm aldanna með góðum árangri gegn ýmsum kvillum og sjúkdómum.

Þegar fólk kemur með heilsufarsleg vandamál til sérfræðings í kínverskum lækningum eru það helst þrjú atriði sem sjúkdómsgreiningin byggist á; þ.e. skýrslutöku, skoðun og hlustun.

Skýrslutaka: upplýsingar um sjúkrasögu, sjúkdómseinkenni og lifnaðarhætti manneskjunnar.

Skoðun: almenn skoðun á sjúklingi, þar með talið skoðun á líkams- og andlitstjáningu; húðlit og húðgerð; skoðun á almennu útliti, lagi, lit og öðrum einkennum á tungu þ.m.t. skán á tungunni, athugun á líkamslykt þ.e. hvort vottur af óeðlilegri eða óvenjulegri lykt sé af líkama sjúklings.

Hlustun: á eiginleika máls sjúklings þ.m.t. hvernig manneskjan bregst við spurningum, hversu hratt eða hægt hún talar, og hljómbrigði raddarinnar; á öndun og á hljóð sjúkdóma, eins og hósta, hávaða í innyflum o.s.frv, auk hlustunar á púlsana.