Loftlagsáhrifin sex

Loftslagsáhrifin sex lýsa utanaðkomandi og innvortis áhrifum sem geta valdið ójafnvægi í líkamanum. Þau eru flokkuð í Yin og Yang áhrif, eins og allt annað í kínverskri læknisfræði, og þau hafa áhrif á mimunandi staði í líkamanum og valda truflun á mismunandi starfsemi líkamans samkvæmt flokkun eftir kenningunni um frumöflin fimm.

Loftlagsáhrifin sex eru:

 • Vindur
 • Hiti
 • Kuldi
 • Þurrkur
 • Raki
 • Sumar hiti

Vindur (Yang)

Vindur er örvaroddur sjúkdóma, snöggur, léttur og þurr. Hann samhljómar með Lifrinni og hefur mest áhrif á starfsemi hennar. Hann bindst öðrum loftlagsáhrifum og gerir sterkari aðrar utanaðkomandi árásir á líkamann. Vegna eðlis síns veldur vindur ójöfnum sjúkdómseinkennum og einkennum sem koma og fara, og hreyfast milli líkamsparta. Hann er óstögur í eðli og efni.

 • Vindur smígur í gegn um húð, vöðva og orkubrautir
 • sýnir sig fyrst í efri hluta líkamans, oft sem stífni í háls og höfði
 • veldur því að verkir hreyfast og færast á milli staða
 • veldur kláða og útbrotum sem færast á milli líkamsparta
 • veldur krömpum og titringi
 • veldur kippum

 

Innvortis vindur

Sýnir sig sem of mikil og óeðlileg hreyfing: skjálfti, krampar, flog, heilablóðfall etc.
Innvortis vindur verður til þegar mikið ójafnvægi kemst á orku og efni líkamans og er oft fylgifiskur krónískra sjúkdóma, sérstaklega lifrar sjúkdóma. Innvortis vindur getur einnig orðið til ef Yin orka líkamans þornar upp.

 • Innvortis vindur getur valdið svima og eyrnasuði,
 • doða í höndum og fótum,
 • skjálfta, krampa og heilablóðfalli,
 • mikilli loftmyndun í meltingarvegi,
 • ofnæmis viðbrögðum sem koma snögglega og heiftarlega,
 • kláða og pirring,
 • andlegum óstöguleika og reiði

 

Hiti (Yang)

Hiti þurrkar upp vökva líkamans og getur truflað anda hjartans, Shen. Munstur Hita ójafnvægis og sjúkdómseinkenna er tengt við annaðhvort utanaðkomandi Hita, of miklu yang í líkamanum eða of litlu Yin eða líkamsvökva sem leiðir til ofvirkni yang orkunnar.

Innvortis Hiti (Eldur)

Innvortis Hiti eða eldur þróast vegna ójafnvægis milli Yin og Yang hinna mismunandi líffæra. Hiti veldur óeðlilegri hreyfingu blóðs og Shen og getur valdið innvortis blæðingum, útbrotum í húð, ruglingi í tali og hugsun og óeðlilegs líkamshita.

 • Innvorstis Hiti veldur því að líkaminn verður of heitur eða að tilfinningin sé sú að það sé óeðlilegur hiti í líkamanum,
 • manneskjan þolir illa hita og getur verið óróleg, sérstaklega ef of heitt er í kringum hana
 • líkamsvessar verða þykkari og gulari, svo og slím, sviti og þvag
 • hósti verður þurr og hávær, og/eða með uppgangi af þykku, gulleitu slími
 • veldur bitru bragði í munni
Utanaðkomandi Hiti

Utanaðkomandi Hiti vrður til snögglega og veldur háum hita, höfuðverk, bólgu í hálsi, þurrki í munni og miklum þorsta, útbrotum í húð, óróleika og ruglingi

Sumar-Hiti

Sumar-Hiti veldur snöggum háum hita og mikilli svitnun. Hann er eingöngu utanaðkomandi og verður einungis til með veru í miklum hita. Hann skemmir Qi orkuna, veldur mikilli þreytu og þurrkar upp Líkamsvökvana.

Kuldi  (Yin)

Kuldi herpir saman og varnar eðlilegri hreyfingu orku og efnis. Hann frystir og veldur hægagangi og dvala. Kuldi veldur einnig þykknun og stíflun á líkamsvökvum og orku og veldur hörðnun í líkamanum. Hann verður oftast til þegar Yang orka líkamans dvínar eða þegar utanaðkomandi Kuldi nær bólfestu í líkamanum.

Innvortis Kuldi

Innvortis Kuldi tengist innvortis skorti á Yang orku og er alltaf krónískur í eðli sínu. Hann tengist Yang skorti og einnig Nýrna veikleika og getur myndast vegna utanaðkomandi Kulda sem líkaminn nær ekki að vinna á sökum veikleika eða hrörnunar á Yang orku, eða vegna rangrar læknismeðferðar. Innvortis Kuldi er algengur hjá gömlu fólki þar sem eðlileg Nýrna-Yang orka er dvínandi

 • Innvortis Kuldi veldur því að hreyfingar fólks verða hægari og að fólk dragi sig í hlé frá umhverfinu
 • veldur kulda og óþoli fyrir kulda í umhverfinu
 • hendur og fætur kólna og litur húðar verður fölur
 • hægðir verða oft þunnar og vatnskenndar
 • þörf fyrir svefn og það að liggja undir þykkum feld eykst
 • Kuldi í orkubrautunum getur valdið krampakenndum verkjum sem lagast við að leggja heitt við
Utanaðkomandi Kuldi

Utanaðkomandi Kuldi kemur snögglega og lýsir sér sem óþol fyrir kulda, kuldaskjálfta, vægum hita, höfuðverkjum og verkjum í beinum. Manneskjan svitnar lítillega.

 • Utanaðkomandi Kuldi getur auðveldlega komist inn í liði og orkubrautir, sérstaklega ef innvortis Kuldi er til staðar, og valdið kaldri liðagigt (staðbundin liðagigt)
 • ef Kuldi nær að trufla Nýrun, sem getur gerst hjá eldra fólki og fólki sem er með krónískan Yang skort, þá getur hann valdið því að manneskjan verður viljalaus og hrædd.

 

Raki (yin)

Raki er blautur, þungur, hægur, gruggugur og langvarandi. Hann hefur tilhneigingu til að sökkva og hefur oft meiri áhrif á neðri hluta líkamans. Ef Raki nær bólfestu í líkamanum getur hann valdið slímmyndun sem getur haft áhrif á Lungu og húð í formi kýla. Ef slímmyndunin nær að verða langvarandi getur hún valdið myndun á æxlum hvar sem er í líkamanum. Raki í Hjarta getur truflað anda hjartans og valdið sleni og vanþroska.

Innvortis Raki

Innvortis Raki myndast ef orka Miltans er veik og einnig ef manneskja neytir of kaldrar eða Rakrar fæðu og drykk til langs tíma.

Utanaðkomandi Raki

Utanaðkomandi Raki getur stíflað hreyfingu Qi orkunnar um líkamann og valdið þyngslatilfinningu í útlimum og höfði. Hann getur auðveldlega truflað starfsemi Miltans og getu þess til að vinna hreyna og tæra orku úr mat og drykk og þannig orðið að krónísku ástandi innvortis Raka.

 • Utanaðkomandi Raki veldur tilfinningu fyrir því að brjóstkassi og lungu séu yfirfyllt og þyngir öndun
 • veldur þyngslum, stífleika og særindum í liðum
 • veldur lystarleysi, klígju og hægagangi í meltingu

Ef Raki nær að trufla starfsemi Miltans, sem hann gerir auðveldlega sökum samhljómunar hans við Milta, getur hann einnig truflað anda miltans og valdið því að manneskjan verður of áhyggjufull, hugsar of mikið, verður ófær til að taka ákvarðanir, þjáist af þráhyggju og verður óskýr í hugsunum.

Þurrkur (Yang)

Þurrkur er mjög líkur Hita og lýsir sér oft sem Hiti vegna áhrifanna sem hann hefur á líkamann, þ.e. hann þurrkar upp líkamsvökva og vessa og veldur Hita.

Utanaðkomandi Þurrkur

Utanaðkomandi Þurrkur myndast snögglega og hefur mest áhrif á lungun, þar sem hann veldur þurrum hósta, blóðnösum og þorsta.

Innvortis Þurrkur

Innvortis Þurrkur er merki um skort á Yin orku í líkamanum, Líkamsvökvum, Blóði og Yin orku. Hann getur orðið til vegna utanaðkomandi eða innvortis Hita, rangs lífsstíls eða rangrar læknismeðferðar sem hefur þurrkað upp Yin orku líkamans og skilið eftir sig Þurrk og Yin skort.