Orkubrautirnar liggja eins og æða- og taugkerfið um líkamann þveran og endilangan og eru tuttugu talsins. Sautján af þessum orkubrautum margfaldast með tveimur þ.e. þær speglast á sitt hvorum helmingi líkamans og er því alls 37. Á þessum orkubrautum eru 750 orkupunktar. Brautirnar tengjast innbyrðis og flytja orku (Qi), Blóð og Líkamsvökva um líkamann. Af þesum tuttugu orkubrautum eru tólf orkubrautir sem tengjast líffærunum beint og þjóna þeim og átta orkubrautir sem eru kallaðar Hinar Átta Sérstöku orkubrautir. Þær eru nokkurskonar forðaþrær fyrir Yuan Qi, eða upprunalegu orku okkar.
Heilbrigði veltur á því að orkuflæði um orkubrautirnar sé jafnt og stöðugt, að Qi og Blóð nái til allra vefja og líffæra og nái að flæða milli orkubrautanna óhindrað.
Það er talað um að orkan sé mest í hverri orkubraut í tvær klukkustundir í senn á sólahring og á þeim tíma sé viðkomandi líffæri sterkast:
Hinar tólf líffæra-tengdu orkubrautir
Þessum orkubrautum er skipt niður í Yin og Yang brautir. Yin orkubrautirnar sem liggja niður í hendurnar tengjast: Lungum, Hjarta og Hjartaverndara. Yang orkubrautirnar sem liggja upp handleggina tengjast: Ristli (eða Digurgirni), Smágirni og Þremur Hiturum. Yin orkubrautirnar sem liggja upp fótleggi tengjast: Milta, Nýrum og Lifur. Yang orkubrautirnar sem liggja niður fótleggina tengjast: Maga, Þvagblöðru og Gallblöðru.
Yin orkubrautir handanna byrja í viðkomandi líffæri og enda við fingurneglur en Yang orkubrautir handanna byrja við fingurneglur og enda í viðkomandi líffæri.
Yin orkubrautir fótleggjanna byrja við táneglur og undir il og enda í viðkomandi líffæri en Yang orkubrautir fótleggjanna byrja í viðkomandi líffæri og enda við táneglur.
Taflan hér fyrir neðan gefur skýrari mynd af orkubrautunum tólf.
Nafn orkubrautar | Yin / Yang | Hendur / Fætur | Frumöflin Fimm | Líffæri |
Taiyin, Lungnabraut | Hið mikla Yin | Hendi (手) | Málmur (金) | Lungu (肺) |
Shaoyin, Hjartabraut | Minna Yin | Hendi (手) | Eldur (火) | Hjarta (心) |
Jueyin, Hjartaverndarabraut | Fullkomið Yin | Hendi (手) | Eldur (火) | Hjartaverndari (心包) |
Shaoyang, Þrí-Hitarabraut | Minna Yang | Hendi (手) | Eldur (火) | Þrír Hitarar (三焦) |
Taiyang, Smágirnibraut | Hið Mikla Yang | Hendi (手) | Eldur (火) | Smágirni (小肠) |
Yangming, Ristilbraut | Yang-Birta | Hendi (手) | Málmur (金) | Ristill (大腸) |
Taiyin, Miltabraut | Hið Mikla Yin | Fótur (足) | Jörð (土) | Milta (脾) |
Shaoyin, Nýrnabraut | Minna Yin | Fótur (足) | Vatn (水) | Nýru (腎) |
Jueyin, Lifrarbraut | Fullkomið Yin | Fótur (足) | Viður (木) | Lifur (肝) |
Shaoyang, Gallblöðrubraut | Minna Yang | Fótur (足) | Viður (木) | Gallblaðra (膽) |
Taiyang, Þvagblöðrubraut | Hið Mikla Yang | Fótur (足) | Vatn (水) | Þvagblaðra (膀胱) |
Yangming, Magabraut | Yang-Birta | Fótur (足) | Jörð (土) | Magi (胃) |