Hin átta grundvallarmunstur sjúkdóma

(Ba Gang or Bian Zheng)

Hin átta grundvallarmunstur sjúkdóma eru leiðarljós Kínverskra lækninga í að skilgreina ólík sjúkdómsmunstur. Þetta kerfi stuðlar að því að finna staðsetningu og magn ójafnvægisins en er engan vegin fullkomið kerfi, heldur aðeins eitt af mörgum verkfærum í tösku læknisins. Oftar en ekki eru sjúkdómar og ójafnvægi mörg mismunandi munstur fléttuð saman, frekar en eitt ákveðið munstur.

Innvortis munstur (li zheng)

Innvortis munstur lýsir staðsetningu og karakter ójafnvægis. Það getur verið öll munstur sem koma ekki utanaðfrá og getur lýst annaðhvort krónískum veikindum eða eðlislægum veikleika manneskjunnar.

Utanaðkomandi munstur (biao zheng)

Utanaðkomandi munstur er ójafnvægi sem myndast snögglega og oft án viðvörunar. Vestræn læknisfræði myndi hér tala um snögg eða smitandi veikindi. Utanaðkomandi loftlagsáhrif eru hluti af þessu munstri.

Veikleika munstur (xu zheng)

Öll veikindi sem einkennast af skorti á Qi, Blóði eða annarri starfsemi í líkamanum flokkast sem veikleika munstur. Það er oftar en ekki krónískt í eðli sínu og getur orðið til eftir sjúkdómamunstur ofgnóttar þar sem einhverjir af líkamsvessunum hafa skaðast.

Munstur ofgnóttar (zhi zheng)

Munstur ofgnóttar getur lýst bráðum sjúkdómi eða ójafnvægi langvarandi samansöfnunar eins eða annars af lífskjörnunum.

Kulda munstur (han zheng)

Kulda munstur getur orðið til sökum innvortis ójafnvægis þar sem Yang orka líkamans er of lítil og sem utanaðkomandi kuldi sem ræðst á líkamann.

Hita munstur (re zheng)

Hita munstur getur orðið til sökum innvortis ójafnvægis þar sem Yin orka líkamans er of lítil, Yang orkan of mikil eða sem utanaðkomandi hiti sem ræðst á líkamann.

Yin munstur (yin zheng)

Yin munstur eru samsetning af einkennum sem tengjast innvortis munstri, veikleika munstri og kulda munstri.

Yang munstur (yang zheng)

Yang munstur eru samsetning af einkennum sem tengjast útvortis munstri, ofgnóttar munstri og hita munstri.